2.10.2011 | 00:40
Þingsetningin í bundnu máli
Forsetann við fáum sjá
fylla útí skjáinn
en hvatvís Dorrit hvarflar frá
og hverfur út í bláinn
Þótt löggan setji svip hér á
og sig í hættu leggi
ýmsir fleiri en Árni fá
fleiður undan eggi
Þingið þráir virðingu
þjóðar, hlaðið dreggjum
En bleyður bakvið girðingu
bara kasta eggjum
1.10.2011 | 22:29
Ótímabær andlátsfrétt
meir þó aðrir lasti
Árna Þór ef andaðist
út af eggjakasti
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2011 | 08:02
Vísa dagsins
Vísa dagsins er tileinkuð Gylfa Arnbjörnssyni og baráttu hans gegn verðbólgunni!
Kratar hafa kæki ljóta
og krónu illri kenna um
ef fíflin sig í fótinn skjóta
í flóknum kjarasamningum
30.9.2011 | 07:22
Á veðurvaktinni
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2011 | 05:35
Skiptir þetta engu máli?
Fyrir daga kvótakerfisins taldist brottkast til undantekninga. Ég byrjaði til sjós árið 1964 og ég kannast ekki við að hafa af ráðnum hug og kerfibundið hent fiski í sjóinn fyrr en upp úr 1980. Fyrst í smáum stíl þegar bannað var að koma með smáfisk undir ákveðinni stærð að landi en síðar í kjölfar meiri takmarkana jókst þetta brottkast og gat skipt tugum tonna í einni veiðiferð. Í dag má gera ráð fyrir að brottkastið á íslandsmiðum skipti tugum þúsunda tonna á ári. Þetta er varleg ágiskun en ekki ýkjur. Með brottkasti á ég við dauðan eða hálfdauðan fisk sem hent er í hafið aftur vegna þess að hann er af rangri tegund, hentar ekki í vinnslulínuna, ekki er til kvóti fyrir, ekki nógu verðmætur eða ekki hefur tekist að vinna nógu fljótt. Öllum þessum fiski er hent samviskulaust til að útgerðin geti hámarkað sinn afrakstur án tillits til afleiðinganna fyrir lífríki hafsins. Því það hlýtur að hafa áhrif á lífríkið allt þetta magn af rotnandi fiski sem dreift er yfir veiðislóðina á ári og það til viðbótar öllum hausum, hryggjum og afskurði frá flakafrystitogurunum.
Menn tala um súrnun sjávar og menn tala um hlýnun sjávar en menn tala ekki um mengun sjávar vegna brottkasts. Hvað með sýkinguna í síldinni? Það hefur ekki komið vitræn skýring á henni. Er ekki kominn tími til að endurskoða aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunarinnar sem kvótakerfið byggir á?
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 05:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.9.2011 | 22:32
Gervigreind blaðamanna
Hvað er það við sögnina að valda sem fólk með meðalgreind á svona erfitt með að læra? Á DV.is stendur í frétt
"Áætlanir nýsjálenska orkufyrirtækisins Waikato, um að kaupa þjónustu frá íslenska fyrirtækinu Jarðboranir hafa ollið miklum deilum meðal verkalýðfélaga í Taupo á Nýja Sjálandi."

29.9.2011 | 20:34
Ekki gallað heldur ónýtt
Allar breytingar sem Jón Bjarnason hefur fengið að gera á stjórn fiskveiða með leyfi Jóhönnu Sigurðardóttur eru til þess gerðar að festa í sessi ranglátt kerfi en ekki hið gagnstæða eins og oft er haldið fram. Í stað þess að takast hér á um kerfið sjálft er verið í alvörunni að festa það í sessi til langrar framtíðar, allt að 40 ára. Þetta eru skaðleg áform og allt útlit fyrir að kvótagreifar með Þorstein Má í fararbroddi fái vilja sínum framgengt með hjálp stjórnmálastéttarinnar ennþá einu sinni og eftir sitji svívirt alþýða þessa lands.
