Er Ari Trausti í röngum flokki?

Ég tók kosningaprófið á RUV og niðurstaðan kom á óvart.  Sá frambjóðandi sem var mér mest sammála reyndist vera fyrrum forsetaframbjóðandinn Ari Trausti Guðmundsson.  Okkar skoðanir samkvæmt þessu skoðanaprófi RUV sköruðust í 68% tilfella. Nú er Ari Trausti hinn mætasti maður eins og allir vita að öllu leyti nema því að hann hefur um árabil starfað með Vinstri Grænum.

Og þar sem ég samsama mig bara alls ekki við grunnstefnu VG eða þau lífsgildi sem þau trúa á, þá hlýtur Ari Trausti að vera í röngum flokki.

En bíðum við. Stefnur flokka eru eitt hvað þeir gera er allt annað. Nú hefur Katrín Jakobsdóttir birt sína skattastefnu sem andsvar við því ámæli að VG vilji bara mergsjúga alla skattastofna eftir kosningar.  Þetta vill Katrín gera:

Við getum aukið arðgreiðslur úr ríkisbönkum um tugi milljarða á komandi kjörtímabili og nýtt þær til að greiða niður skuldir svo nýta megi afgang ríkissjóðs í uppbygginguna.

Við getum aukið skattaeftirlit til að draga úr skattsvikum og skattaundanskotum sem áætlað er að nemi tugum milljarða á ári hverju.

Við getum hækkað afkomutengd veiðigjöld á útgerðina og tryggt tekjur fyrir afnot af öðrum auðlindum.

Við getum gert skattkerfið réttlátara með því að taka upp þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt til að tryggja að þau sem lifa á fjármagnstekjum leggi sitt af mörkum eins og venjulegt launafólk.

Við getum tekið upp hóflegan auðlegðarskatt á hreina eign yfir 200 milljónum. Við getum tekið upp hóflegan hátekjuskatt á tekjur yfir 25 milljónir á ári.

Það er hægt að fjármagna þá nauðsynlegu uppbyggingu samfélagsins upp á 30-40 milljarða sem fólkið í landinu kallar eftir án þess að hækka skatta á almennt launafólk.”

Er eitthvað að þessum tillögum? Ég sé það ekki. VG boða engar skattahækkanir á almenning. Öfugt við Sjálfstæðisflokkinn sem hækkaði hér virðisaukaskattsprósentu á mat úr 7 í 12% árið2014, þegar Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra. Sú hækkun kom sér sérlega illa fyrir lágtekjufólk.  Skatta-Kata er bara engin skatta-Kata miðað við hlutfall skatta af ráðstöfunartekjum ríkisins undir stjórn Sjálfstæðisflokksins síðustu 4 ár.  Og enn átti að bæta í samanber síðasta fjárlagafrumvarp.

Það er sama hvað Sjálfstæðismenn segja. Þeirra málflutningur stangast á við staðreyndir. Í raun gátu þeir ekkert sjálfir.  Það var Sigmundur Davíð sem var primus motor í fyrri ríkisstjórn og sú síðari gekk bara á einum strokk og það var Þorsteinn Víglundsson.  Það litla sem sjálfstæðismenn afrekuðu var flest til óþurftar samanber Sigríði Andersen og Jón Gunnarsson.Svo ég tali ekki um ferðamálaráðherrann sem bara svaf á meðan erfðaprins Engeyjarmafíunnar spókaði sig á golfvöllum í Flórida. Var einhver ríkisstjórn í landinu frá júní til september?  Engar fréttir fara af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband