Einfalt mál fyrir Fjárlaganefnd

Viðskiptablaðið birtir í dag umsögn Gam Management um áhættuna fyrir ríkissjóð af að ábyrgjast greiðslur vegna icesave innlánasöfnunar Landsbankans.

 

Sviðsmynd 1: Gert er ráð fyrir auknum forgangi í útgreiðslur úr þrotabúi, þ.e. að hið svokallaða „Ragnar Hall“ ákvæði falli TIF í hag. Metið er að heildarkostnaður við samningana lækki sem nemur um 30 ma. króna. Ástæðan er hraðari niðurgreiðsla höfuðstóls og sparnaður við vaxtakostnað. Samhliða lækkar gjaldeyrisáhætta. Hægt er að túlka sviðsmyndina sem hraðari og hærri endurheimtur en áætlun skilanefndar gerir ráð fyrir. Að auki er gert ráð fyrir 2% styrkingu krónunnar á ársfjórðungi.

Sviðsmynd 2: Gert er ráð fyrir endurheimtum samkvæmt áætlun skilanefndar Landsbankans ásamt styrkingu krónunnar um 2% á ársfjórðungi út líftímann.

Sviðsmynd 3: Gert er ráð fyrir óbreyttu gengi gjaldmiðla og áætlun skilanefndar um endurheimtur.

Sviðsmynd 4: Gert er ráð fyrir 2% veikingu krónunnar á ársfjórðungi út líftímann ásamt því að fyrsta greiðsla úr þrotabúi berist ekki fyrr en 1. janúar 2012 ásamt því að innheimtur úr þrotabúi lækki um 10% frá áætlun skilanefndar. Niðurstaða er hærri mörk heildarkostnaðar, 233 ma.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Öll skynsemi segir mér að Sviðsmynd 4, er mun líklegri niðurstaða ef tekið er tillit til núverandi stöðu efnahagsmála. Öruggt er að gengið á eftir að veikjast umtalsvert frá því sem nú er og efnahagshorfur á Bretlandi eða á evrusvæðina gefa ekki tilefni til bjartsýni um aukið verðmæti eigna gamla Landsbankans. Sá liður einn og sér er svo áhættusamur að hann nægir til að hafna þessum samningi. Alþingismenn sem taka ákvörðun í þessu máli eiga aðeins einn kost og það er að fella þessi lög. Ef við berum saman umsögn Gam Management við barnalega umsögn Seðlabankans þá sjáum við glöggt muninn á faglegum og ófaglegum vinnubrögðum. En í  umsögn Seðlabankans ,segir 
sterk rök vera fyrir því nú að semja um Icesave, þrátt fyrir óvissu um efnahagslega þætti er samningunum tengjast. Í umsögninni kemur fram að erfitt sé að segja til um þróun efnahagsmála til langrar framtíðar, en þrátt fyrir það vegi bætt aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum upp óvissuþætti í samningunum. Einnig sé mikilvægt að hafa það í huga að úrskurður EFTA-dómstólsins, komi Icesave-deilan til kasta hans, gæti fallið Íslandi í óhag og þar með sett Ísland í mun verri stöðu en samningurinn nú segir til um.

Hér er þess að geta að mat Indefence er að áhættan af að tapa málinu fyrir dómstólum er metin um 130 milljarða. Mismunur er þessvegna 100 milljarðar. Og dæmi nú hver fyrir sig 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband