21.6.2011 | 06:39
Má þá ræða rannsóknir Hafró?
Sjómenn stunda fæðurannsóknir á öllum tegundum fisks alla daga ársins og þeim er það öllum ljóst á hverju fiskar lifa aðallega. Það er svo með blessaða fræðingana að það þykja ekki vísindi sú þekking sem sjómenn og þá sérstaklega aflasælir skipstjórar hafa aflað sér á langri ævi. Þekking sem er samt margfalt áreiðanlegri heldur en fiskifræðingar öðlast með takmörkuðu úthaldi í nokkrar vikur ár hvert. Sjómenn hafa fyrir löngu bent á samspil minnkandi rækjuveiði og þess að allir flóar og firðir hafa verið fullir af þorski undanfarin 10 ár. En að þorskurinn sé farinn að éta sandsílið frá fuglunum og sjálfan sig líka eru alvarlegar ábendingar um offjölgun í þorskstofninum sem ber að taka alvarlega. Fiskifræðingar verða að fara að viðurkenna að þessi takmörkuðu röll, vor og haust ná engan veginn að mæla fjölda einstaklinga né stofnstærðir, svo neitt vit sé í. Það er ekki fyrr en grunnslóðin er orðin fisklaus sem þarf í raun að fara að takmarka veiðar. Færeyingar eru okkur miklu fremri í rannsóknum á lífríki hafsins. Færeyingar hafa reynt þorskeldi í sjó og það sem það kenndi þeim var að þegar þorskurinn náði ákveðnum þéttleika í kvíunum þá byrjaði hann að éta sjálfan sig. Og Færeyingarnir komust líka að raun um að sú vitneskja kom allt of seint því þorskurinn bíður ekkert eftir að vera grisjaður. Hann étur sjálfan sig löngu áður en hann verður uppiskroppa með aðra fæðu. Það er þetta sem sjómenn hafa verið að benda á í öll þessi ár. En aldrei hefur mátt ræða af sjálfskipuðum alvitringum á Hafró. Annars veit ég að það er ósanngjarnt að setja alla fiskifræðinga á Hafró undir sama hatt. Það vinna þar ágætis menn og konur en breytingarnar sem urðu á vinnubrögðum í þessari stofnun eftir að Jóhann hvalasérfræðingur var gerður að forstjóra, voru greinilegar. Þá var byrjað að búa til þessi líkön og mæla fjölda fiska í hafinu með aðferðum og tækjum sem voru alls endis ófullnægjandi. Þá komu menn með þessa heimskulegu kenningu að hægt væri að stækka stofna með friðun frá veiðum. Tilraunamennsku sem búið er að valda þessu þjóðfélagi óbætanlegum skaða og sem í raun setti hagkerfið á hliðina eins og marg oft hefur verið bent á.
Hafrannsóknarstofnun á fullan rétt á sér. En þar þarf að skipta um menn í brúnni og losa hana við afskipti LÍÚ. Haffrannsóknarstofnun þarf að starfa sjálfstætt að rannsóknum á raunverulegri hegðun fiska við mismunandi aðstæður án inngrips. Inngrip eins og það sem hér hefur verið stundað með aflastjórnun og kvótakerfinu hefur eyðilagt allar vísindalegar niðurstöður eins og allir sannir vísindamenn hljóta að viðurkenna.
Ef menn ætla að draga það eitthvað að auka veiðar núna þá eru menn að fremja alvarleg mistök. Mistök sem ekki verður hægt að bæta fyrir seinna meir Fiskateljararnir hafa úrslitavöld í þessu máli. Ætlar Jóhann nú að axla ábyrgð og segja af sér um leið og hann viðurkennir stórfelld afglöp í starfi eða eigum við enn og aftur eftir að týna fleiri hundruð þúsund tonnum vegna þess að fiskateljararnir eru með hausinn uppí rassgatinu á sér? Við eigum góðan mann að þar sem er Jón Kristjánsson, fiskifræðingur. Það er löngu tímabært að gera hann að forstjóra Hafrannsóknarstofnunarinnar.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2011 | 20:53
Um einkavæðinguna, Framsókn og Teit Atlason
Um væðingu einka og völdin
var vélað við grillið á kvöldin
Og Framsóknarmenn feng' að stela
frá ríkinu eignum og fela
sér sjálfum til sýslu og eignar
samkvæmt línum sem þá voru dregnar
Nú Kögunarforstjórinn kærir
og kvartar við Teit, sem hann ærir
og segir hann setj' á sig bletti
ef skrifi um svik hans og pretti
og upplogna ákæruliði
auminginn vill vera' í friði
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2011 | 19:54
Braskarar brjálast
Þessi frétt á Vísi.is er með því ósvífnasta sem ég hef séð lengi. Hópur braskara sem ætlaði sér að hagnast á lágu gengi Glitnis ætlar nú að stefna ríkinu og væntanlega krefjast bóta! Er ósvífninni engin takmörk sett?
Nær væri að höfða mál gegn Ingibjörgu Sólrúnu, Björgvini G. Sigurðssyni og Össuri Skarphéðinssyni fyrir að leyna innherjaupplýsingum um raunverulega stöðu bankakerfisins. Það að ISG og hennar fólk slapp við ákærur Alþingis þýðir ekki að ekki megi sækja þau til saka fyrir almennum dómstóli
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2011 | 18:33
Um RÚV og fölsun á tölum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2011 | 17:17
Þurfti mann sem bjó fyrir vestan
Áform stjórnlagaráðs að festa eignarhald þjóðar á villtum dýrastofnum, í stjórnarskrá eru meiriháttar mistök. Þessi áform verður að stöðva og það verður að fást niðurstaða í túlkun á auðlindahugtakinu áður en sett verða inn í stjórnarskrá merkingarlaus og óljós hugtök sem hafa ekkert lagagildi, hvorki sér íslenskt né þjóðréttarlegt. Í 20 ár höfum við haft í lögum ákvæði sem segir að nytjastofnar við Ísland séu sameign þjóðarinnar. Á þessu merkingarlausa ákvæði höfum við síðan byggt alla okkar umræðu um auðlindastjórnun ríkisins á fiskistofnum við Ísland. Er nema von að þjóðin sé afvegaleidd þegar samviskulausir stjórnmálamenn haga sér á svona ábyrgðarlausan hátt. Maðurinn er ekki herra náttúrunnar og hvíti maðurinn er ekki æðsti kynstofninn. Öld nýlenduveldanna og lénsherranna er löngu liðin. Að taka frá mönnum lífsbjörgina er að taka frá mönnum réttinn til að bjarga sér. Þess vegna getur enginn slegið eign sinni á villt dýr. Þess vegna eru áform um að eignarréttarvæða fiskstofna við Ísland regin mistök. Við erum frumbyggjar í eigin landi og frumbyggjarétturinn er heilagur. Öll áform stjórnvalda í þá veru að ríkisvæða fiskimiðin brjóta á frumbyggjaréttinum. Kvóti er aðferð til að eignarréttarvæða hlunnindi. Hlunnindi sem eiga að vera frjáls. Við höfum séð hvernig einkaaðilar hafa sölsað undir sig almannarétt á mörgum sviðum. Eggjatekja, dúntekja, berjatínsla, lax og silungsveiðar, rjúpnaveiðar eru víðast bannaðar eða selt dýrum dómum til forréttindahópa. Og nú á að leika sama leikinn varðandi fiskveiðar í sjó. Og til að blekkja almenning til að afsala sér frumbyggjaréttinum er honum talin trú um að hann muni njóta rentunnar! Auðlindarentunnar sem er hið nýja töfraorð sem alla á að gera ríka. Alveg eins og hlutabréfin í bönkunum 2007. Öll vitum við nú hvernig sú svikamylla var búin til og hverjir högnuðust á henni og hverjir núna eiga að borga tapið. Nákvæmlega sama á við um aðrar bólur sem blásnar eru upp til að blekkja auðtrúa almenning. Orkan, fallvötnin, kalda vatnið, heita vatnið. Ekkert af þessum gæðum koma til með að gagnast almenningi til lengri tíma litið. Gjaldskrár almennings munu hækka til að borga hagnað þeirra sem raunverulega hagnast.
Að menn skuli ekki átta sig á því hvað er að gerast er sorglegt. Það þurfti konu sem býr fyrir vestan til að draga vagn sjávarútvegsráðherra í gegnum þingið. Og nú þarf mann sem einu sinni bjó fyrir vestan, til að vekja athygli á vitleysunni sem stjórnlagaráð er í þann veginn að fremja að undirlagi spilltra stjórnmálamanna
Stjórnarskrármálið | Breytt 9.2.2013 kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2011 | 22:08
Sérfræðinganefnd Jóns Bjarnasonar
Mannvalið í þessari nefnd vekur spurningar um hæfi nefndarmanna. Sérstaklega skipun Gunnlaugs Júlíussonar hagfræðings sem vann sér það eitt til frægðar á sjálfstæðum starfsferli að setja útgerðarfyrirtækið Jökul á Raufarhöfn á hausinn og selja síðan kvótann og togarann og braska með andvirðið í bréfum sem urðu síðan verðlaus. Þetta gerði Gunnlaugur þegar hann var sveitarstjóri á Raufarhöfn. Er þessum manni eitthvað frekar treystandi núna?
