Tilfinningaklámið í Kastljósinu

Umfjöllun Kastljóssins um dauðaslysið á Geirsgötunni í sumar og viðtalið við móður drengsins sem lézt er Ríkisútvarpinu til vanza. Ágengni fjölmiðla gagnvart fólki sem hefur orðið fyrir áfallaröskun er víða vandamál en vegna smæðar okkar samfélags þá þarf að gera miklu meiri kröfur heldur en ritstjórn kastljóssins gerir. Það var til bóta að losna við Þórhall úr Kastljósinu en  Sigmar þarf að gera betur en ráða andlegt flak til að fjalla um viðkvæm mál. Það er í raun umhugsunarefni hversu margir skjólstæðingar Þórarins á Vogi sækja í að starfa við fjölmiðla eða í stjórnmálaflokkum ef út í það er farið. Menn eru ekki fyrr búnir í sinni fyrstu meðferð en þeir eru farnir að prédika fyrir öðrum í útvarpi og blöðum eða komnir í framboð fyrir einhvern stjórnmálaflokkinn. Hafa menn ekkert lært?  það er ekki að ástæðulausu að AA samtökin byggja alla sína starfsemi á nafnleynd. Þau hafa líka náð árangri.  Hið sama verður ekki sagt um SÁÁ og meðferðarstarfið á Vogi.  Þess sér víða stað, til dæmis þessi endalausa aumingja og hégómadýrkun vefmiðlanna. Og á sama hátt og tilfinningaklámið á ekkert erindi við almenning þá eiga fésbókarfréttir af Jóni stóra eða Sveini Andra ekkert erindi við saklausan almenning sem forðast fésbókina.

Mörður fær sýndarstig

Til hvers þarf að vísa leigulegsfrumvarpi geldhænsnanna 18 til ríkisstjórnarinnar? Þótt við stefnum hraðbyri að alræði þá erum við ekki komin þangað enn.  Og rökstuðningur Marðar og Sigríðar Ingibjargar er of veikur.  Af hverju ekki að kveða sterkt upp úr með að bakkað skuli út úr því feni sem farið verður ofan í ef óbyrjur, lesbíur, hommar og konur á framabraut fá að leigja sér leg til afnota rétt eins og pósthólf!  Og auðvitað á það sama að gilda um þessa ógeðfelldu fósturflutninga hjá hryssum sem greint var frá í sumar.  Þetta eru siðferðisspurningar sem alþingismenn eru greinilega ófærir um að taka afstöðu til og því síður ríkisstjórnin. Samkynhneigðu hjúskaparlögin, ættleiðingarlögin og þetta leigulegsfrumvarp Ragnheiðar Elínar eru dæmi um siðferðishnignun og firringu valdastéttar sem skirrist ekki við að vega að grunnrótum samfélagsins, fjölskyldunni, á allan mögulegan hátt.
mbl.is Vilja vísa staðgöngumæðrun frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar húmor í stjórnmálastéttina

Þetta eru svo húmorslaus kvikindi að ég er eiginlega hættur að ergja mig yfir því sem þau segja og gera. Bít bara á jaxlinn og vona að það verði kosningar sem fyrst

Málþófið er merki um minna en meðalgreind

Það er erfitt að sjá tilgang þingmanna stjórnarandstöðunnar með þessum málfundaræfingum sem við verðum vitni að nánast hvern einasta dag sem fundað er á Alþingi. Þetta segi ég þrátt fyrir að mér finnist lítið vit í flestu sem meirihlutinn er að gera. En þetta er sú stjórnskipun sem við byggjum á. Meirihlutinn ræður og þá skiptir einu hvort hlutföllin eru 32:31 eða 45:18.

Varðandi frumvarp forsætisráðherra um Stjórnarráð Íslands, þá liggur fyrir í hverju ágreiningurinn liggur en sá ágreiningur er ekki afsökun fyrir að tefja þingstörf. Ég hlustaði á nokkrar ræður stjórnarandstöðuþingmanna í morgun og það kom ekkert nýtt fram, bara endalausar endurtekningar á sömu gagnrýni og fram hefur komið áður. Gagnrýni sem er réttmæt en skiptir samt engu máli því ríkisstjórnin telur sig hafa þingmeirihluta fyrir þessu máli og þá ber að hlíta því.  Seinna má svo breyta þessum lögum eða afnema þau ef vilji stendur til en það er bara seinni tíma ákvörðun.

Og eins þykir mér hlálegt þetta væl um hver stjórni þinginu. Þessi ríkisstjórn er ekki að gera annað en fjórflokkurinn hefur tíðkað í áratugi með þegjandi samþykki allra, að forseti Alþingis er ígildi ráðherra og þar með hefur framkvæmdavaldið tekið yfir stjórn þingsins í raun. Þessu verður varla breytt á meðan ráðherrar koma úr röðum þingmanna. 


mbl.is Ekki samboðið Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Margrét Pála talar

þá þegi ég ........og hlustaHalo
margretpalaolafsdottir_1109370.jpg


Þjóðvegur 60

Norðanverðir Vestfirðir eru nú loksins komnir í þokkalegt vegasamband við þjóðveg 1, Hringveginn.  Sama verður ekki sagt um sunnanverða Vestfirði og Barðastrandasýslu.  Samt hefur ekki staðið á Vegagerðinni eða samgönguyfirvöldum eins og  allir vita sem með þessu makalausa máli hafa fylgst í gegnum tíðina. Það er galli á löggjöfinni, þegar landeigendur og umhverfisfasistar geta lagt steina í götu samgöngubóta eins og gerðist þegar áætlaðar samgöngubætur voru stöðvaðar af Hæstarétti. En menn skulu hafa í huga, að það var ekki ætlunin, að koma landeigendum í Þorskafirði í vegasamband við sunnanverða Vestfirði, það átti að greiða leið allra hinna um Þorskafjörð.  Á þessu flaskaði Hæstaréttur og tók sérhagsmuni fram yfir almanna hagsmuni enn og aftur. Við því er ekkert svar.  Dómur Hæstaréttar er endanlegur og það verður ekki lagður vegur gegnum Teigsskóg.  En af hverju þarf vegurinn að liggja í gegnum Þorskafjörð?  Ef tilgangurinn er að bæta samgöngur við þéttbýlið við Arnarfjörð og Tálknafjörð þá væri miklu betra að þjóðvegur 60 myndi liggja um Reykhólahrepp og þaðan yfir í Gufudalshrepp með göngum undir mynni Þorskafjarðar (ca. 3.5 kílómetra leið).  Með þessu þá yrðu allir ánægðir.  Sérstaklega "landeigendurnir" í Þorskafirði sem fengju að vera alveg í friði fyrir umferð um sinn kræklótta birkiskóg. Reykhólar þurfa að vera í alfaraleið. Til þess þarf að breyta vegastæði þjóðvegar 60

Tillögur Ögmundar eru svo náttúrulega svo mikil vitleysa að það þarf ekki að ræða þær.  Enda mun samgöngunefnd örugglega leggjast á móti þeim


Bugaðir Vestfirðingar

Ef vestfirskum smábátasjómönnum er alvara með þessari ályktun þá er illa komið fyrir Vestfjörðum.  En kannski er kjarninn löngu fluttur suður í leit að góðærinu. Og mönnum er vorkunn. Þegar stjórnvöld taka lífsbjörgina frá stoltu fólki þá bugast þeir sem fyrir óréttlætinu verða.  Og sérstaklega ef enginn tekur upp hanskann og er tilbúinn að berjast fyrir áframhaldandi búsetu á Vestfjörðum.  Þingmenn fjóðungsins eru handónýtir og enginn skilningur er á byggðavandanum meðal ráðherra VG og SF.

En það er mikill misskilningur að byggðastefna ESB leysi atvinnuvanda Vestfirðinga. Þann vanda leysa aðeins þeir sjálfir þegar þeir átta sig á því að frumbyggjarétturinn er ofar óréttlátum fiskveiðistjórnarlögum.  Kvótakerfinu verður aðeins bylt með aðkomu sjómannanna sjálfra. Ykkar er valið.


mbl.is Vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherraræfill á plani

Að gaspra er gamall vani
og gildir einu
Þótt sé ráðherraræfill á plani
ég ræð ei neinu
mbl.is Stórskotaliðsárásir forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til varnar Ögmundi

Mér þykir Ögmundur slæmur stjórnmálamaður og ákvarðanafælinn með eindæmum. En nú er þó von um að þessir gallar hans komi landi og lýð að gagni. Vonandi stingur hann undanþágubeiðni kínverjans ofan í skúffu og eða þvælir málið eins og honum einum er lagið þannig að samráðherrar hans skilji hvorki upp né niður frekar en Karl Th.

Kaupum á jörð er ekki hægt að líkja við aðrar fjárfestingar svo sem eins og kaupum á verksmiðjum eða húsnæði. Þess vegna eru fyrirvarar í lögum um eignarrétt útlendinga á jarðnæði og auðlindum. Fyrst eigendur Grímsstaða vilja selja þá er rétt að ríkið taki jörðina eignarnámi og geri að þjóðlendu eða þjóðgarði.

Landsölulið Samfylkingar skilur ekki svona einfalda pólitík. Þetta lið með Össur í broddi fylkingar munu reyna að hafa áhrif á Ögmund og berja hann til hlýðni. Þess vegna er nauðsynlegt að við fylkjum okkur að baki honum í þessu máli og veitum honum stuðning.


Skýrsluiðnaðurinn

Með minnkandi andlegu atgervi alþingismanna þá hefur skýrsluiðnaðinum vaxið umtalsvert fiskur um hrygg. Núna má ekki leggja fram frumvarp á þingi eða fyrirspurn án þess að fá álit skýrslutækna fyrst. Og núna vill Ólína fá nýja skýrslu um skýrslu  sem nýbúið er að skila og var byggð á enn annarri skýrslu sem allt átti að leysa. Og þessi nýja skýrsla sem Ólína vill panta á  líka  að fjalla um byggðavanda Vestfjarða sem yrði þá líklega fjórða eða fimmta skýrslan um það efni á síðasta áratug. Hvurs lags fíflagangur er þetta?  Ef alþingismenn og stjórnmálamenn í umboði kjósenda hafa ekki lausnir á þeim vandamálum og álitamálum sem mæta þeim þá eiga þeir að fá sér aðra vinnu.  Stjórnmál snúast um mismunandi leiðir. Stjórnmál snúast ekki um álit hagfræðinga. Skýrsluiðnaðurinn er orðinn alltof yfirgripsmikill í íslenskri stjórnsýslu. Verktakar á sviði skýrslugerðar ættu að fara að sinna fræðastarfi og hætta að gefa álit út og suður um pólitísk ágreiningsefni.  Látum stjórnmálamennina standa fyrir máli sínu og taka ábyrgð á ákvörðunum sínum í stað þess að varpa alltaf ábyrgðinni á skýrslutæknana


mbl.is Vill úttekt á áhrifum núverandi kvótakerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband