Baráttan um fiskinn er hafin

guggan_strand.jpgÞorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf og Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf mættu á fund bæjarráðs í morgun og kynntu áhyggjur sínar af fyrirhuguðum breytingum á gildandi lögum um stjórn fiskveiða og hugsanlegum áhrifum á fyrirtæki og samfélagið á Akureyri og í Eyjafirði.

Bæjarráð leggur til að haldinn verði hið fyrsta almennur opinn fundur á Akureyri um fyrirhugaðar breytingar á gildandi lögum um stjórn fiskveiða. Fundurinn verði haldinn til að upplýsa almenning um málið og til að gefa fólki tækifæri til að leggja fram fyrirspurnir.

Einhvern veginn fannst mér það lýsandi fyrir þessa færslu að birta mynd af gömlu Guggunni sem strandaði i Meðallandsfjöru 2004. Samherji hafði sem kunnugt er keypt Guðbjörgina frá Ísafirði og flutt kvótann burt, þrátt fyrir loforð um annað. Þessi gjörningur markaði upphafið að því sem seinna varð alvanalegt. Kvóti var seldur frá sjávarþorpum og byggðarlög urðu fyrir miklum skakkaföllum. Vikapiltur Samherja frændanna, Kristján Júlíusarson núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins var þá bæjarstjóri á Ísafirði og má renna líkum að því að hann hafi gegnt svipuðu hlutverki við þau viðskipti eins og annar vikapiltur Samherja frændanna, Friðrik Jóhannsson gegnir nú við samningaviðræður við Tríton um kaup á hlut Framtaks sjóðsins í Icelandic Group. Samherji á þar mikla hagsmuni undir, því Icelandic Group sér um að fullvinna afla af frystiskipum Samherja fyrir Bandaríkjamarkað og í Frakklandi fyrir ESB markaðinn.Einkennandi er fyrir Þorsteinn Baldvinsson sem var í brúnni hjá Glitni þegar sá banki var rændur innanfrá af Jóni Ásgeir að hann berst ekki á og er ekki áberandi í umræðunni. Mér dettur alltaf í hug líkingin við hin þófamjúku rándýr sem læðast, og er sótt í ritgerð um siðblindu, þegar Þorsteinn Baldvinsson berst í tal. Samt er ég viss um að hann er langt í frá að vera siðblindur. Það er bara þessi skuggastjórnun sem er hans stíll. Hann á fullt af leppum til að ganga í skítverkin fyrir sig og því er það greinilegt að orrustan um fiskinn er hafin þegar Þorsteinn sjálfur gengur erinda Samherja í þrýstingi á pólitíkusa


Snobbelítan fær 30 milljarða ríkistyrk

harpa.jpgEin af stærstu mistökum sem gerð voru í kjölfar hrunsins var sú ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur Menntamálaráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur Borgarstjóra í Reykjavík að halda áfram byggingu og taka yfir fjármögnun tónlistarhúss við Reykjavíkurhöfn. Þessi framkvæmd sem var bara hola í jörðina og hafði ekki kostað ríkisjóð krónu átti að slá af. Forsendurnar voru rangar, arkitektúrinn ljótur og kostnaðurinn alltof íþyngjandi fyrir tóman ríkissjóð. Holan hafði enda heldur ekki fengið nafn og þarmeð ekki persónugerð. En vegna þrýstings frá menningarelítunni sem flest er flokksmenn í VG þá er þessi óábyrga ákvörðun tekin og núna er óskapnaðurinn risinn og hann skírður. Einnig ku vera byrjað að bóka í listviðburði fyrir fína fólkið. En mun það þurfa að greiða raunverð fyrir aðgang að þeim listviðburðum eða mun verða tekið upp sama kerfi og viðgengst í Þjóðleikhúsinu þar sem fjórði hver miði á allar sýningar er boðsmiði! Verður sérverð fyrir erlenda gesti og lægra fyrir innbyggjana eins og í Bláa Lóninu? Hvernig svo sem það verður þá mun þessi bygging alltaf verða talin til fumkenndra ákvarðana sem voru teknar af reynslulausu fólki á tímum upplausnar og óreiðu. Í dag mundi engum detta þetta rugl í hug...eða hvað!