Og til hvers er nefndin að blanda inní þessa úttekt, starfi endunarskoðunarnefndarinnar? Sú nefnd klofnaði og þeesi frumvörp Jóns byggja á engan hátt á starfi þeirrar nefndar. Þessi frumvörp eru pólitísk stefnumörkun og hagræn áhrif þeirra er ekki hægt að mæla með aðferðum byggðum á auðlindahagfræði. Auðlindahagfræðin gengur út á að hámarka afrakstur takmarkaðra gæða. Sérfræðinganefndin átti náttúrulega að skila inn umboði sínu með þeim rökum að ekki sé hægt að leggja hagrænt mat á pólitískar ákvarðanir. þar séu allt aðrar forsendur að baki ákvörðunum.
Hér er ekki skortur á sérfræðingum. Hér er hins vegar skortur á að menn fjalli um það sem þeir hafa best vit á. Hér eru fiskifræðingar og hagfræðingar að fjalla um pólitík alla daga og pólitíkusarnir þykjast best til þess fallnir að fjalla um hagfræði og fiskifræði. Svona er Ísland í dag
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2011 | 22:10
Ríkisstofnanir sem mætti leggja niður
Í fréttum helgarinnar koma 2 ríkisstofnanir við sögu. Ríkisstofnanir sem ætti tafarlaust að leggja niður og eða sameina öðrum. Umhverfisstofnun lokar fyrir aðgengi ferðamanna að Dyrhólaey á hæpnum forsendum og í óþökk íbúa á svæðinu og Siglingastofnun bannar einkaaðilum að nota Landeyjarhöfn til farþegaflutninga þrátt fyrir að engin öryggisrök styðji þá gerræðislegu ákvörðun.
Ég er eindreginn talsmaður þess að valdi sé dreift. Í báðum þessum dæmum sem ég nefndi, á ákvörðunarvaldið að vera hjá heimamönnum en ekki hjá einhverjum skrifstofublókum fyrir sunnan. Og til þess að vernda rétt almennings gegn óhæfum sveitastjórnum þarf nauðsynlega að koma hér á stjórnsýsludómstóli. Tökum sem dæmi díoxíneitrunina frá sorpbrennslunum. Ef ábyrgðin hefði alfarið verið hjá sveitastjórnum þá hefðu íbúar Ísafjarðar löngu verið búnir að láta loka Funa. En þegar ábyrgðin er ekki hjá þeim sjálfum þá geta óhæf yfirvöld þvælt og dregið aðgerðir í það óendanlega og varpað af sér allri ábyrgð á röngum ákvörðunum eins og Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga, gerði.
Og Siglingastofnun hefur rækilega sannað í öllu sem viðkemur Landeyjarhöfn, hversu óhæft það lið er til að taka réttar ákvarðanir. Hlutverk hennar á að vera sem mest í höndum heimamanna. Alla vega væri þá verið að flytja störf út á land. Af hverju ekki að búa til störf Umhverfisfulltrúa og Öryggisfulltrúa í öllum stærri sveitarfélögum sem tækju yfir almennt eftirlit sem nú er í höndum Umhverfisstofnunar og Siglingastofnunar? Er ekki nær að akvarðanir um siglingar til Landeyjarhafnar séu teknar af heimamönnum? Ekki datt mönnum í hug að loka flugvellinum þótt Eimskip tæki yfir rekstur Herjólfs, eiga einhver önnur sjónarmið við varðandi ferjusiglingar?
Það er með þetta eins og fiskveiðistjórnunina. Hvenær ætlar fólkið að vakna og krefjast réttar síns. Þessi skerðing á réttindum fólks og frelsi til eigin athafna er löngu komin út yfir öll mörk. Ef fólk vill ekki að fasisminn taki hér við þá þarf það að krefjast réttar síns. Og ef ekki með góðu þá með illu. Það er hægt að hrekja stjórnir frá völdum en það dugar skammt ef sama fólkið er kosið til valda strax aftur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2011 | 17:37
Hverjir setja lögin?- Hverjir semja lögin?
Alþingi og forseti fara með lagasetningavaldið segir í stjórnarskránni. Þetta ákvæði túlka stjórnmálamenn að eigin geðþótta. Þeir gerðu samning við ESB og afhentu þar með ESB lagasetningarvaldið í öllu sem ekki varðar landbúnað og sjávarútveg. Lagasetningavaldið varðandi landbúnað hefur alltaf verið í höndum bænda og lagasetningavald í málum sem varða fiskeveiðistjórn hafa verið í gíslingu stórútgerðarinnar undan farin 20 ár. (EES samningurinn var gerður 1992)
Forsetinn túlkaði stjórnarskrána þannig í vetur að lagasetningavaldið sé í höndum þjóðarinnar og neitunarvald hans aðeins framlenging á því valdi. Ég er sammála þeirri túlkun forsetans. Þingræðið með tilheyrandi alræði framkvæmdavaldsins er slæm stjórnskipun. Þingið er í raun valdalaust. Á vorþinginu lagði Jón Bjarnason fram 2 frumvarpsbastarða til breytinga á kvótakerfinu. Enginn veit hverjir sömdu þessi frumvörp. það fæst ekki gefið upp en augljóst er að hagsmunaaðilar með Guðjón Arnar í fararbroddi hafa soðið þessi frumvörp saman. Guðjón Arnar Kristjánsson var kjörinn á þing til að berjast gegn kvótakerfinu. En barátta hans og hans manna gegn kvótakerfinu endaði þegar hann og hans fylgismenn á Vestfjörðum höfðu komið sér fyrir í aflamarkskerfinu.Og núna á að leika sama leikinn með strandveiðikerfið. Örn Pálsson er því að vonum sáttur.
Hér þarf að spyrna við fótum og breyta fiskveiðistjórnarkerfinu án þess að hagsmunaaðilar hafi nokkuð um það að segja. Þessi aðferð að kasta inná þingið bastarði til málamynda er hneyksli. Og afgreiðsla alþingis á þessu máli öllu er þeim þingmönnum til minnkunar sem að því komu. Ef forsetinn væri samkvæmur sjálfum sér myndi hann vísa þessum lögum til þjóðarinnar. Og samfara þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu ætti að gefa þjóðinni kost á að velja á milli kvótakerfis eða sóknardagakerfis við stjórn fiskveiða. Ekki þennan málamyndagerning Jóhönnu að þjóðin fái bara að velja á milli kvótabrasks ríkisstjórnar eða kvótabrasks kvótagreifa.
Gísli Baldvinsson, Eyjubloggari, er ekki heldur sáttur við þessa afgreiðslu. En er hann tilbúinn til að láta fara fram hlutlausa úttekt á þjóðhagslegum áhrifum kvótalaganna og þeim vísindalegu forsendum sem byggt er á? Hingað til hefur engin slík úttekt farið fram. Fiskifræðingar Hafró njóta verndar stjórnmálastéttarinnar og þá má ekki gagnrýna. Samt höfum við dæmi í nágrenni við okkur þar sem friðunarkenningum hefur verið hafnað og árangurinn hefur verið þveröfugur á við það sem ICES og íslensku fiskifræðingarnir í Hafrannsóknarstofnuninni hafa haldið fra. Reynsla Færeyinga, Norðmanna og Rússa segir okkur svart á hvítu að stefna Hafró er röng. Og svo vogar Jón Bjarnason sér að afhenda ICES úrslitavald varðandi leyfilegt aflamagn hér næstu 4 ár! Og skipar svo nefnd til að taka út reiknireglur Hafró sem í sitja þessir sömu menn og bjuggu til þessi líkön og vinna eftir þeim. Er Jón svona heimskur eða trúgjarn? Hvar nema á Íslandi getur það gerst að menn séu látnir taka út eigin verk??
![]() |
Geta nokkuð vel við unað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2011 | 22:58
Hin ævarandi skömm biskupsins
Nú kirkjan er komin í vanda
því Karl lét á refsingu standa
gegn biskupi, klerki og kempu
sem klæddur var skósíðri hempu
Og áfram lét Ólafi líðast
að áreyta stúlkur og níðast
á góðum og guðhræddum börnum
sem gátu ekki komið við vörnum
Svo ranglega ríkti hér friður
reynt var að þagga allt niður
Sekt biskupsins þótti þeim hæpinn
þvi að prófastar blessuðu glæpinn
Og áfram því stóð þar í stafni
og strauk þeim í frelsarans nafni
biskup, um barma og rassa
barna sem hann var að kjassa
- barna sem hann átti að passa -
Ef allt hefðu haft upp á borðum
Hjálmar og Karl hérna forðum
og kennd látið réttlætis ráða
nú reka ei þyrftum þá báða
Tækifærisvísur | Breytt 12.6.2011 kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2011 | 15:43
Eru fatlaðir afgangsstærð á Sólheimum?
![]() |
Málefnaleg ákvörðun eða brot á jafnræðisreglu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)