Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.1.2016 | 21:35
Latir þingmenn
Verkstjórnin á Alþingi er í molum. Þar er fátt rætt af viti og þingmenn komast upp með slugs og vinnusvik. Sumir eru jafnvel í fullri vinnu við eitthvað allt annað en þingmennskuna eins og háskólanám, ritstörf eða rekstur bújarða. Þetta er látið viðgangast þrátt fyrir að mörgum sé ljóst að mjög margt þurfi að hugsa upp á nýtt og margt að bæta í þessu þjóðfélagi. Núna til dæmis er þörf heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar í brennidepli og margir orðnir þreyttir á úrræðaleysi alþingismanna í þessum málaflokkum.
Svo gerist það að einstaklingur úti í bæ tekur til sinna ráða og hrindir af stað undirskriftasöfnun um að ákveðnum hluta vergra þjóðartekna sé ráðstafað til heilbrigðismála. Og þá rumska einstaka latir þingmenn og finna þessu átaki allt til foráttu. Þeir sjá bara ekki útfyrir kassann. Þetta snýst nefnilega ekki um annað hvort eða. Þetta snýst ekki um að skera niður fæðingarorlof eða hækka skatta. Þetta snýst um nýja þjóðfélagsgerð þar sem allir leggja sitt af mörkum með tilliti til getu. Þetta snýst um að til þingmennsku veljist fólk sem er ekki hrætt við að hugsa útfyrir kassann. Og hafi þá mannkosti til að bera að segja sérhagsmunagæslunni stríð á hendur.
Í þessu tilfelli hefur verið talað um að krafan um meira fé til heilbrigðiskerfisins þýði 50 milljarða aukningu. Kannski er það svo og þá verður bara svo að vera. En þessir peningar eru til og það ætti að vera tiltölulega auðvelt að innheimta þá. En það krefst ákveðinnar vinnu af alþingismönnum að leggjast nú yfir skatta og fyrirtækjalöggjöfina til að koma í veg fyrir skattaundanskot sem talin eru vera ígildi 80 milljarða.
Ég er viss um að reyndir lögmenn eins og Brynjar Níelsson veit hverju þarf að breyta í löggjöfinni en hann nennir því ekki.
Og það eru ekki bara skattsvikin sem þarf að uppræta. Það þarf líka að koma í veg fyrir kennitöluflakkið og breyta gjaldþrotalögunum. Taka allan pakkann.
Gjafakvótakerfið er svo annað óréttlætið sem þarf að koma böndum á. Þar eigum við varlega áætlað 40 milljarða í óinnheimtu hráefnisgjaldi.
Þannig að það er ekki til setunnar boðið fyrir þingmenn sem hyggja á endurkjör. Hættið að vera fávitar og farið að vinna fyrir þjóðina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2016 | 12:50
Taka þarf völdin af óhæfum ráðherrum
Kristján Þór er einn allra lélegasti ráðherra sem við höfum setið uppi með eins langt aftur og ég man. Hann er meira að segja verri en Ragnheiður Elín og er þá langt til jafnað. Þessi vikapiltur Þorsteins Más fékk í fangið málaflokk sem er honum ofviða að setja sig inní og það er greinilegt að hann situr bara í skjóli Bjarna Ben verklaus og verkkvíðinn vikapiltur.
Þess vegna er frábært að við höfum fengið mann eins og Birgi Jakobsson í embætti landlæknis og Kára Stefánsson til að styðja við starfið á Landspítalanum. Birgir með stefnumörkun og Kári með kjaftinn og peningana sem hann, ólíkt öðrum ofurríkum Íslendingum, er ófeiminn við að ráðstafa í almannaþágu.
Ég er viss um að þessi vakningar herferð Kára mun skila sér í meira fjármagni til heilbrigðiskerfisins. Og jafnframt hljóta stjórnmálamenn að setjast yfir þær athugasemdir sem landlæknir hefur sett fram varðandi vaxandi einkavæðingu innan sjúkrahúsanna. Þar þarf að snúa við blaðinu samfara bættum hag Landspítala - Háskólasjúkrahúss.
Einkavæðingaráform Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðiskerfinu njóta ekki almenns stuðnings og þau verður að stoppa og vinda ofan af því sem látið hefur viðgangast undanfarin ár. Best væri ef skipt yrði um ráðherra þessa málaflokks og sett í starfið manneskja sem vill og getur. Kristján er einn af þessu andverðleikafólki sem við þurfum að losna við.