Þeir sem eru saklausir gefi sig fram!

Þessar handtökur sérsaka saksóknara eru bara broslegar. Við sem fylgst höfum með fréttum í áskrift, bæði vakin og sofin af óhæfuverkum í bankakerfinu, í stjórnsýslunni, á Alþingi, hjá eftirlitsiðnaðinum, hjá bæjar og sveitarstjórnum, hjá sölumönnum stofnfjárbréfa, hjá kvótagreifum, hjá fjölmiðlum, hjá sérfræðingum. Við sjáum að þeir seku sem ganga lausir skipta örugglega þúsundum og það mun ekkert verða aðhafst gagnvart þeim. Björgólfur Thor og viðskiptafélagar hans munu áfram ganga lausir. Alþingismenn munu ekki sóttir til saka utan Geir Haarde og embættismenn í Seðlabankanum og FME munu líka sleppa. Þessar aðgerðir sérstaka, að handtaka einhverja millistjórnendur á meðan eigendurnir sem rændu bankana innan frá ganga lausir, þær eru bara til að friða almenning.

Það liggur í augum uppi að stjórnendur bankanna og sparisjóðanna sem fóru í þrot eru allir með tölu sekir um markaðsmisnotkun og innherjasvik. Þetta er ekki bara grunur þetta er staðreynd! Sýnið okkur allar lánabækurnar og við skulum benda á þá seku sem þarf að setja í varðhald.

Það á ekki að eltast við og refsa bröskurunum sem misstu sig í skuldsetningu af því bankagangsterar buðu ódýrt lánsfé. Þetta fólk þarf að gjalda eigin heimsku. Og ríkisaksóknara væri skammar nær að eltast við fjársvikarana hjá Byr, MP Banka og SPRON, heldur en einhvern flassara og dónakarl sem er svo aumur að hann á ekkert til að sýna nema tólin á sér.  Það er smámál. Við viljum aðgerðir gegn hinum flössurunum sem keyra um á stóru jeppunum, 10 milljón Land Cruiserunum


Ráðherraábyrgð Steingríms J!

steingrimur_j.jpgSteingrímur J. Sigfússon er óspar á stóru orðin varðandi aðkomu sína að björgun Sjóvár. Kallar það þjóðþrifaverk! Hann virðist ekki gera sér grein fyrir að Sjóvá var venjulegt fyrirtæki í takmarkaðri samkeppni og aðeins hluti landsmanna í viðskiptum við þetta EINKAFYRIRTÆKI. Afleiðingar inngrips Steingríms eru þær að tapinu er jafnað á alla landsmenn óháð því hvort menn voru í viðskiptum við þetta félag eða ekki. Það er óhugsandi annað en að ESA dæmi þetta ólöglegt og geri Sjóvá að greiða þennan ríkisstyrk til baka. Hver verður þá staða Steingríms?  Mun hann ekki þurfa að svara til saka líkt og Geir Haarde? Svo sannarlega þá hefur enginn fjármálaráðherra í íslenskri ríkisstjórn hagað sér jafn gáleysislega og Steingrímur þegar kemur að ábyrgðum Íslands. Og greiðslum úr tómum ríkiskassa. Icesave upp á 1200 milljarða fannst honum sjálfsagt að ábyrgjast og nýlega skuldbatt hann ríkissjóð vegna endurreisnar Spkef upp á 14 milljarða þótt hann hefði enga heimild til í fjárlögum eða lögum. Hann hafði aðeins heimild til að styrkja eigið fé Spkef um 20% af eigin fé sjóðsins. Og öll munum við eftir jólagjöf ráðherrans til vina og sveitunga á upptökuheimilinu Árbót fyrir norðan upp á 30 milljónir. Var einhver að tala um ráðdeild og niðurskurð vegna þess að Ísland varð gjaldþrota?

