21.10.2017 | 11:51
Stefnir í félagshyggjustjórn
Ef kosningarnar fara á líkan hátt og könnunin gefur til kynna þá stefnir hér í félagshyggjustjórn þriggja til fjögurra flokka strax eftir kosningar. VG, Samfylking, Viðreisn og Píratar ættu öll að geta náð vel saman um stefnumál sín án mikilla fórna. Að reka flein milli Framsóknar og Miðflokks kæmi sér vel fyrir íslenska pólitík. Framsókn gefur sig út fyrir að vera núna vinstra megin við miðju á meðan Miðflokkurinn sem populistaflokkur sækir sér stuðning til heimska hægrisins. Framsókn mætti alveg eiga sitt sæti við borðið hjá Kötu og Loga. Alla vega væri fengur fyrir þjóðina að hafa Lilju Alfreðs með í ráðum.
Persónulega hef ég engar væntingar. Mun samt mæta og kjósa og halda áfram mínu pólitíska ranti hér á þessum stað eftir því sem vindar blása og tilefni gefst til. Fari svo illa að sjálfgræðisflokkurinn myndi hér stjórn eftir kosningar þá munu tilefni bloggskrifa verða ærin. Ekki hörgull á heimatilbúnum skandölum og hneykslismálum af því spillta liða öllu saman.
En hér verður ekki efnt til Þóru-dags fyrr en sjálfstæðisflokkurinn er endanlega settur út í horn af heiðarlegu fólki. Nema við séum á sömu leið og íbúar Sódómu forðum. Það kemur í ljós eftir 29. október.
Þangað til vona ég að sjálfstæðisflokkurinn verði lagður í einelti.
Vinstri grænir lækka flugið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2017 | 21:03
Teitur Björn vill líka vera Gosi
Dæmigerður orðhengilsháttur með dashi af úrúrsnúningum, rangfærslum og hálfsannleik a la sjálfstæðisflokkurinn, til að fela raunveruleg markmið þessa ómerkilega sérhagsmunagæslufulltrúa kvótagreifanna í nefndinni. Það er rétt hjá Þorsteini Pálssyni, að það þýðir ekkert að vera með svona mann í nefnd sem á að skila einhverri sátt. Teitur Björn mun aldrei samþykkja, að skerða afnotarétt kvótagreifanna af sameiginlegri auðlind okkar allra. Það er dagskipun Þorsteins Más og honum hlýðir Teitur Björn og engum öðrum. Þegar hann sór þingeiðinn laug hann að þjóðinni.
Að svo sögðu legg ég til, að sjálfgræðisflokkurinn verði lagður í eyði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2017 | 20:34
Að efna til Þóru-dags
Ég legg til að við tökum upp nýtt máltæki. Að efna til Þóru-dags. Þetta gætum við sagt ef einhver sýnir ótímabær fagnaðarlæti eða fer fram úr sér.
Dæmi: Einhver segir, "Bjarni Ben er búinn að vera. Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að bíða afhroð í kosningunum".
Þá myndi ég svara, "Við skulum nú ekki efna til Þóru-dags fyrr en eftir kosningar".
Þetta máltæki myndi ríma vel saman við máltækið, að sýna af sér Þórðargleði. Þessi máltæki bæði eiga oft við um sama fólkið af sömu tilefnum.
Að því sögðu legg ég til, að Sjálfstæðisflokkurinn verði lagður í eyði.
20.10.2017 | 16:39
Er Ari Trausti í röngum flokki?
Ég tók kosningaprófið á RUV og niðurstaðan kom á óvart. Sá frambjóðandi sem var mér mest sammála reyndist vera fyrrum forsetaframbjóðandinn Ari Trausti Guðmundsson. Okkar skoðanir samkvæmt þessu skoðanaprófi RUV sköruðust í 68% tilfella. Nú er Ari Trausti hinn mætasti maður eins og allir vita að öllu leyti nema því að hann hefur um árabil starfað með Vinstri Grænum.
Og þar sem ég samsama mig bara alls ekki við grunnstefnu VG eða þau lífsgildi sem þau trúa á, þá hlýtur Ari Trausti að vera í röngum flokki.
En bíðum við. Stefnur flokka eru eitt hvað þeir gera er allt annað. Nú hefur Katrín Jakobsdóttir birt sína skattastefnu sem andsvar við því ámæli að VG vilji bara mergsjúga alla skattastofna eftir kosningar. Þetta vill Katrín gera:
Við getum aukið arðgreiðslur úr ríkisbönkum um tugi milljarða á komandi kjörtímabili og nýtt þær til að greiða niður skuldir svo nýta megi afgang ríkissjóðs í uppbygginguna.
Við getum aukið skattaeftirlit til að draga úr skattsvikum og skattaundanskotum sem áætlað er að nemi tugum milljarða á ári hverju.
Við getum hækkað afkomutengd veiðigjöld á útgerðina og tryggt tekjur fyrir afnot af öðrum auðlindum.
Við getum gert skattkerfið réttlátara með því að taka upp þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt til að tryggja að þau sem lifa á fjármagnstekjum leggi sitt af mörkum eins og venjulegt launafólk.