![]() |
Kári safnar undirskriftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2016 | 02:50
Salek mun engu breyta
Þessi nýji samningur sem skrifað var undir í gær staðfestir enn og aftur hversu erfitt er fyrir aðila vinnumarkaðarins að breyta hefðinni í kjarasamningagerðinni. Að þeir skuli enn og aftur byggja samninga á prósentuhækkunum launa tryggir hér áframhaldandi átök vegna óföfnuðar, þvert á tilganginn með þessu nýja vinnumarkaðsmódeli sem átti að búa til með Salek samkomulaginu.
Ég hef lengi talað fyrir að við breytum því hvernig við höfum starfað í meira en sextíu ár. Það þarf að draga úr yfirvinnu og hækka dagvinnulaunin. Ég tel að það sem við gerðum í dag vekji vonir um að svo geti orðið.
Þetta segir Guðmundur Ragnarsson á heimasíðu sinni, sm.is Þssi maður gerir sér enga grein fyrir stóru myndinni. Þess vegna grasserar hér launaskrið og launaójöfnuður í þjóðfélaginu.
Þeir lægstlaunuðu semja um prósentuhækkanir sem ganga upp allan stigann og veldur vaxandi ójöfnuði. Þessu verður að vinda ofan af. Semjið næst um krónutöluhækkun og tryggið að enginn fái meiri hækkun en sem nemur þessari upphæð. Það er jöfnuður og réttlæti.
Núverandi kerfi ýtir undir óstöðugleika með tilheyrandi víxlhækkunum launa og verðlags. Jafnvel hagfræðingar ASÍ hljóta að átta sig á þessari geðveiki.
![]() |
Skrifað undir SALEK-samkomulagið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2016 | 01:52
Hlýtur að varða við lög um ráðherraábyrgð.
Ráðherra sem með stjórnsýsluákvörðunum sínum veldur ríkissjóði skaða upp á milljarða hlýtur að falla undir skilgreiningu laganna um stórfelldan skaða. Um lögin segir á Wikipedia:
Á Íslandi bera ráðherrar, sem æðstu handhafar framkvæmdarvalds, ábyrgð gagnvart Alþingi skv. 14. gr. stjórnarskrárinnar og kallast þessi ábyrgð ráðherraábyrgð. Ráðherraábyrgðin greinist í pólitíska ábyrgð annars vegar og hins vegar lagalega ábyrgð.
Pólitíska ábyrgðin felst í því að ráðherra verður að hafa traust meirihluta þingmanna ellegar getur Alþingi samþykkt vantrauststillögu gegn ráðherranum og neyðist þá ráðherra til að segja af sér.
Lagalega ábyrgðin felst í því að meirihluti Alþingis getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur hans og skal kæran sett fram sem tillaga til þingsályktunar.
Samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð ber ráðherra refsiábyrgð í þrenns konar tilvikum[2]:
- Ef hann brýtur gegn stjórnskipunarlögum landsins (stjórnarskránni)
- Ef hann brýtur gegn öðrum lögum
- Ef hann misbeitir stórlega valdi sínu eða framkvæmir nokkuð eða veldur því að framkvæmt sé nokkuð sem stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu.
Einungis Landsdómur getur dæmt eftir þessum lögum. Brot gegn lögunum varða embættismissi, sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Dómar Landsdóms eru fullnaðardómar og verður ekki áfrýjað.
Framganga Sigurðar Inga sem ráðherra hlýtur að vera öllum áhyggjuefni. Umdeildar ákvarðanir hans og málafylgja hefur kostað ríkissjóð milljarða í auknum útgjöldum og hann á sér engar málsbætur. Píratar hljóta að semja og leggja fram þingsályktun um að ráðherrann víki strax ellegar verði hannn saksóttur á grundvelli brota á 14.gr stjórnarskrárinnar.
Þjóðin á engan annan bandamann á Þingi en Pírata. Það er því til þeirra fyrst og fremst sem við horfum til að vekja athygli á spillingunni og samtryggingunnni sem er innmúruð í fjórflokkinn.
![]() |
Kostar ríkið að minnsta kosti 1,2 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2016 | 01:01
N1 útúrsnúningurinn
Það er augljóst að Bjarni er bullandi vanhæfur í embætti fjármálaráðherra. Að svona nánir fjölskyldumeðlimir séu virkir gerendur í þessari pólitísku spillingu, ætti að vera svo augljóst tilefni afsagnar fyrir Bjarna Ben, að það á ekki að þurfa að benda honum á það. En fyrst enginn ærlegur alþingismaður finnst sem þorir að nefna það. Þá ætla ég að gera það. Það þýðir ekki fyrir Bjarna að þykjast ekkert vita um fjármálavafninga frænda sinna. Og það þýðir ekkert fyrir Bjarna að skýla sér bakvið einhverja armslengdarreglu þegar það er hann sem skipar það fólk sem ber hina opinberu ábyrgð. Hann þarf ekki einu sinni sjálfur að hafa afskipti af þeim málum. Til þess eru ótal skósveinar tilbúnir að ganga erinda valdhafanna hverju sinni. Þetta er sá veruleiki sem við okkur almenningi blasir. Og það er þetta sem mótar afstöðu okkar til þess hvort hér sé spilling og hversu mikil hún sé. Hún er nefnilega alltumlykjandi eins og þokan. Og það er dæmigerður popúlismi að biðja um rannsókn á þessum gjörningi. Sú rannsókn mun ekkert skíra og engu breyta.
Og áður en kjörtímabilinu lýkur verða vinir og klíkufélagar stjórnarherranna búnir að taka til sín helstu bitana úr eignasöfnum viðskiptabankanna og Seðlabankans, allt eftir gömlu helmingaskiptareglunni. Og eftir næsta hrun mun heldur enginn bera ábyrgð! Megi veldi Engeyinga dafna og blómgast í skjóli spillingar. Þeim hlýtur að vera skítsama um heiðarleika, sóma og æru. Enda glötuðu þeir því með vafningnum fræga þegar þeir tóku snúninginn á Glitni til bjargar Sjóvá.
![]() |
Hef ekkert með stjórn bankans að gera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2016 | 16:58
Sorphirða er grunnþjónusta
Forræðishyggja borgarstjórnarmeirihlutans birtist okkur enn og aftur í ákvörðunum umhverfis og skipulagsráðs. Þetta hlýtur að kalla á kröfu um endurnýjun fulltrúanna sem þangað veljast. Síðast þegar ég vissi vorum við ekki að kjósa okkur fulltrúa til að breyta athöfnum okkar og venjum heldur fulltrúa til að tryggja að ákveðin grunnþjónusta standi öllum til boða óháð efnahag eða búsetu. Hjálmar og Dagur hafa greinilega ekki sama skilning á hlutverki pólitískt kjörinna fulltrúa. Afskipti borgaryfirvalda af daglegu lífi og athöfnum eiga að vera þannig að það skipti ekki máli hverjir stjórna. Við eigum að geta treyst að þjónusta við borgarbúa sé alltaf höfð að leiðarljósi og ef því þurfi að breyta þá sé það útskýrt og sátt verði um það.
Breytingarnar á þessu kjörtímabili varðandi sorphirðumál hafa allar verið einhliða. Ekkert samráð, ekki hlustað á athugasemdir og mál keyrð í gegn með yfirgangi og ofbeldi. Ef íbúar fjölbýlishúsa kvarta yfir þeim breytingum sem hafa verið gerðar á tíðni losana þá á að hlusta á þá gagnrýni en ekki koma með yfirlætisfullar athugasemdir í ræðustól hins verndaða vinnustaðar sem búið er að breyta ráðhúsinu í.
Ég verð að segja að þótt sumir séu í betri aðstöðu heldur en aðrir þegar kemur að sorpflokkun og förgun þá er það ekki réttlæting fyrir að skerða þjónustu þeirra sem ekki standa jafnfætis. Og þetta er stór hópur. Allir þeir sem búa í stórum fjölbýlishúsum og svo fatlaðir og eldra fólk og síðast en ekki síst þeir sem hafa ekki efni á öllum þessum aukatunnum.
Sjálfur nýt ég forréttinda að hafa getað á tiltölulega auðveldan hátt flokkað mitt heimilissorp í meira en áratug. Bæði er að ég bý nálægt grenndarstað og svo get ég nýtt allt lífrænt sorp til moltugerðar. En ég geri mér grein fyrir að þetta geta ekki allir og það er til þeirra sem verður að taka tillit.
![]() |
Hvergi meira val um sorphirðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2016 | 09:35
Er sjómannaverkfall yfirvofandi?
