17.1.2011 | 15:28
Sorglegt
Frétt af mbl.is
Lögreglan girðir þinghúsið afInnlent | mbl.is | 17.1.2011 | 14:22

Þetta er þeim mun sorglegra af því þetta þarf ekki að vera svona.
Ef stjórnvöld hverju sinni gerðu meira af að hlusta á þjóðina þá væru menn sáttari. Það vita allir að enginn fær öllu sínu framgengt en þegar ríkisstjórn hlustar ekki heldur fer sínu fram í veigamiklum málum í trássi við þjóðina þá er hún að efna til ófriðar og átaka. Ekki mótmælendur
Þessi stjórn hefur tvo kosti um að velja:
1. Semja frið við þjóðina og endurnýja stjórnarsáttmálann
2. Slíta samstarfinu og leyfa nýjar kosningar.
ESB umsóknin og Icesave hefur klofið þjóðina í fylkingar. Þeim málum þarf að slá á frest.
Vinna þarf betur í skuldamálum heimila og setja fjármálafyrirtækjum skýrar reglur
Og að endingu þarf að stokka hér upp lífeyrissjóðakerfin. Þetta eru þau mál sem ríkisstjórnin þarf að taka til endurskoðunar. Hún nýtur lítils stuðning kjósenda hvað svo sem úrslitum síðustu kosninga líður og það er ólýðræðislegt af Jóhönnu Sigurðardóttur að reyna ekki betur að taka til tillit til krafna almennings. Við eigum ekki að þurfa að berja tunnur og kasta eggjum að óeirðalögreglu sem hýmir á bakvið girðingu
Læt svo að endingu fylgja með stöku lítið breytta sem birzt hefur áður á blogginu mínu
Ríkisstjórnar laskað lið
lýðsins ræði ekki skildi
Við sína þjóð að semja frið
Samfylkingin ekki vildi
![]() |
Lögreglan girðir þinghúsið af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2011 | 14:13
Mannorð
16.1.2011 | 23:00
Af hverju gengur svona hægt að draga menn fyrir dóm?


Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2011 | 22:09
Afnám kvótakerfisins og sjálfbærar veiðar

Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2011 | 21:28
Ef við göngum í ESB þá verða þorrablót bönnuð
Segjum NEI við ESB og þeirri forsjárhyggju sem þar ríkir
Við þurfum ekkert að vita hvað er í boði. ESB er í boði og ekkert annað. Notum áfram glóperur og fosföt í saltfisk og étum svo skemmdan mat á þorranum án afskipta ESB.
16.1.2011 | 20:01
Takk kærlega RÚV
16.1.2011 | 17:10
Sáttatilboð til LÍÚ í 10 liðum
- Allur botnfiskkvóti verður innkallaður strax
- Kvótafyrirkomulag á uppsjávartegundum helst óbreytt og allur viðbótarkvóti í þeim tegundum rennur óskiptur til núverandi útgerða. Kvótaafgjald fyrir þennan hluta kvótans verði % af aflaverðmæti upp úr sjó og takist af óskiptu
- Öll viðskipti með aflaheimildir verða bannaðar. 100% veiðiskylda
- Við endurúthlutun á leyfum til að stunda hefðbundnar botnfiskveiðar verði tekið tillit til atvinnuréttinda og sjómennska lögvarin sem iðngrein. Leyfi verði ekki bundin tegundum.
- Skylt verði að koma með allan afla að landi
- Allur afli á Íslandsmiðum verði seldur á Uppboðsmarkaði Ríkisins
- Engar greiðslur komi til vegna útgefinna veiðileyfa en af söluverði á markaði reiknist virðisaukaskattur sem renni í ríkissjóð
- Hafrannsóknastofnun fái nýtt hlutverk og fulltrúar hagsmunasamtaka eigi ekki sæti í stjórn hennar.
- Fiskveiðistjórnunarlögin verði tafarlaust numin úr gildi og ákvarðanir um afla falin fiskveiðiráði sem í sætu fiskifræðingar og reyndir aflaskipstjórar til jafns.
- Settar verði strangar reglur um veiðarfæri og landhelgislínur endurskilgreindar.

Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2011 | 15:57
Uppstokkun lífeyrissjóðakerfisins strax!

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2011 | 15:03
Ætlar enginn stjórnmálaflokkur að endurskoða EES samninginn?
15.1.2011 | 19:43
Auglýst var eftir álitum varðandi nýja orkustefnu

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)