Við getum tekið upp hóflegan auðlegðarskatt á hreina eign yfir 200 milljónum. Við getum tekið upp hóflegan hátekjuskatt á tekjur yfir 25 milljónir á ári.
Það er hægt að fjármagna þá nauðsynlegu uppbyggingu samfélagsins upp á 30-40 milljarða sem fólkið í landinu kallar eftir án þess að hækka skatta á almennt launafólk.
Er eitthvað að þessum tillögum? Ég sé það ekki. VG boða engar skattahækkanir á almenning. Öfugt við Sjálfstæðisflokkinn sem hækkaði hér virðisaukaskattsprósentu á mat úr 7 í 12% árið2014, þegar Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra. Sú hækkun kom sér sérlega illa fyrir lágtekjufólk. Skatta-Kata er bara engin skatta-Kata miðað við hlutfall skatta af ráðstöfunartekjum ríkisins undir stjórn Sjálfstæðisflokksins síðustu 4 ár. Og enn átti að bæta í samanber síðasta fjárlagafrumvarp.
Það er sama hvað Sjálfstæðismenn segja. Þeirra málflutningur stangast á við staðreyndir. Í raun gátu þeir ekkert sjálfir. Það var Sigmundur Davíð sem var primus motor í fyrri ríkisstjórn og sú síðari gekk bara á einum strokk og það var Þorsteinn Víglundsson. Það litla sem sjálfstæðismenn afrekuðu var flest til óþurftar samanber Sigríði Andersen og Jón Gunnarsson.Svo ég tali ekki um ferðamálaráðherrann sem bara svaf á meðan erfðaprins Engeyjarmafíunnar spókaði sig á golfvöllum í Flórida. Var einhver ríkisstjórn í landinu frá júní til september? Engar fréttir fara af því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2017 | 21:11
Dæmi um eðlilega einkaframkvæmd
Bygging og rekstur nýs þjóðarleikvangs fyrir íþróttaviðburði í Laugardalnum í Reykjavík er fullkomið einkavæðingarverkefni eins og einkavæðing á að vera. Full fjármögnuð framkvæmd án aðkomu ríkis eða borgar. Nú er tækifærið til að bæta fyrir klúðrið með Hörpuna.
Hugmyndir forsætisráðherra eru illa ígrundaðar Hann er sennilega ennþá með hugann við lögbannið og klaufalegt svar sitt við spurningunni um hvort honum hafi verið kunnugt um, á undan öðrum, að til stæði að setja lögbann á fréttaflutning Stundarinnar upp úr Glitnisgögnunum. "Ég get ekki sagt það" þýðir bara ósköp einfaldlega já, á mannamáli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2017 | 20:54
Stjórnarskráin er í herkví
Svo mitt svar viðspurningunni, Hvað á að gera við stjórnarskrána? er stutt og einfalt. Við þurfum að frelsa hana úr höndum Alþingismanna. Ég vil að skipað verði nýtt Stjórnlagaráð og því falið að endurskoða Stjórnarskrána, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sveik þjóðina um. Alþingi mun aldrei koma sér saman um nauðsynlegar breytingar. Það er fullreynt.
Hvað á að gera við stjórnarskrána? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2017 | 20:27
Útfærsla auðlindagjalds er dæmi um hagfræðileg mistök
Ég er að hlusta á umræður á Stöð 2 með frambjóðendum í Suðvesturkjördæmi. Spurt var út í innheimtu auðlindagjalds. Svörin voru fyrirsjáanleg. Allir þuldu þessir frambjóðendur sömu möntruna um stórkostlegan árangur af þessu fiskveiðikerfi sem þau bjuggu sjálf til og nauðsyn þess að þjóðin nyti í einhverju góðrar afkomu greinarinnar. Enginn minntist á að kannski væri hægt að haga innheimtu þessarar auðlindarentu með öðrum og skilvirkari en jafnframt sanngjarnari hætti en nú er gert. Þar er ég að tala um að taka upp staðgreiðslu auðlindagjalds sem innheimt yrði við sölu aflans. Þetta er grundvallaratriði. Ekkert verið að flækja innheimtuna með flóknum reiknikúnstum. Allur afli á markað og allt upp á borðið. Þegar afli er seldur á markaði er einfalt að taka fyrst ákveðna prósentu af söluverði frá og eyrnamerkja þá upphæð auðlindasjóði. Þetta gæti numið 20% af brúttósöluverði afla. Misjafnt þó kannski eftir tegundum. Þegar þetta kerfi væri farið að virka myndi verðmyndun verða heilbrigðari. Framboð myndi aukast og allir myndu sætta sig við kerfið vegna þess að þetta væri í raun ekki skattur heldur afgjald.