Var að hlusta á viðtal við Valmund ,formann SSÍ, í Bítinu á Bylgjunni. Samkvæmt honum byggja kröfur sjómanna á 3 grundvallaratriðum:
- Allur afli fari á markað
- Sjómönnum verði bætt afnám sjómannaafsláttarins með dagpeningum
- Lágmarksmönnun á fiskiskipum tryggð
Stórútgerðin virðir þessar kröfur ekki viðlits og það er pínleg staða fyrir sjómenn að vera í. En þetta er staða sem var fyrirsjáanleg og undirritaður hefur margoft fjallað um hér á þessu bloggi. Sjómenn eru vegna fiskveiðilöggjafarinnar réttlausir og ofurseldir ákvörðunum stórútgerðarinnar, sem á 90% veiðiheimildanna í boði kvótaflokkanna á Alþingi. Þessi deila ef deilu má kalla, verður því aðeins leyst með aðkomu löggjafans. Þetta hljóta sjómenn að vita en þeir eru í úlfakreppu hinnar undirliggjandi ógnar að verða sviptir atvinnunni ef þeir dirfast að rífa kjaft. Enda er formaðurinn einn á báti í þessari deilu enginn hefur enn komið fram undir nafni og tekið undir með Valmundi.
Þess vegna verður að skapa stemningu í þjóðfélaginu fyrir breytingum á fiskveiðilöggjöfinni. Stemningu sem stjórnmálamenn gætu ekki hunzað. Því það hefur sýnt sig að þeir standast ekki þrýsting neikvæðrar fjölmiðlaumræðu. En nú er ekki lengur hægt að treysta á hlutleysi fjölmiðla. Eftir að DV rann inn í Vefpressuna er hér bara 1 tiltölulega óháður fjölmiðill, Kjarninn. Og svo náttúrulega sjálfstæðu bloggararnir eins og Jónas.is og Kristinn sleggja. Egill dæmdi sjálfan sig úr leik með því að þiggja laun fyrir sína daglegu pistla enda passar hann vel að styggja ekki valdhafana.
Og þó að Píratar hafi tekið undir kröfuna um breytingu á kvótakerfinu þá skortir þekkingu meðal þingmanna þeirra til að fylgja því eftir. Þeir eru jafnheilaþvegnir af áróðri Hafró og allir hinir þingmenn kvótaflokkanna. Það eina sem þeir staglast á er krafan um uppboð á kvótanum eins og það breyti einhverju! Uppboð á aflaheimildum mun aðeins gera kerfið verra að mínu mati. Þá yrði einokunin fyrst fullkomin því auðvelt væri að yfirbjóða alla samkeppni og stórútgerðin myndi endanlega eignast allan fisk í sjónum.
En að breyta hugarfari heilaþveginnar þjóðar er ærið verkefni og gerist aðeins með litlum skrefum. Fyrsta skrefið væri að þingmenn breyttu lögunum þannig að veiðarnar og vinnslan yrði aðskilin. Þetta eitt og sér væri afar þýðingarmikið skref til að minnka völd einstakra útgerðarmanna. Og ég er viss um að þetta myndu sjómenn sætta sig við til lausnar sínum kjaradeilum að sinni. Þeir vita að krafan um dagpeninga vegna fjarvista nær aldrei fram að ganga og mönnunin er öryggismál en ekki kjaramál.
18.1.2016 | 23:16
Munaðarlausar stuðningsfjölskyldur
Einn helzti áróðursmiðill múslimavæðingar á Íslandi, fréttastofa RUV, flytur kaldar kveðjur frá "stríðshrjáðum" fórnarlömbum ómannúðlegra stríðsátaka í Sýrlandi, að 3 fjölskyldur vilji bara alls ekki flytjast hingað til hins fyrirheitna lands "Bjartrar framtíðar" Og það þótt þessir framtíðar umsækjendur um alþjóðlega vernd hefðu verið sérstaklega handvaldir af helsta talsmanni alþjóðlegrar verndar, Óttarri Proppé.
Þetta hlýtur að vera áfall fyrir "Góða fólkið", en líka fyrir aumingja munaðarlausu fjölskyldurnar sem sitja nú uppi með enga fjölskyldu til að kenna á íslenzka bótakerfið. Og hvernig fer með statusana á fésbókinni? Að pósta statusum um fátækt á íslandi eða kröpp kjör aldraðra er ekki fínt. Engin læk á það!
En að sama skapi hlýtur Ásgerði Jónu að vera létt því það munar um minna en heilar 3 fjölskyldur til að framfæra þótt hér sé vaxandi góðæri. því góðærið nær ekki til allra.
