18.1.2011 | 19:24
Helstefna Árna Sigfússonar
Býður ríkinu að taka yfir land og borholur HS Orku
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanessbæjar, vill bjóða ríkinu að kaupa land og orkuauðlindir sem Reykjanesbær keypti á sínum tíma af HS Orku. Árni segir bæinn vilja þannig koma til móts við þá sem vilja auðlindirnar séu í þjóðareigu. Þá segir hann að ef ríkið taki yfir sé það í mun betri samningsstöðu þegar kemur að leigutíma einkafyrirtækja á orkuauðlindunum, líkt og í tilviki HS Orku. Það auðveldi málið heilmikið.
Árni segir skuldastöðu sveitarfélagsins einnig spila inn í.,,Auðvitað hefur þetta kostað okkur heilmikið að kaupa land og auðlind og menn þekkja það að það er ekkert auðvelt fyrir sveitarfélög fyrir Reykjanesbæ að hafa lagt sig í slíkt verk. En vissulega myndum við þá lækka skuldir sem því nemur."
Er þetta ekki dásamlegur endir á frjálshyggju tilraunum bjánanna í Reykjanesbæ? Hvað segja heimamenn um þetta? Er ekki löngu tímabært að setja þennan mann af og skipa bænum fjárhaldsráð? Ekkert sveitarfélag á sér viðlíka sögu og Reykjanesbær undir hinni hreinu stjórn íhaldsins og Árna Sigfússonar. Og það þýðir ekki lengur að kenna brottför varnarliðsins um.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2011 | 17:49
Hrokinn og heimskan
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2011 | 16:56
Getur auðlind þá bara synt burtu?
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2011 | 15:56
Með óbragð í munni
18.1.2011 | 14:37
Langlundargeð landsbyggðarmanna
![]() |
Málin þurfa að skýrast fljótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.1.2011 | 13:56
Spunakall flækist í eigin spuna
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2011 | 13:27
Hin nýja ofurlaunastétt
Lögfræðingar maka nú krókinn sem aldrei fyrr. Þeir ganga sjálfala í rústum hrunsins og eru ósnertanlegir. Þessir menn sem ásamt endurskoðendum, báru höfuðábyrgð á að klæða svikagerningana í lagalegan búning. Þeir hinir sömu hagnast mest á hruninu. Í kjölfar hrunsins átti Alþingi að hafa það sem forgangsverkefni að stoppa upp í smugur sem lagatæknar nota til að snuða samfélagið. Þar ber hæst einkahlutafélagsformið þar sem mönnum er leyft að stofna félög í kringum sjálfan sig og komast þar með hjá að greiða almennan skatt af sínum launum. Það er enginn lögfræðingur svo aumur í dag að hann eigi ekki eitt eða fleiri félög til að svíkja undan skatti með. Og þótt svíðingunum sjálfum sé farið að blöskra og reyna nú að fela eigin ósóma með kennitöluflakki og nýjum nöfnum þá vitum við hver þeir eru. Lögfræðistofan Lex var mjög stórtæk í að búa til aflandsfélög fyrir bankana í þeirra svikamillum. Þeir létu meira að segja búa til sérstakt tölvuforrit til að stofna reikninga og flytja fé á milli reikninga. Lex tengist alþingismönnunum Bjarna Ben og Sigurði Kára og fyrrverandi alþingismanninum Sturlu Böðvarssyni. Fyrrum eigendur Lex eru nú að slíta öll tengsl við þetta auma fyrirtæki en enginn flýr sína fortíð á tölvuöld. Þetta er samt skýringin á viljaleysi þingsins til að breyta hér nokkru. Nepótisminn heldur hér öllu þjóðfélaginu í heljargreipum og núverandi Alþingismenn eru óhæfir til að taka á þeim raunverulega vanda sem þjóðfélagið er í.
Í nýlegu viðtali við Skúla Eggert Þórðarson vekur hann athygli á heimild yfirvalda til að slíta félögum sem ekki uppfylla lagaskyldur um skil á ársreikningum. Ef þessari heimild ráðherra væri beitt þá myndu eigendur þessara félaga verða persónulega ábyrgir fyrir rekstri þessara félaga, og þar með skuldum . Hvers vegna er þessari heimild ekki beitt? Hvers lags spilling og yfirhylming er í gangi? Afhverju fá sumir að sleppa við skuldir en ekki aðrir?
Eitt af því sem bíður Alþingis er að endurskoða lög um einkahlutafélög. það eru ekki almannahagsmunir að leyfa mönnum að svíkja undan skatti og fela fé og komast hjá því að greiða skuldir sínar.
18.1.2011 | 12:24
Einfalt mál fyrir Fjárlaganefnd
Viðskiptablaðið birtir í dag umsögn Gam Management um áhættuna fyrir ríkissjóð af að ábyrgjast greiðslur vegna icesave innlánasöfnunar Landsbankans.
Sviðsmynd 1: Gert er ráð fyrir auknum forgangi í útgreiðslur úr þrotabúi, þ.e. að hið svokallaða Ragnar Hall ákvæði falli TIF í hag. Metið er að heildarkostnaður við samningana lækki sem nemur um 30 ma. króna. Ástæðan er hraðari niðurgreiðsla höfuðstóls og sparnaður við vaxtakostnað. Samhliða lækkar gjaldeyrisáhætta. Hægt er að túlka sviðsmyndina sem hraðari og hærri endurheimtur en áætlun skilanefndar gerir ráð fyrir. Að auki er gert ráð fyrir 2% styrkingu krónunnar á ársfjórðungi.