Eina vonin úr því sem komið er, er að kvótalausir og kvótalitlir útgerðarmenn taki til sinna ráða og rói til fiskjar, hver í sinni heimabyggð og virkji þannig í reynd frumbyggjaréttinn til veiða. Það er ekki hægt að treysta á stjórnvöld lengur. Sjómenn hafa réttinn, þeir eiga að virkja hann. Það er hið eina sem skiptir máli núna. Tími orða er greinilega liðinn og tími aðgerða runninn upp þar sem alþýðan tekur aftur umboð sitt til ónýtra stjórnmálamanna, sem ekki stjórna með hag lands og þjóðar að leiðarljósi
![]() |
Kvótafrumvarpið gallað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2011 | 19:39
Enn um Stjórn fiskveiða
Framundan er átakavetur á Alþingi þar sem tekist verður á um framtíðarskipun varðandi stjórn fiskveiða á Íslandi. En pólitískur kjarkur er enginn til að gera þær breytingar sem þarf. Skiptir þar engu hver í hlut á. Ólína og félagar þora ekki að taka af skarið og leggja til afnám kvótastýringar sem er eina skynsamlega lausnin á þessu endalausa þvargi.
Því miður þá hefur hagsmunaaðilum tekist að afla sér stuðnings áhrifamikilla manna í þjóðfélaginu, ýmist með hótunum eða fagurgala svo að umræðan snýst ekki lengur um fiskveiðarnar sem atvinnugrein, heldur um einhverja dellufiskifræði, þar sem því er haldið fram að hægt sé að byggja upp fiskstofna með friðun. 30 ára tilraunastarfsemi hér á landi ætti þó að hafa sannað hið gagnstæða þar sem stofnar hafa minnkað og afli dregist saman um 70 % frá því að þessi tilraun hófst! Af hverju horfa menn ekki á staðreyndir? Á endalaust að leyfa fámennri klíku einokunaraðila að nytja hér hlunnindi Íslendinga? Hlunnindi sem í eðli sínu eru ekki eign heldur afnotaréttur, voru með setningu kvótalaganna, gefin mjög fámennum hópi útgerðarmanna undir því yfirskyni að fiskstofnarnir væru að hrynja. Við sem stunduðum sjómennsku á þessum árum vitum vel að stofnarnir voru ekkert í hættu. Veiðin hafði minnkað vegna sóknarstýringa en ekki vegna ofveiði. Flotinn var orðinn of stór og vinnslan í landi hafði dregist saman vegna fólkseklu. Þetta eru staðreyndir sem vert er að hafa í huga en flestir muna ekki lengur eða hafa aldrei vitað. Svo er eitt að vita en annað að skilja í réttu samhengi.
Alþingismenn sem núna eru að véla um þessi mál hafa litla yfirsýn yfir hvernig kvótastýring í sjávarútvegi virkar um borð í skipunum. Enda hefur umræðan fyrir löngu hætt að snúast um vernd. Núna snýst umræðan bara um skiptingu kökunnar ekki um hvernig við getum stækkað kökuna með því að afnema hið rangláta og óvísindalega kvótakerfi. Alþingismenn þurfa að fara að setja þjóðarhagsmuni í öndvegi. Þjóð sem sökkt hefur verið í skuldafen af þessum sömu mönnum á það inni hjá þeim
![]() |
Vilja endurskrifa frumvarpið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2011 | 15:55
Spilað með Guðbjart
17.9.2011 | 14:34
Draumur eða martröð
Norðurþing er tiltölulega fámennt sveitarfélag með innan við 3000 íbúa. Samt ala þeir með sér stóra drauma. Drauma um virkjanir og stóriðju og samstarf við kínverja sem gæti keypt allar jarðir í sveitum Þingeyjarsýslna og greitt fyrir úr ríkissjóði kínverska alþýðulýðveldisins. Þessa drauma ala menn enn með sér fyrir norðan þrátt fyrir reynsluna af Samherja frændum á Akureyri sem hafa ryksugað til sín kvóta af öllum litlum útgerðum frá Gjögri að Glettingi og skilið byggðir eftir í rústum. Fyrir norðan hampa menn ennþá Samherja og skilja ekki að eftir því sem fyrirtæki verða stærri, þeim mun meiri ógn eru þau fyrir samfélagið. Þeir sem standa í forsvari fyrir sveitarfélög bera ábyrgð og þeir þurfa að vera vandanum vaxnir. Sveitastjórnarmenn á Íslandi eru víðast hvar ekki vandanum vaxnir og sérstaklega ekki þeir sem ráða för í Norðurþingi og í Reykjanesbæ. Þingeyingar áttu sína orkuveitu en seldu hana útlendingum. Reykjanesbær átti sína orkuveitu og seldi hana útlendingum. Orkan var þeirra mjólkurkýr en nú hirða aðrir mjólkina og selja útúr héraði en leiguliðar þeirra fá að lepja undanrennuna um ókomna framtíð. Og núna væla þessir sömu aðilar eftir aðstoð frá ríkinu um virkjanir til að selja útlendingum rafmagn til álframleiðslu. Og það engum smáfyrirtækjum. ALCOA er í eigu Kínverja og er nu þegar ráðandi í atvinnumálum á Austurlandi. Þessu fyrirtæki eru Norðlendingar tilbúnir að selja sig á hönd í skiptum fyrir 500 ársverk. En það er það sem stendur eftir þegar framkvæmdum er lokið við byggingar. Arðurinn af rekstrinum fer svo í vasa hinna alþjóðlegu Björgólfa sem eiga ALCOA og þegar ALCOA verður komið með 2 verksmiðjur sem nota þriðjunginn af allri raforkuframleiðslu Landsvirkjunar þá eru það þeir í krafti stærðar sem ákveða verðskrána en ekki Landsvirkjun. Þetta skulu menn hafa á tæru. Stórfyrirtækin hugsa ekki um samfélagslega ábyrgð. Alþjóðafyrirtækin arðræna og eyðileggja og þau geta ekki stoppað, þau þurfa sífellt að finna nýja hráefnissala og ný samfélög til að eyðileggja. Þetta erþeirra eðli og það er barnaskapur að halda að Álrisar slái af arðsemiskröfum hér á landi!
Samherji starfar í anda alþjóðahyggjunnar, Samherji stundar arðrán við strendur Afríku og Suður- Ameríku. Samherjamönnum kemur ekkert við hvort mannlíf þrífst í Hrísey eða á Húsavík eða á Raufarhöfn. Samherji er hundur og sveitastjórnarmenn á svæðinu eru rófan. Og allir vita að það er hundurinn sem dillar rófunni en ekki öfugt. Atvinnumál eru mál málanna og lítil samfélög þurfa öðrum fremur á litlum einingum að halda. Smábátaútgerð er það sem hentar þessum byggðarlögum best í bland við fiskvinnslu og léttan iðnað. Fólk á svæðinu á ekki að láta talsmenn auðvalds og gróðapunga villa um fyrir sér. Fólk á svæðinu þarf að vakna áður en álversdraumurinn snýst upp í martröð. Ef ALCOA fær að reisa álverksmiðju á Bakka og ef Huang fær að kaupa Grímsstaði á Fjöllum þá verða Norðlendingar endanlega búnir að gefa eftir sjálfsákvörðunarrétt til að ráða sínum málum. Fulltrúar ALCOA og Huangs ásamt fulltrúum Samherja, munu eiga sína leppa í sveitastjórn Norðurþings og þeir munu taka ákvarðanir sem henta húsbændum þeirra en ekki nærsamfélaginu. Það er martröðin sem boðið er uppá af þeim sem nú ráða för.
![]() |
Alcoa ræðir ekki raforkukaup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)