Við heyrum daglega ákall um hjálp frá aðþrengdum hlustendum Útvarps Sögu. Hvernig væri að þessar 3 stuðningsfjölskyldur, sem urðu munaðarlausar vegna höfnunar hinna Sýrlensku flóttamanna, tækju í staðinn að sér 3 skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar og sýndu þannig í verki gott hugarþel. En auðvitað mun það aldrei gerast. Samhjálpin hjá Samfylkingarfólki eins og Semu Erlu nær ekki svo langt að viðurkenna einu sinni að hér séu nokkrir sem þurfi að aðstoða. Miskunnsemi er ekki lengur eitt af mannkostum Samfylkingarfólksins í framlínunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.1.2016 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2016 | 22:37
Aulahrollur vegna skrifa Ögmundar
Oft er talað um að pólitískt minni kjósenda sé skammt. Það má vel vera en stundum finnst manni sem pólitískt minni pólitíkusanna sjálfra risti enn grynnra. Til dæmis skrif fyrrverandi innanríkisráðherra á samnefndan vef í kvöld.
Ögmundur skrifar: "Hér er ríkisstjórnin að þjóna fjármagninu eins og fyrri daginn. Á sama tíma og fjármálaráðherrann gengur erinda peningamanna "
Þetta væri góð athugasemd ef hún kæmi ekki úr penna manns sem stóð að baki þeirrar ríkistjórnar sem harðast hefur gengið fram af öllum ríkisstjórnum á lýðveldistímanum, að þjóna fjármagninu á kostnað skuldsettra heimila. Ef svona tvískinnungur er ekki tilefni aulahrolls hjá fleirum en mér þá er ég illa svikinn.
Ögmundur ætti að hafa manndóm í sér til að afneyta fyrrverandi ríkisstjórn og útskýra hvers vegna hann er ennþá í VG. Ef hann er svona mikill prinsipmaður, afhverju fylgdi hann ekki fordæmi Lilju Mósesdóttur og Atla og sagði sig úr hinu vanheilaga bandalagi Steingríms og AGS. Með því hefði hann verið maður að meiri.
Ögmundur hefur reist sinn minnisvarða og svona skrif breyta engu um þann sess sem hann valdi sér í sögunni. Pólitískur alzheimer á síðari tímum breytir engu þar um.
18.1.2016 | 21:58
Ungliði tekinn í nefið
Mikið er nú alltaf hressandi að hlusta á Kára Stefánsson tala fyrir hugðarefnum sínum. Því það er reginmunur á að tala fyrir eigin sannfæringu eða vera talsmaður þröngra hagsmuna án þess að hafa sannfæringu fyrir málefninu. Því það fannst mér einkenna málflutning ungliðans. Hjá hanni helgaði tilgangurinn meðalið og skipti engu hvort meiri hagsmunum væri fórnað fyrir minni. Enda eru rök þeirra sem vilja áfengi í verslanir Haga og Krónunnar ekki rök þeirra sem vilja frelsi í viðskiptum. Ef hér væri virkileg samkeppni á öllum sviðum þá væri lítill ríkisrekstur. Enda eru engar líkur á að sala á áfengi skili sér í lægra verði þótt salan færðist til Haga. Ef meðgjöfin hjá Vínbúðunum er í dag 2 ma þá er það til marks um að Vínbúðirnar hafi farið of geist í markaðssetningu á sínum vörum og því ber að draga úr þeirri markaðssetningu með fækkun búða minnkuðu vöruúrvali og minnkuðum birgðakostnaði. Því það er nákvæmlega það sem mun gerast ef brennivínsfrumvarpið verður samþykkt. En gróðinn af einkaleyfunum sem útvaldir fá að selja í Hagkaupum og Bónus mun margfaldast vegna minna vöruúrvals.
Vonandi að fleiri átti sig á plottinu og láti ekki hafa sig útí það pólitíska harakiri að mæla með afnámi einnar tegundar einokunar til að efla aðra tegund einokunar.
Hlustum á lýðheilsurökin frá manni sem hefur engra sérhagsmuna að gæta um leið og við sendum skýr skilaboð til ungliða í öllum flokkum að velja sér vandlega verðug baráttumál. Baráttumál sem landi og lýð gagnast í raun. Á einokunarmarkaði eru ríkisafskipti ekki aðeins eðlileg heldur nauðsynlegt mótvægi til að tryggja hag neytenda að því marki sem hægt er þegar yfirvöld eru jafn spillt og hér á Íslandi.
![]() |
Ekki spurning um frelsi eða ríkisrekstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)