Hafna ber ríkisafskiptum af sjávarútvegi

Frumvörp þau sem nú liggja fyrir þinginu um breytingar á fiskveiðistjórninni eru ömurlegur vitnisburður um þá ríkisvæðingu sem hér hefur markvisst verið unnið að undir forystu núverandi stjórnarflokka. Alræði stjórnmálastéttarinnar má vel kalla þessa stefnu þar sem sífellt er verið að setja lög og reglur sem takmarka rétt borgaranna en auka að sama skapi heimildir ríkisins og þar með stjórnmálastéttarinnar til að ráða fyrir þjóðinni. Ótal dæmi höfum við séð en engin samt jafn vitlaus og þessi 2 frumvörp Jóns Bjarnasonar um breytingar á fiskveiðistjórnarlögunum. Þeir sem á annað borð nenna að lesa þessa þvælu sjá að tilgangurinn er aðeins einn og hann er sá að veita stjórnvöldum alræðisvald við stjórn fiskveiða og úthlutun aflaheimilda.  Í staðinn fyrir minna frumvarpið hefði allt eins getað verið ein viðbót sem segði að sjávarútvegsráðherra gæti að eigin geðþótta sett reglur um allt sem lyti að stjórn veiðanna.  Því um það snýst þetta frumvarp.

Ég hafna þessari alræðisstefnu. Ríkisafskiptin hafa alltaf komið atvinnuvegunum í þrot. Offjárfestingin í skuttogurunum á árunum 1970-1980 var alfarið á ábyrgð stjórnmálamanna og tilheyrandi kjördæmapots. Og gengisfellingarnar voru alltaf að beiðni fiskvinnslunnar og sölusamtakanna sem voru líka undir stjórn pólitukasanna í samræmi við helmingaskiptaregluna. Kvótakerfið og framsalið hefur svo núna síðustu ár leitt af sér aflasamdrátt upp á 200.000 tonn í þorski og fækkað störfum í sjávarútvegi um 10.000 ársverk. Allt í nafni hagræðingar hinna fáu á kostnað lífsafkomu hinna mörgu. Í þetta kerfi vilja stjórnmálamenn nú halda, bara ef þeir fá að braska með kvótann en ekki greifarnir. Hin skapandi hugsun er ekki til á þingi. Alþingismenn sem vilja setja lög eins og núna stendur til að gera eru ekki að vinna í þágu heildarhagsmuna þjóðarinnar. Og útgerðarmenn og sjómenn sem vilja óbreytt kerfi eru bara að hugsa um eigin hag. Þetta er sorglegt þegar staðreyndin er sú að það er hægt að tvöfalda kökuna til hagsbóta fyrir alla. Bara með því að aflétta afskiptum ríkisvaldsins af fiskveiðistjórninni og taka upp markaðsdrifna sóknarstýringu án afskipta stjórnmálamanna og ráðherra. Það eru til margfalt betri leiðir til að stýra sókninni heldur en kvótasetning. Það er löngu tími til kominn að aflétta hér ríkisstyrktu lénskerfi í sjávarútvegi og auka atvinnufrelsið í greininni.   Við getum margt lært af Færeyingum.  Til dæmis hvernig á að skrifa stjórnarskrá og stjórna fiskveiðum.


Eru þetta vísindi?

Samkvæmt útgefnu aflamarki  fiskateljaranna þá er stofnstærð þorsks akkúrat 970.000 tonn.  Veiðistofn samkvæmt "vísindum" Hafró, er 4 ára og eldri fiskur. Hann er 885.000 tonn.  Þessi tala er alger ágiskun. Samkvæmt áliti skipstjóra og sjómanna er veiðistofninn mun sterkari. "Svarta skýrslan" kom út árið 1975. Þar sagði - að "ef ekki yrði farið að tillögum stofnunarinnar um 230 þúsund tonna árlegan þorskafla - myndi stofninn hrynja" Stofnstærð þorsks var um 800 þúsund tonn árið 1975 eða svipuð og núna. Veitt var að meðalatali 360 þúsund tonn árlega, árin 1975-1980. Við þessa meintu "ofveiði", stækkaði þorskstofninn jafnt og þétt og var stofnstærðin orðin 1600 þúsund tonn árið 1980.

Miðað við gott ástand í hafinu og nægt fæðuframboð þá er nauðsynlegt að veiða nógu mikið af þorskinum áður en hann stækkar svo mikið að hann fari að éta sjálfan sig og ýsuna líka  Af hverju ekki að læra af reynslunni? Þessi aflaregla er bull. Það er fæðuframboð þorsksins sem skiptir mestu máli. Núna er lag að auka veiðar í 300.000 tonn.  Samkvæmt reynslunni mun stofninn samt stækka. 


mbl.is Þorskkvóti eykst samkvæmt veiðireglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglugerðarsamfélagið

Ef einhver efast um á hvaða leið íslenskt samfélag er, þá þarf ekki annað en skoða lagasetningu á Alþingi. Lög sem eru náskyld lögum um stjórn fiskveiða voru sett 1997 og heita 

Lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

þar er ráðherra gefið vald til að setja reglugerðir um nánari útfærslu,  allt að eigin geðþótta.

1)Rg. 262/1977 (um lágmarksstærðir fisktegunda), sbr. 311/1977. Rg. 143/1979 (um veiðar á sandsíli). Rg. 6/1984 (um eftirlit með afla og úthaldi á fiskveiðum). Rg. 285/1985 (um loðnuveiðar). Rg. 373/1985 (um leyfisbindingu veiða). Rg. 113/1988 (um veitingu veiðileyfa), sbr. 539/1989. Rg. 128/1988 (um grásleppuveiðar), sbr. 4/1990. Rg. 492/1993 (um ígulkeraveiðar), sbr. 482/1994. Rg. 198/1995 (um bann við rækjuveiðum á Skötufirði og innanverðu Ísafjarðardjúpi). Rg. 609/1995. Rg. 334/1997 (um dragnótaveiðar). Rg. 24/1998 (um möskvamæla og framkvæmd möskvamælinga). Rg. 150/1998 (um mælingar á fiskilestum), sbr. 445/1999 og 359/2007. Rg. 739/2000 (um gerð og útbúnað smárækjuskilju). Rg. 543/2002 (um möskvastærðir og útbúnað varpna til veiða á botnfiski, rækju og humri), sbr. 39/2003, 84/2003, 425/2003, 412/2008 og 494/2008. Rg. 202/2004 (um friðun blálöngu á hrygningartíma), sbr. 252/2010. Rg. 701/2004 (um takmarkanir á heimild til veiða á kúfiski), sbr. 670/2006. Rg. 396/2005 (um úthafsrækjuveiðisvæði og notkun seiðaskilju við rækjuveiðar), sbr. 667/2005, 239/2009 og 282/2009. Rg. 115/2006 (um þorskfisknet). Rg. 505/2006 (um gerð og útbúnað meðaflaskilju við veiðar á uppsjávarfiski). Rg. 724/2006 (um gerð og útbúnað smáfiskaskilju og notkun á 155 mm poka í botnvörpu). Rg. 611/2007 (um takmarkanir á heimild til veiða á kröbbum). Rg. 196/2009 (um hrognkelsaveiðar), sbr. 261/2009 og 412/2009. Rg. 1051/2009 (um veiðar á sæbjúgum), sbr. 93/2010. Rg. 214/2010 (um humarveiðar), sbr. 802/2010. Rg. 923/2010 (um veiðar á skötusel í net). 

Finnst mönnum þetta eðlilegt að afhenda einum manni/einum flokki slíkt alræðisvald?