Sviðsmynd 2: Gert er ráð fyrir endurheimtum samkvæmt áætlun skilanefndar Landsbankans ásamt styrkingu krónunnar um 2% á ársfjórðungi út líftímann.
Sviðsmynd 3: Gert er ráð fyrir óbreyttu gengi gjaldmiðla og áætlun skilanefndar um endurheimtur.
Sviðsmynd 4: Gert er ráð fyrir 2% veikingu krónunnar á ársfjórðungi út líftímann ásamt því að fyrsta greiðsla úr þrotabúi berist ekki fyrr en 1. janúar 2012 ásamt því að innheimtur úr þrotabúi lækki um 10% frá áætlun skilanefndar. Niðurstaða er hærri mörk heildarkostnaðar, 233 ma.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Öll skynsemi segir mér að Sviðsmynd 4, er mun líklegri niðurstaða ef tekið er tillit til núverandi stöðu efnahagsmála. Öruggt er að gengið á eftir að veikjast umtalsvert frá því sem nú er og efnahagshorfur á Bretlandi eða á evrusvæðina gefa ekki tilefni til bjartsýni um aukið verðmæti eigna gamla Landsbankans. Sá liður einn og sér er svo áhættusamur að hann nægir til að hafna þessum samningi. Alþingismenn sem taka ákvörðun í þessu máli eiga aðeins einn kost og það er að fella þessi lög. Ef við berum saman umsögn Gam Management við barnalega umsögn Seðlabankans þá sjáum við glöggt muninn á faglegum og ófaglegum vinnubrögðum. En í umsögn Seðlabankans ,segir sterk rök vera fyrir því nú að semja um Icesave, þrátt fyrir óvissu um efnahagslega þætti er samningunum tengjast. Í umsögninni kemur fram að erfitt sé að segja til um þróun efnahagsmála til langrar framtíðar, en þrátt fyrir það vegi bætt aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum upp óvissuþætti í samningunum. Einnig sé mikilvægt að hafa það í huga að úrskurður EFTA-dómstólsins, komi Icesave-deilan til kasta hans, gæti fallið Íslandi í óhag og þar með sett Ísland í mun verri stöðu en samningurinn nú segir til um.
Hér er þess að geta að mat Indefence er að áhættan af að tapa málinu fyrir dómstólum er metin um 130 milljarða. Mismunur er þessvegna 100 milljarðar. Og dæmi nú hver fyrir sig
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2011 | 17:14
Það vill hana enginn - þess vegna er hún á þingi

Siv Friðleifsdóttir á skrautlega fortíð í pólitík. Hún var á gullaldarárum framsóknar dubbuð upp í starf Umhverfisráðherra til þess eins að tryggja framgang Kárahnjúkavirkjunar sem var þá forgangsmál formannsins Halldórs Ásgrímssonar. Eftir brotthvarf Halldórs úr stóli formannsins þá hefur leið Sifjar legið niður á við. Hún bauð sig fram til formanns og tapaði, Hún vildi verða þingflokksformaður en tapaði þeirri kosningu líka og núna hefur kallinn hennar skilað henni heim til mömmu og vill hana ekki.
Tilefni þessarar færslu var að ég fór að velta fyrir mér hvers vegna við sætum uppi með akkúrat þessa alþingismenn en ekki einhverja hæfari og betri.
Niðurstaðan var sú að fólk er yfirleitt blint á eigin getu og hæfileika og svo er líka alþingismannastarfið það eina sem gerir engar hæfniskröfur!
Ekkert annað starf er svo lítilfjörlegt að ekki séu gerðar lágmarkskröfur til umsækjanda. Er ekki tímabært að við veltum þessu fyrir okkur?
17.1.2011 | 16:44
Ríkisstjórn á flótta
Ríkisstjórnin hefur gefist upp á að stjórna landinu. Á Alþingisrásinni blasa við okkur auðir stólar ráðherranna. Jóhanna sér engin tengsl á milli kjarasamninga og óvissunnar í sjávarútvegsmálum. Það er slæmt ef forsætisráðherra þjóðarinnar sér ekki samhengi hlutanna. Því allt er þetta samhangandi. ESB umsóknin, hvatinn að semja um Icesave, ráðning Más sem seðlabankastjóra, samningurinn við AGS og þessi linkind gagnvart fjármálastofnunum. Ein af kröfum búsáhaldabyltingarinnar var afnám bankaleyndarinnar. Á þetta hefur ekki verið hlustað. Stofnun bankasýslunnar og skipun kúlulánadrottningarsem forstöðumanns breytir engu. Engu er líkara en vísvitandi sé slegin skjaldborg um rotið kerfi laununga og baktjaldamakks.
Eitt af skyldum ríkisstjórnarinnar er að tryggja stöðugleika í atvinnumálum. Þegar undirstöðuatvinnuvegu þjóðarinnar er í uppnámi þá hefur það bein áhrif á stöðugleikann og þar með kjaradeiluna sem nú er í uppsiglingu. Ef Jóhanna sér þetta ekki þá þarf hún að stíga til hliðar fyrir hæfari manni. Allt bendir til átaka í þjóðfélaginu og upplausnar sem eingöngu verður skrifað á reikning óhæfrar ríkisstjórnar
![]() |
Þingmenn hafi ekki afskipti af bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)