Ég var einhvern tíma búinn að reikna þetta afgjald upp í 30 milljarða króna. Það er sennilega vanreiknað. Annað sem frambjóðendur þyrftu að velta fyrir sér er hvort ekki sé tími til kominn að nýta fiskveiðiauðlindina á sjálfbæran hátt. Í dag eru flestir stofnar vanveiddir. Mjög auðvelt er að auka veiðina og þar með verðmætið. Öll viðbót við aflann sem í dag er bundinn í kvóta ætti skilyrðislaust að fara til brothættra byggða. Ekki sem byggðaölmusukvóti heldur til nýliða sem vilja leggja sjómennsku fyrir sig án þess að gerast leiguliðar í kvótabraskkerfi skítalabba.
19.10.2017 | 20:02
Röng túlkun á niðurstöðum
Bygging brúar og vegfyllingar yfir Kolgrafafjörð hafði að öllum líkindum lítil áhrif á þann mikla síldardauða sem þar varð veturinn 2012-2013. Orsökina má heldur rekja til þriggja ólíkra þátta sem saman mynduðu mjög erfiðar aðstæður fyrir síldina.
Ég held að blaðamaður mbl.is sem skrifaði þessa frétt hefði átt að lesa hana yfir áður en hann setti hana í loftið. Sérstaklega lokahlutann þar sem höfundur skýrslunnar beilínis segir að ekki hafi verið staðið nægilega vel að þverun Kolgrafarfjarðar þegar ákveðið var að gera landfyllingu og brúin höfð alltof lítil miðað við þann mikla mun sem verður á sjávarföllum í Breiðafirði.
Og þá var hún sennilega bara of sein að koma sér út, sagði Steingrímur. Benti hann aðspurður á að brúin gæti þá hafa haft áhrif á flóttaleiðina. Það er minna svæði til að synda út um og meiri straumur til að synda á móti, bætti hann við.
Erfitt væri að sannreyna þá tilgátu, þó eflaust myndu tvær brýr í stað einnar yfir fjörðinn eflaust auðvelda hringstreymið.
Engar haffræðilegar mælingar gerðar fyrir byggingu brúarinnar
Fram kom einnig í máli Steingríms að engar haffræðilegar mælingar hefðu verið gerðar fyrir byggingu brúarinnar og vatnsskipti fjarðarins ekki mæld með beinum hætti. Þess í stað hefði einfalt tvívítt líkan verið notað til að meta vatnsskiptin og brúin hönnuð á þann veg að vatnsskiptin yrðu áfram með svipuðu lagi eftir byggingu hennar.
Steingrímur sagði að ýmsan lærdóm mætti draga af því þegar ákvarðanir eru teknar um þverun annarra fjarða.
Það hefði þurft að mæla strauma og aðrar aðstæður í firðinum áður en brúin var byggð. Þá hefði verið hægt að sannreyna tvívíða líkanið, sem lýsti ekki aðstæðum í firðinum eftir þverunina í samræmi við mælingar.
Þetta er allt í samræmi við það sem heilbrigð skynsemi sagði manni á sínum tíma þegar ég fjallaði um þessa manngerðu síldargildru í Kolgrafarfirði. Enn er tilhneyging til að hvítþvo Vegagerðina og verkfræðingana sem komu að þessu tjóni varðandi síldardauðann samanber innganginn á þessari frétt. Það skil ég ekki.
Síldin var of sein að koma sér út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2017 | 15:07
Frekjan í fötluðum
Fatlaðir eiga enga kröfu á samfélagið um að njóta jafns réttar á öllum sviðum og aðrir. Öll fæðumst við mismunandi. Sum erum líkamlega rétt sköpuð en andlega fötluð aðrir eru líkamlega fatlaðir en andlega heilbrigðir. Okkar litla samfélag getur ekki staðið undir frekjunni í fötluðum til viðbótar við frekjuna í þeim heilbrigðu sem vilja vera á örorku.
Í haust stóð hugur góða fólksins til að lögfesta notendastýrða persónulega þjónustu. Úr því varð ekki að þessu sinni. En samt vill mjög fjölfötluð manneskja fá að verða fósturforeldri. Ef þetta er ekki PR stunt þá veit ég ekki hvað liggur að baki. Það er ekki fræðilegur möguleiki á að þessi manneskja geti annast barn. Hún getur ekki einu sinni sinnt sér sjálf.
Hvenær linnir meðvirkni Íslendinga?
Freyja stefnir Barnaverndarstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2017 | 12:27
Vilhjálmur stimplar sig út
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Og rétt í þessu kiknaði Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir og verndari bankabófa, undan álaginu, sem fylgir því að eiga að gæta hagsmuna almennings. Vilhjálmur er fulltrúi þröngra hagsmuna í þjóðfélaginu. Hann varðar ekkert um tjáningarfrelsi fjölmiðla. Hann strunsaði út í beinni útsendingu og er þar með búinn að stimpla sig út úr pólitíkinni. Hann hlýtur að draga framboð sitt til baka í kjölfar þessarar vítaverðu framkomu sem hann sýndi meðnefndarmönnum í Stjórnskipunar og Eftirlitsnefnd en ekki síður þeim dónaskap sem hann sýndi Sigríði Rut Júlíusardóttur, sérstökum gesti nefndarinnar og hennar skoðunum.