Reglugerðarríkið er atlaga að sjávarútvegi

Ég hef áður bloggað um það geðþóttavald sem ráðherrum er veitt og hefð er fyrir á Alþingi Íslendinga. Í nýju lögum um ráðstjórn Jóns Bjarnasonar er honum veitt heimild í yfir 60 greinum til að setja nánari reglur um útfærslu laganna. Svona er öll stjórnsýslan undirlögð geðþóttaákvörðunum ráðherranna. Þetta hefur verið sérstaklega skaðlegt þar sem hagsmunasamtök atvinnulífsins hafa hreiðrað um sig í viðkomandi ráðuneytum og ekkert er gert nema að bera það undir þá fyrst.

Núna situr í ráðuneyti sjávarútvegsmála, maður sem lætur ekki að stjórn!  Þess vegna eru hagsmunaaðilar brjálaðir.  Þeirra eigin kerfi hefur snúist gegn þeim. 


mbl.is Atlaga að sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta sjálfum sér um kennt

Sjómenn og útgerðarmenn geta að stærstum hluta kennt sjálfum sér um hvernig nú horfir um geðþóttastjórnun fiskveiða á Íslandi. Gullgrafarahugsunarháttur þeirra sjálfra beinlínis reð því að allur fiskur var settur inní kvóta og greininni þar með lokað. Og núna standa þeir sem áður seldu sig út úr kerfinu með miklum hagnaði margir hverjir og heimta frjálsar handfæraveiðar.  Ég skil alveg að þeir sem fyrir eru sætti sig illa við þessa stöðu mála. En ef hér á ekki að ríkja hafta og skömmtunarkerfi stjórnmálamanna í veiðistjórnun um ókomin ár þá verðum við að hætta að hugsa svona að þessi eða hinn hafi selt svo og svo mikið og eigi því minni rétt en aðrir. Nú þurfa allir að leggja saman krafta sína og krefjast þess að kvótakerfið verði lagt af með einu pennastriki og hér taki við landshlutastýrð sóknarstýring með auknu frelsi til handfæraveiða fyrir atvinnusjómenn. Að lögvernda þessa mikilvægustu atvinnugrein okkar er löngu tímabært. Mér finnst að það eigi að gilda sömu reglur um fiskimenn og t.d kjötiðnaðarmenn eða fisktækna eða fiskmatsmenn.  Fiskimenn eru að handleika matvæli í störfum sínum og oft af mikilli vankunnáttu sem skilar sér í lélegri vöru. 

Alþingismenn og almenningur virðist ekki skilja um hvað málið snýst. Þess vegna þurfa útgerðamenn og sjómenn að semja frið og krefja fiskifræðinga sem bera ábyrgð á þessu kerfi, skýringa af hverju ekki sé leyft að veiða eins og afrakstursgeta stofnanna þolir  OG sjómenn og skipstjórar þurfa að upplýsa samviskulega um hve miklum fiski er kastað og hve miklum fiski landað fram hjá vigt. Aðeins þannig er hægt að átta sig á hve mikið er í raun veitt hér við land og reikna út þau verðmæti sem sóað er árlega. Helvítis ruglið um hagkvæmnina í kerfinu verður að reka öfugt ofan í handbendi kvótagreifanna sem titla sig í áróðursherferðinni sem hagfræðinga. og þá kannski líka átta fiskifræðingar sig á skekkjum í tölulegum upplýsingum.  Ekki það að ég taki mikið mark á þessum gögnum, en ég veit bara að brottkastið veldur miklu meiri skekkju en viðurkennt er í dag.  Og afrakstursgeta fiskstofnanna er margfalt meiri þrátt fyrir illa umgengni og rányrkju síðustu 25 ára.  Það þarf að einangra kvótagreifana í þessari umræðu því þeir hafa annarleg sjónarmiðað verja.  95% af sjómönnum og útgerðarmönnum hafa sömu hagsmuni og þjóðin í þessu máli.  Það er að kvótakerfið verði lagt niður. Útgerðamenn, þaggið niður í þessum 80 köllum og kellingum sem ráða yfir 80% af öllum kvóta og látið rödd ykkar heyrast. Ef þið gerið það ekki þá dæmið þið sjálfa ykkur til að vera áfram leiguliða í lénskerfi  stórútgerðarauðvaldsins sem á stjórnmálastéttina og flokkana.


mbl.is Mikil skerðing á Austfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunið endurtekið

Fyrir hrun var sagt að allt besta fólkið hefði verið ráðið í vinnu af glæpagenginu í bönkunum. Þannig hafi fjármálaeftirlitið verið gert tannlaust og óstarfhæft.  Þessi kenning er örugglega rétt. En lærðu menn eitthvað af þessu?  Ekki er svo að sjá.  Í dag eru allir bestu lagatæknarnir í vinnu hjá þessum sömu gangsterum en nú við að hjálpa þeim að komast hjá réttlátum refsingum og þess vegna hefur saksóknaraembættið ekki á að skipa hæfasta fólkinu og dregur því í lengstu lög að leggja til atlögu við glæpagengin í jakkafötunum. Þetta er ólíðandi.  Og við eigum að bregðast við með því að útiloka þetta lögfræðingastóð, sem tekur þjófstolin laun fram yfir borgaralega skyldu, frá öllum verkefnum á vegum hins opinbera í framtíðinni. það er tími til kominn að allir átti sig á að sérhver ákvörðun hefur afleiðingar.  Góðar jafnt sem slæmar. Handbendi glæpamanna eiga líka að hljóta dóma. það er nauðsynlegur þáttur í siðvæðingunni

Stórþjófar ganga enn lausir

Alveg er það makalaust hvað gengur seint að sakfella þessa stórþjófa sem fóru ránshendi um íslensku fjármálafyrirtækin á frjálshyggjuárunum fyrir hrun. Þetta lið sem kom undan fúlgum fjár í aflandsfélög í skattaparadísum berst nú um á hæl og hnakka með hjálp þjófsnauta í gervi verjenda. Því hvað annað er hægt að kalla þetta lögræðingastóð annað? Það vita allir að Jón Ásgeir er að borga sínum lögfræðingum með stolnum auð. Í Baugsmálinu var þjófapakkið dæmt fyrir skattaundanskot og þjófnað á almannafé. Sem er annað orð yfir brot á hlutafélagalögum. Jón Ásgeir hefur greitt verjendum sínum hundruð milljóna í gegnum tíðina. Peninga sem áttu með réttu að renna í ríkissjóð í formi skatta og gjalda fara í staðinn til þjófsnautanna fyrir að komast hjá að greiða þessa skatta og skyldur. Það er skömm að þeim lögfræðingum sem gerast þjófsnautar. Og það er skömm að því að sérstaki saksóknari sé ekki búinn að gefa út fleiri ákærur og það er skömm að því að dómskerfið sé svona svifaseint þegar kemur að því að rétta yfir og dæma hvítflibbaglæpamenn. Það vefst ekki fyrir þeim að dæma snærisþjófa eða nauðgara sem nauðga fullum kellingum en þegar stórþjófar og hvíflibbaglæpamenn nauðga heilli þjóð þá draga allir lappirnar.  Það er skömm að þessu
mbl.is Réð ekki ákvörðunum Byrs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um þjóðareignarhugtakið