Smjörklípa Skrifstofustjóra Alþingis

helgi_b.jpgHelgi Bernódusson Skrifstofustjóri Alþingis liggur nú undir miklu ámæli fyrir sinn þátt í ákærum gegn níumenningunum sem nú sitja á sakamannabekk. Hann finnur fyrir þrýstingnum og grípur til gamalkunnra ráða og lekur frétt um eitthvað sem á að hafa gerst fyrir 12 mánuðum síðan!
Og enginn kveikir. Hvorki blaðamaðurinn né bloggarar.  Typískt

Hvaða frétt ætli komi næst frá Alþingi.  Minnislykli stolið úr fartölvu frá Ástu Ragnheiði.... eða tölvuvírus fannst í tölvu kokksins?


mbl.is Grunur um njósnir á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju fer ekki Valtýr bara á eftirlaun?

spron.jpgRannsókn á viðskiptum stjórnarmanna í SPRON, sem kærð voru af Vilhjálmi Bjarnasyni lektor við Háskóla Íslands, hefur verið hætt með vísan til laga um meðferð sakamála. Kærandi í málinu var Þórarinn V. Þórarinsson hrl. fyrir hönd Vilhjálms, en hún beindist að allri stjórn SPRON og forstjóra. Í stjórninni voru, á þeim tíma þegar viðskiptin áttu sér stað, Erlendur Hjaltason, Hildur Petersen, Jóhann Ásgeir Baldurs, Ari Bergmann Einarsson og Gunnar Þór Gíslason. Guðmundur Hauksson var forstjóri.

Hinn 7. janúar sl. tilkynnti Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari kærðu og kæranda um þá ákvörðun að rannsókn málsins hefði verið hætt.

Það hefur komið í ljós undanfarið að mesta tregðan til að draga hvítflibbaglæpamenn til ábyrgðar er hjá embættum ríkissaksóknara og Ríkislögreglustjóra. Þessi embætti eru að draga lappirnar og því hlýtur það að vera spurning hvort yfirmennirnir eigi ekki að víkja fyrir metnaðarfyllri mönnum


Besti Flokkurinn og Strætó

Með hverjum deginum sem líður minnkar traustið á Besta Flokknum og þeirri pólitík sem þau bjóða uppá. Jón Gnarr ræður ekki við verkefnið og á að draga sig í hlé. Besti Flokkurinn sem vildi breyta bæta og laga er ekki að gera neitt af þessu. Hann hefur tekið sér stöðu í skotgröfinni við hlið Samfylkingarinnar og virðist ráða litlu. Tekist var á um sparnað í rekstri Byggðasamlagsins í Kastljósi kvöldsins. Einar fræbill og Gísli Marteinn áttust þar við og ég verð að segja að málflutningur beggja olli vonbrigðum og spurningar Þóru voru fálmkenndar og veittu engin svör. Ég er einn af þeim sem myndi nota strætó ef þjónustan væri viðunandi en það er hún ekki og hefur ekki verið síðustu 10 ár. það sem þarf að gera er að leysa byggðasamlagið upp og hverfa til fyrra rekstrarfyrirkomulags.  Þá fyrst er hægt að fjölga ferðum og bæta þjónustuna. Besti Flokkurinn var kosinn til að gera breytingar og skera í burt ofvöxtinn í kerfinu. Það er tími til kominn að taka til starfa. 5 % flatur niðurskurður er það sem kjarklausir pólitíkusar grípa til í þrengingum. Ekki umbótaöfl sem ætla ekki að mosavaxa

Förum varlega í að kaupa HS Orku aftur

Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að ríkið eigi ekki að kaupa HS Orku aftur af Magma SE. Ég rökstyð þá skoðun mína með að opinber verðmiði sem er samkvæmt nýjustu upplýsingum 27 milljarðar er í fyrsta lagi  alltof hár og í öðru lagi þá hafa íslensk stjórnvöld aðrar leiðir til að temja dýrið og takmarka þann skaða sem einkavæðing orkugeirans hefði auðveldlega getað haft í för með sér. Þar ber helst að nefna vald Orkustofnunar yfir virkjanaframkvæmdum sem hægt er að beita ef fyrirtækið fer ekki að settum reglum. Á þessa hindrun er nú HS Orka að reka sig illþyrmilega varðandi framkvæmdir við Reykjanesvirkjun. Hætt er við að drýldnin í þeim kumpánum Ross Beatty og Ásgeiri Margeirssyni minnki í réttu hlutfalli við minnkandi arðsemi þessara kaupa Magma á hlut GGE í HS Orku og er það vel.

Ríkisstjórnin þarf samt að klára þetta mál. Það er óþolandi að jafn mikilvæg ákvörðun hangi í lausu lofti mánuðum saman. Jafnvel þótt ákvörðunarfælin ríkisstjórn eigi í hlut


Tími skyndilausna, reddinga og hagsmunapots

rikisstjorn.jpg

Þetta verða eftirmæli Jóhönnu stjórnarinnar 2009-2011


Ómerk niðurstaða könnunar

Fylgi við staðgöngumæðrun.

Mikill meirihluti landsmanna er fylgjandi því að staðgöngumæðrun verði heimiluð hér á landi, samkvæmt könnun MMR.

 87 prósent landsmanna er fylgjandi en 13 prósent andvíg. Stuðningur við staðgöngumæðrun reyndist um og yfir 80 prósent hjá báðum kynjum, og í öllum aldurshópum.


 


Hvers konar fagmennska er hér á ferðinni hjá þessu fyrirtæki MMR?  Að framkvæma skoðunarkönnun í kjölfar mjög tilfinngaþrunginnar umræðu um viðkvæmt málefni er mjög hæpið siðferðilega. Það er mér mjög til efs að margir hafi velt þessu fyrir sér á huglægan hátt og séð fyrir sér eða verið fræddir um allar þær dökku hliðar sem fylgja því fyrir börn sem getin eru af staðgöngumæðrum. Það eru allir uppfullir af samúð með foreldrum barns útí Indlandi en ég er sannfærður um að færri velta fyrir sér tilfinningaþroska þessa barns í framtíðinni þegar það fer að velta fyrir sér uppruna sínum. En því miður þá eru svona vinnubrögð ekki einsdæmi. Nýlega þótti við hæfi að kanna afstöðu manna til samnings sem aðeins 16% svarenda höfðu "lesið" (sennilegt þykir að sú tala sé líka vafasöm) En þessar kannanir eru "keyptar" af aðilum sem hafa hag af að gera skoðanamyndandi kannanir og meðan þetta er talið í lagi þá verðum við að treysta eigin árvekni og dómgreind og taka öllu frá fjölmiðlum með mikilli varúð.  Varðandi þessa ómerku niðurstöðu um fylgi við það baráttumál kellinganna í Sjálfstæðisflokknum að lögleiða stjúpmæðrun þá legg ég til að þessi niðurstaða verði ekki notuð í áróðursskyni. Heldur verði farið í viðamikla kynningu og í kjölfar hennar verði gerð ný könnun. Þetta mál er einfaldlega of stórt til að verið sé að leika sér að ýta á takka hjá tilfinningalega óstöðugu fólki. Hver vill vera ættlaus og kannski alinn upp af 2 hommum eða 2 lesbíum. Og flokkast það ekki undir sifjaspell þegar systir elur barn systur og mágs? Eða þegar móðir fóstrar barn dóttur? Hvar mun þetta enda.  Kannski vilja menn líka leyfa líffærabúgarða og einræktun úr stofnfrumum?  Mín skoðun er að fylgja öllum almennum siðareglum og banna þetta alfarið. Hjá mannfólkinu á getnaður að vera náttúrulegt ferli en ekki með inngripum vísindanna. Það þykir í lagi að sæða rollur og kýr, látum þar við sitja.

 

Í upphafi átti að æxlast með mökun
og uppfylla jörðina af systrum og bræðrum
en nútíma kellingar keypt geta bökun
og klakið út eggjum í staðgöngumæðrum

(Ekki láta þessa framtíðarsýn rætast)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband