5.4.2012 | 09:57
Það verða engin jól fyrir ESB börnin
5.4.2012 | 08:35
Hvaða árangur?
Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum þá má líkja þjóðarbúskapnum við bíl sem búið var að keyra svo óvarlega að allt loft var farið úr dekkjunum. Slíkur var viðskilnaður Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. Verkefni ríkisstjórnarinnar var því tiltölulega einfalt, dæla lofti í dekkin og koma skrjóðnum til byggða.
En í staðinn fyrir þetta einfalda verkefni þá ákvað hin nýja ríkisstjórn að meiri þörf væri á að taka upp vélina heldur en pumpa í dekkin. Hún sendi því meirihluta björgunarliðsins til Brussel að fá varahluti en aðrir hófu að rífa vélina. Nú 3 árum seinna er búið að rífa sundur vélina en enn er beðið eftir varahlutunum. Og ennþá vantar loft í dekkin
Þetta er saga ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna. Og svo voga menn sér að tala um árangur!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2012 | 00:51
ESB viðræðurnar eru strandaðar
Það er sama hvað hver segir, það er augljóst að hagsmunir okkar fara ekki saman við hagsmuni hins beaurókratíska miðstýrða Brussel regluveldis. Fréttir af nýjum reglum ESB varðandi "ósjálfbærar" veiðar sýna glögglega við hvaða þurs er að eiga. Þeir kalla það ósjálfbærar veiðar þegar stofn stækkar þrátt fyrir auknar veiðar. Greinilegt að það eru íslenskir fiskifræðingar sem koma að ráðgjöf fyrir ESB.
Ég kalla það ósjálbærar veiðar þegar veitt er svo lítið af veiðistofni að það leiðir til ætisbrests fyrir gjörvallt lífríki sjávar. Það er margbúið að sýna fram á tengsl friðunar og minnkandi stofnstærðar.
Þeir sem halda að fiskveiðar skipti okkur engu og við getum vel aðlagað okkur styrkjakerfi ESB eru á villigötum. Innganga í ESB getur aldrei skapað sömu velmegun og hér getur auðveldlega orðið ef við höldum rétt á málum og felum ábyrgu og skynsömu fólki stjórn okkar mála. Ekki sérhagsmunagæsluliði fjórflokksins eða auðugum bröskurum sem láta stjórnast af græðgi og stundargróða á kostnað langtímahagsmuna. Þessir úlfar og hrægammar héldu að Ísland yrði auðveld bráð eftir hrun og fyrir tilstilli ASG en svo þarf alls ekki að fara. Við getum aukið hér veiðar og framleitt okkur útúr vandanum bara ef við losum okkur við þetta hagsmunagæslulið, sem hangir á spenunum og stoppar allar framkvæmdir og fellir allar skynsamlegar tillögur bara ef þær koma frá röngum aðilum.
![]() |
Gæti tafið ESB-viðræðurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2012 | 19:48
2 flugur
4.4.2012 | 16:23
Afdrifarík mistök
4.4.2012 | 14:48
Ofsóknir Teits Atlasonar
og Birni um það kenni
hann verður aldrei annað en
eiginn leigupenni
4.4.2012 | 02:53
Raunir Sægreifans
Yfirvaldið illgjarnt hér
aðför að mér gerði
sagði að aflann sjálfum mér
seldi á undirverði
Deloitte uppí dans ég bauð
og Dalvík beitti klækjum
Í höftum þurfti að þvo minn auð
í þýzkum fyrirtækjum
Mætir mér Már Guðmundsson
ef mótmælum ég hreyfi
Því ég á Fischfang Union
ég er Þorsteinn greifi
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 02:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2012 | 19:22
Kirkjukrytur
Kirkjukrytur var fyrirsögn á grein sem birtist í tímaritinu Eintaki, 1994. Ritstjóri Eintaks var Gunnar Smári en blaðamaður Egill Helgason. Má ætla að Egill hafi skrífað þessa grein sem ég ætla að birta brot úr í tilefni þess að kirkjan er nú í kastljósi fjölmiðlanna.
Fjandinn varð laus í Seltjarnarneskirkju nýlega þegar sóknarpresturinn, séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir, lenti í skilnaðarmáli eftir að hafa átt í ástarsambandi við annan prest. Sá er Gylfi Jónsson , aðstoðarprestur við Grensárskirkju sem samkvæmt heimildum EINTAKS mun láta af störfum vegna málsins. Það ætlar séra Solveig þó ekki að gera og um það standa deilurnar. Hluti sóknarnefndarinnar krefst þess að Sólveig láti af störfum því að æra kirkjunnar og sóknarprestsins séu að veði. Ólafur Skúlason, biskup, hefur neitað þessu og biður nefndina um að sýna skilning. Sóknarnefndin lítur hins vegar víxlspor prestsins alvarlegum augum og telur það hvorki prestinum né kirkjunni til framdráttar að hann haldi áfram starfi. í bréfi sem nefndin ritaði biskupi kemur meðal annars fram að nefndin telur fyrri dæmi um víxlspor presta ekki afsökun í þessu máli og því sé ástæða til að taka á málinu og gera hreint fyrir dyrum kirkjunnar þjóna þannig að þeir geti borið merki hennar með reisn."Biskup og safnaðarstjórn eru því ósammála og nú er beðið eftir úrskurði siðanefndar prestafélagsins. Ólíklegt er að niðurstaða hennar muni breyta neinu til eða frá þar sem hún hefur ekkert vald yfir málum presta. Sama gildir um sóknarnefndir og biskup segist ekki hafa vald til að hreyfa presta. Þannig virðist ljóst að enginn hefur vald til að úrskurða í málinu og því ófyrirséð hvernig deilan leysist. Guðfræðingur sem EINTAK talaði við segir að hugsanlega geti Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra haft endanlegt vald í málinu en það sé á hinn bóginn óalgengt að hann beiti sér í svona málum. Hann segir að ráðuneytið beri oftast fyrir sig þekkingarleysi og vísi öllum deilumálum til biskups. Sóknarnefndin heimtar niðurstöðu í málinu og nokkrir nefndarmanna, þar á meðal formaðurinn Haukur Björnsson, hafa ýjað að því að þeir muni yfirgefa þjóðkirkjuna verði sóknarpresturinn ekki leystur frá störfum.
Áhugasamir geta lesið alla greinina með því að hala niður skránni hér
![]() |
Solveig Lára býður sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2012 | 16:45
Tímabært að skipta upp öllum útgerðarrisum
Ég hef lengi varað við skaðsemi þess að leyfa sjávarútvegsfyrirtækjum að stækka of mikið. Ég horfi þá aðallega til þeirra valda sem stjórnendur þeirra öðlast í nærsamfélaginu. Tökum til dæmis Samherja. Stjórnendur Samherja hafa aldrei verið kosnir af íbúum á Akureyri eða í Eyjafjarðarsveit til að stjórna atvinnumálum á svæðinu. Samt taka þeir sér það vald miskunnarlaust. Í skjóli stærðar stjórna þeir bæjarstjórn Akureyrar, samtökum vinnuveitenda og samtökum launþega á svæðinu. Þegar Þorsteinn Már geltir þá hrekkur Eiríkur í kút en Svanfríður bæjarstjóri Á Dalvík dillar rófunni. Þetta er mjög alvarlegt og hættulegt ástand. Og nú á að kúga menn til hlýðni með því að ráðast að atvinnuhagsmunum manna sem jafngildir því að segja við yfirvöld: "Ef þið hættið ekki rannsókn á gjaldeyrisbrotum og öðrum hugsanlegum brotum Samherja og dóttur og hlutdeildarfyrirtækja hans þá skuluð þið hafa verra af". Samherji er orðinn of stór. Það þarf að skipta fyrirtækinu upp. Útgerðin á Íslandi á að vera í einu félagi. Botnfiskvinnslan í öðru. Loðnu og uppsjávarvinnslan í þriðja. Fiskeldið í fjórða. Sölubatteríið og markaðsdeildin í því fimmta og öll erlend starfsemi í því sjötta. Því við vitum að tilgangur með svona bákni er ekki síst að svíkja undan skatti og þvæla öllu sem heitir opinbert eftirlit. Núna eru yfirvöld ábyggilega búin að komast yfir gögn sem koma fyrirtækinu illa og þess vegna er hótað.
Okkar litla hagkerfi ræður bara við ákveðna stærð af fyrirtækjum. Um það þarf að setja reglur sem ekki er hægt að brjóta. Og skilgreina þarf mjög þröngt tengda aðila sem mega bindast samtökum og ráða yfir fyrirtækjum. Samherji beitti klækjum þegar hann með aðstoð Kaldbaks, Tryggingamiðstöðvarinnar og Kaupþings, keypti meirihluta í félaginu og afskráði það í framhaldinu úr Kauphöllinni. Það þarf líka að rannsaka. Hvernig allir fjármunir KEA lentu í vasanum á Þorsteini Má og Kristjáni Vilhelmssyni. Og hvernig allar eignir KEA á Dalvík og í Hrísey lentu í klónum á Samherja . Í því sambandi væri líka örugglega fróðlegt að kanna hvernig Ísfélagið í Vestmannaeyjum náði að eignast Hraðfrystihús Þórshafnar. Var það partur af dílnum þegar Tryggingamiðstöðin lagði til fé til uppkaupa á hlutabréfum í Samherja? Og hvernig endaði fjárfestingafélagið Kaldbakur í 100% eigu Samherja? Félag sem í upphafi var að 90% í eigu KEA en aðeins að 10% í eigu Samherja er nú að fullu í eigu Samherja. Saga Samherja þolir tæpast skoðun. Þar voru notaðir peningar, fé án hirðis (sjóðir KEA og bótasjóður Tryggingamiðstöðvarinnar) til að búa til stærsta sjávarútvegsrisa á landinu og kannski í Evrópu? Þetta er ekki eðlilegt. Þetta þarf að rannsaka og þessu þarf að skipta upp svo forstjórinn geti ekki ógnað stöðugleikanum á Íslandi eins og hann gerir. Menn verða að kunna sér hóf.
![]() |
DFFU hættir viðskiptum við Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2012 | 19:56
Agnes átti að mæta í hempu

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)