Ég sakna rökræðu hér á þessu bloggi um þann skilning minn að þjóð geti ekki slegið eign sinni á það sem ég kalla hlunnindi til aðgreiningar frá auðlindum.  Ég er að tala aðallega um villt dýr, spendýr , fugla og fiska.  Ég veit ekki um neina þjóð sem hefur í stjórnarskrá, slegið eign sinni á þau dýr sem lifa villt í náttúrunni en hins vegar hafa allar þjóðir helgað sér nýtingarrétt til að veiða og vernda eftir því sem við á. Frumbyggjaréttur hefur í þessu sambandi verið viðurkenndur af alþjóðasamfélaginu. En Íslendingar, þetta furðulega ættbálkasamfélag hirðir ekki um þjóðarrétt frekar en mannréttindi þegnanna. Með fiskveiðistjórnarlögunum 1991 slógu Íslendingar eign sinni á fiskstofnana í hafinu við Ísland og í framhaldinu gáfu spillt stjórnvöld mjög fámennum hópi kvótagreifa, heimild til að eignfæra þessi hlunnindi sem eiga bara að vera í umsjá okkar en ekki eigu. Þessi ólög eru enn í gildi þrátt fyrir að rekja megi lögbrotin í bönkunum varðandi markaðsmisnotkun og bókhaldsblekkingar til þessa skyndigróða sem var bara bóla.  Ætla hefði mátt að menn hefðu notað tækifærið sem bankahrunið olli til að strika þetta gervifjármagn út úr þjóðhagsbókhaldinu í eitt skipti fyrir öll.  En nei fyrirhyggjuleysið og skilningsleysið var algjört enda voru það siðblindir bankamenn og endurskoðendur sem helst voru fengnir til skrafs og ráðagerða við endurreisn fjármálakerfisins.

Alla tíð  hafa deilur staðið um þetta meinta eignarhald  á fiskinum í sjónum. En núna virðist svo komið að þjóðin hefur verið heilaþvegin og flest öllum finnst þetta vera hið besta mál bara ef ríkið braski með þessi gerviverðmæti.  Þar ræður náttúrulega mestu að stjórnmálastéttin vill ná og halda yfirráðum yfir öllum sameiginlegum verðmætum þjóðarinnar og ráðstafa þeim í eigin þágu og vildarvina. Þetta er hið raunverulega takmark.  En til að blekkja fólk þá er talað fjálglega um auðlindir og auðlindarentu sem allir gleypa við því fólk er fífl og er alltaf tilbúið til að láta ljúga að sér. Skoðum bara hvernig stjórnmálastéttin hefur slegið eign sinni á Þingvelli og útdeilir þar sumarbústaðalóðum til vina og ættingja eins og um sé að ræða þeirra einkaeign. Þannig fer um allar ríkiseignir. Þær enda alltaf í höndum flokksgæðinganna með einum eða öðrum hætti og með reglulegu millibili.  Þannig fór með kvótann og þannig verður farið með allar auðlindir í eigu þjóðarinnar ef við leyfum hugmyndum stjórnmálamanna um auðlindaákvæði að ganga eftir. Þess vegna svíður mér að engin almenn umræða er um þjóðareignar hugtakið í sambandi við breytingar á fiskveiðistjórnarlögum.  Ætla menn bara að láta þessar fyrirætlanir ganga eftir og brjálast síðan á blogginu í nokkra daga þegar of seint er að taka í taumana?

Íslendingar eru fífl en eru þeir raunverulega það mikil fífl eftir allsherjarhrunið 2008?  Sorrí en þjóðin getur bara alls ekki slegið eign sinni á fiskinn í hafinu. Fiskurinn er ekki auðlind og þess vegna á ekki að leyfa fjármagnseigendum að braska með þessi hlunnindi á kostnað frelsis og frumbyggjaréttar þeirra sem vilja stunda hér fiskveiðar að atvinnu. Það er allt í lagi að setja lög um veiðar og verndun ef þau lög hafa skírskotun í almannahag en að takmarka atvinnuréttindi manna með því að veita örfáum einkarétt til að veiða of lítið gengur ekki upp. Hér eru svívirðileg stjórnarskrárbrot látin viðgangast og öllum er sama!!   Og menn skulu ekki halda að neitt breytist þótt ríkið taki yfir þessi eignarréttindi sem búin hafa verið til á ólöglegan hátt.  Nýja fiskveiðifrumvarpið veitir ráðherra alræðisvald til að deila og drottna. Og hann setti meira að segja inn sérákvæði um kvóta til áframeldis á þorski.  Ákvæði til að tryggja syni sínum öruggt ævikvöld á kostnað okkar hinna. Spilling- Spilling - Spilling!

Þegar við stækkuðum efnahagslögsögu okkar í 200 mílur, vorum við ekki að slá eign okkar á fiskinn sem syndir innan lögsögunnar. Við tókum okkur hins vegar rétt til að stjórna veiðum og vernd. Því miður höfum við misfarið herfilega með þennan rétt.  Við leyfðum rányrkju með kvótasetningu og það var vísvitandi leyft að veiða alltof lítið magn af fiski til að stýra verði á mörkuðum.  Það er stóri glæpurinn.  Og þetta má ekki ræða.  kvótagreifar eru orðnir svo valdamiklir að þeir stjórna viðhorfum þeirra sem eru þeim háðir með atvinnu og lífsafkomu.  það er gífurleg ábyrgð sem atvinnuveitendur bera og þess vegna verður að berjast á móti því með öllum ráðum að hér verði til of stór fyrirtæki og viðskiptablokkir.  Kjörið tækifæri er að stýra því varðandi sjávarútveginn. Enda er frumbyggjarétturinn sem við eigum að byggja á varðandi nýtingu sjávarfangs, í eðli sínu einyrkjaréttur.  Frumbyggjarétturinn er nýtingarréttur ekki eignarréttur.

Með því að útrýma eignaréttar ranghugmyndum stjórnmálastéttarinnar , þá útrýmum við félagslegu ranglæti og fátækt. Reisum við fjárhag sveitarfélaga og sköpum nýtt og betra Ísland sem stjórnmálastéttin á ekki að fá heimild til að braska með undir yfirskini blekkinga um þjóðareign á náttúruauðlindum. Og skilið okkur Þingvöllum, helvítis aumingjarnir ykkar


Framsókn og Vinstri grænir ættu að sameinast

Ég fagna því að línur skýrist í hinu pólitíska litrófi. Ég hef lengi bent á þessa pólitísku undanvillinga sem hafa lent í vitlausum flokkum vegna eiginhagsmunapots. Ásmundur, Jón Bjarnason, Steingrímur J og Björn Valur eiga allir meira sameiginlegt með frjálslyndum miðjuflokki heldur en róttækum sósialistaflokki. Ég mæli með algerri uppstokkun. Evrópuaðildin klýfur alla flokka og því er raunhæft að þingflokkar íhugi alvarlega að mynda fylkingar með tilliti til stefnumála og hætti pólitísku valdatafli. Vinstri grænir fórnuðu sínum stefnumálum vegna valdasýki formannsins og náhirðar hans.  Þeirra fylgi mun hrynja. Þess vegna væri það pólitískt sterkt af þingmönnum VG að mynda bandalag með framsóknarmönnum á þingi með það fyrir augum að þessir flokkar renni saman og bjóði fram sem nýr flokkur í næstu kosningum. Því ég spai því að þessi stjórn lafi ekki út kjörtímabilið.  Við gætum frekar átt von á kosningum í haust miðað við ganginn í ESB viðræðunum.
mbl.is Taka Ásmundi Einari fagnandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmenn eru líka fól(k)

Í hálftíma háflvita sagði
Höskuldur, rangt eftir haft
En forseti brást við af bragði
og bjölluna barði ákaft

Ásta er einræðispíka
og óhæf í forsetastól
Því þarf að losna við líka
liðið sem völd henni fól

Mörgum varð ljóst fyrir löngu
að löggjafinn ónýtur er
En þjóðin hún stendur í ströngu
í streðinu bjargar hver sér

Og okkur, sem frelsarann forðum,
finnst mörgum mikilvægt enn
að tala við alla með orðum
og einnig við framsóknarmenn

LoL

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband