Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

SÁÁ ætti að gerast trúfélag

Trúfélög eiga lagalegan rétt á ríkisaðstoð.  Og hugmyndafræði SÁÁ svipar um margt til hugmyndafræði ofsatrúarsamtaka. Sama þótt alkóhólismi hafi verið skilgreindur sem sjúkdómur þá er hann ekki sjúkdómur. Allir geta hætt að drekka.  það þarf ekki samtök áhugamanna um áfengisdrykkju til að hjálpa fólki til að hætta að drekka.

Því það er vel hægt að halda því fram að sjúkdómsvæðing hugtaksins alkóhólismi, hafi aukið við vanda og kostnað þjóðfélagsins vegna alkóhólisma í stað þess að draga úr honum.

Ef við leyfum okkur að hugsa út fyrir kassann og skilgreina alkóhólisma sem ofnæmi, hvað myndi það þíða?  Í fyrsta lagi væri hægt að leggja niður sjúkrahúsið á Vogi og hætta að dæla peningum í forvarnastarf SÁÁ. Í öðru lagi , ef greindir alkóhólistar vissu að alkóhól virkaði eins og eitur á þá, væri það skilvirkari leið til að koma í veg fyrir áfengisneyzlu heldur en núverandi aðferð sem beinlínis tekur ábyrgðina frá neytandanum og færir hana yfir á samfélagið.  Og í þriðja lagi geta læknavísindin snúið sér einhverju þarfara en að reyna að útskýra alkóhólisma sem sjúkdóm

Þegar menn fá ofnæmi virka sum efni eins og eitur og valda ofnæmisviðbrögðum. Á aðra hefur sama efni engin áhrif. Er þetta ekki skynsamlegri skýring á alkóhólisma en sú sem almennt er unnið eftir? Ég mundi halda það.


Getur Björgólfur keypt sér hreina ímynd?

Herferð Björgólfs Þórs eftir hrun til að fegra ímynd sína er á lokametrum með útgáfu nýrrar bókar og glamúr viðtölum í fjölmiðlum.  En dugir þetta? Eru menn svona fljótir að gleyma og fyrirgefa? Í mínum augum er og verður Björgólfur áfram ónytjungur sem efnaðist á óheiðarlegan hátt fyrst og fremst með aðstoð rússnesku mafíunnar. það er staðreynd sem hann hefur ekki getað hreinsað sig af.  Hvað gerðist síðar skiptir ekki máli.


Útvarp Saga skaðast vegna lekamála Hönnu Birnu

Lekamálið á sér margar hliðar. Ein varðar trúverðugleika þeirra sem tóku afstöðu með Hönnu Birnu og hennar málflutningi og héldu þeirri afstöðu til streitu allt til afsagnar ráðherrans.  Pétur Gunnlaugsson fundarstjóri á Útvarpi Sögu er í þessum hópi. Og það er ráðgáta í sjálfu sér.  Hvernig getur annars jafnan skynsamur og beinskeyttur álitsgjafi gerst sekur um jafn alvarlegan dómgreindarbrest og lýsti sér í málflutningi hans þessa 370 daga sem lekamálið var til umræðu?  Útvarp Saga er ekki lengur óháður miðill sem fyrst og fremst beitir sér fyrir upplýstri umræðu. það fer ekkert á milli mála hvar stuðningur þeirra skötuhjúa liggur þegar kemur að stuðningi við ríkisstjórnina enda Arnþrúður fyrrum varaþingmaður Framsóknarflokksins og það er hún sem öllu ræður á útvarpi Sögu. Hún styður ríkisstjórnina og hún vildi gera lítið úr stjórnsýsluafglöpum allra sem komu að lekamálinu á einn eða annan hátt. Með þetta í huga mun ég eftirleiðis taka boðskap Útvarps Sögu með fyrirvara um áreiðanleikakönnun yell

Ef Útvarp Saga vill láta taka mark á sér má pólitíkin ekki stjórna afstöðunni. það er ekki nóg að gera fyrirvara vegna skoðana innhringjenda.  Skoðanir fundarstjórnenda eru skoðanir stöðvarinnar.


Munu bændur skila ávinningi hlýindanna?

Formaður Landsambands sauðfjárbænda áætlaði sparnað vegna minni fóðurkostnaðar sauðfjár á sínu búi, eina milljón króna. Viðtalið var tekið við hann úti á túni. Nú spyr ég: Mega neytendur vænta lækkunar á verði lambakjöts næsta ár vegna þessa eða rennur ábatinn óskiptur í vasa bændanna?  Minni á að þegar illa árar þá er alltaf sótt fé í ríkissjóð til aðstoðar.

Miðað við kerfið sem við höfum komið okkur upp eru þetta ekki óeðlilegar vangaveltur.


Bjarni Ben vill ekki skoða skattaundanskotin

Á meðan ekki fæst niðurstaða hjá fjármálaráðuneytinu um fjármagn til kaupa á upplýsingum um skattaundanskot gefst viðkomandi aðilum tækifæri til að flytja fjármuni sína annað og fela slóðina. Ef þessir fjármunir koma aldrei til Íslands þurfa eigendurnir ekkert að óttast. Þess vegna hljóma úrtölur og vangaveltur Bjarna Ben eins og tilraun til að koma í veg fyrir að upplýsingar um skattaundanskotin verði notaðar af skattrannsóknarstjóra.Sannanlegt ólögmæti skattaundanskots á sem sagt að víkja fyrir lagatækni um hugsanlegan vafa á lögmæti upplýsinganna. Og að segja að skattrannsóknarstjóri ráði þessu en á sama tíma draga úr fjárframlögum til embættisins er mótsögn sem verður að krefjast skýringa á. 

Það safnast óðum í nýjan valköst fyrir Bjarna Ben og nú vegna hans eigin verka sem fjármálaráðherra. Einkavinavæðing á hlut Landsbankans á Borgun þarfnast rannsóknar og sama má segja um dráttinn á hagnýtingu upplýsinga um skattaundanskotin þegar öllum peningum var stolið í banka og sparisjóðaráninu undir vernd Sjálfstæðisflokksins 2003-2009. Þar lék stórt hlutverk eitt lögmannafyrirtæki með sterk tengsl við forystu Sjálfstæðisflokksins. Þeir báru öðrum fremur ábyrgð á stofnun aflandsfélaganna og millifærslu peninganna til Lúxemborgar og áfram þaðan.  Löglegt en siðlaust.  Að borga ekki lögbundna skatta bæði ólöglegt og siðlaust.  Hvers vegna þessi dráttur Bjarni.  Hvers vegna að þvælast fyrir yfirvöldum?  Hverja ertu að  vernda?  Og hver er þinn ávinningur?


Gjörsamlega út úr korti

Stjórnskipunin er í uppnámi á meðan fávitar þrasa á þingi um aukaatriði.

Mikilvægasta mál þingsins er að setja í gang aftur endurskoðun á stjórnarskránni og klára það mál.  Fyrr verður ekki hægt að taka á fasistatilburðum ofstopamanna sem öllu þykjast ráða í skjóli ónýtrar stjórnarskrár


mbl.is „Bara steinhaldið kjafti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N4, eins og sjónvarp á að vera

Fjölmiðlun þarf að vera frjáls til að vera trúverðug. Í því sambandi skiptir eignarhald höfuðmáli og þar á eftir fagmennska dagskrárfólks og tæknimanna. Allt þetta prýðir N4 á Akureyri. Og til viðbótar eru þeir lang-skemmtilegasta sjónvarpsstöðin og sjónvarpa allan sólarhringinn. Einnig má treysta að auglýst dagskrá stendur.

Þetta gat litla stöðin á Akureyri þrátt fyrir undirboð ríkisfjölmiðilsins á skjáauglýsingamarkaði. Það er ekki Páli Magnússyni að þakka að N4 náði fótfestu.  N4 náði vinsældum og þar með auglýsendum þrátt fyrir siðlaus undirboð RÚV á auglýsingamarkaði undir stjórn Páls Magnússonar. Nú er að heyra á nýjum útvarpsstjóra að hann ætli í samkeppni við N4 fyrir norðan með því að efla svæðisútvarpið þar. Þetta er náttúrulega lítilmannlegt af risanum. Ríkismiðillinn á ekki að haga sér svona á fákeppnismarkaði.  Hann á frekar að styðja við og styrkja einkaframtakið á bakvið landsbyggðarsjónvarpsstöð eins og N4.  Stöð sem þjónaði landsbyggðinni allri á meðan RÚV pakkaði saman og fór þess í stað að þjóna litlum hópi íþróttaáhugamanna og sérstaklega boltabulla. Stuðningur Rúv gæti til dæmis komið með því að kaupa fréttainnslög af N4 í stað þess að vera með frétta og tökulið á launum þar. Því RÚV á ekki að stunda samkeppni. Rúv á að vera leiðandi en ekki sú þunglamalega og gelda stofnun sem hún er í dag. Hvernig stendur á að N4, ÍNN og Stöð 2, geta öll boðið upp á betri innlenda dagskrá en RÚV?  Þetta sem RÚV kallar innlenda dagskrá er eitthvað helvítis pop-músik-lágmenningar drasl, sem fáir njóta. Þar er engin vöruþróun í gangi.  Enda varla við því að búast þegar stjórnendur þurfa ekkert að hafa fyrir lífinu. Eru bara áskrifendur af nefskatti og það sem upp á vantar kemur bara um hver áramót sem fjáraukalagasending.  Þetta lið þarf ekkert að spá í áhorf.  þeir eiga fyrirtækið sem mælir áhorfið og ráða sjálfir hvaða skerf þeir fá af auglýsingapottinum.  Þáttagerðin er aukaatriði. Bara eitthvað sem fyllir útsendingatímann. Því starfsmenn RÚV hafa engan metnað. Senda aula á flandur til útlanda.  Láta yfirlætisfullan ungling sjá um íslenzkuna, hóp af furðufuglum sjá um kúltúrinn og skrækasta fyrrum ungstirnið sjá um sub-kúltúrinn.  Þannig finnst RÚV þeir standa við þjónustusamninginn við menntamálaráðherra sem er drullusama, því hann horfir bara á Netflix og les fréttir á MBL.is.

Þess vegna er svo mikilvægt að gangi vel hjá N4 og öðrum vaxtarbroddum frjálsrar fjölmiðlunar.


Fá börn í borginni ekkert að borða heima?

Ég skil ekki þessa umræðu um máltíðir á leikskólum. Manneldismarkmið eru ágæt, en að fara eftir þeim í einu og öllu gerir enginn.  Og eru foreldrar sem núna gagnrýna borgina sem hæst , með hreina samvizku varðandi eigin eldamennsku?  Ég fullyrði að svo sé ekki og menn ættu að stilla hávaðanum í hóf.

Börnin og næring þeirra eru á ábyrgð foreldra en hvorki Dags B. Eggertssonar eða Skúla Helgasonar.  Ef allt væri í lagi heima væru börn og unglingar ekki svona feit. Þið gleymið því. Óhollar matarvenjur og skyndibitamenning hinna önnum köfnu lífsgæðakeppenda bitnar á börnunum og þá er svo nærtækt að ráðast á skólana og velferðarsviðið og kennarana og Dag og bara einhvern annan en sökudólginn sjálfan.

Kvenmaður líttu þér nær


Báðir þingmenn LÍÚ í viðtali á stöð 2

Jón Gunnarsson 1. þingmaður LÍÚ og Páll Pálsson 2. þingmaður eru sammála um að virkja allar sprænur á landinu og síðan skal einkavæða Landsvirkjun fyrst líkur eru á umtalsverðum arðgreiðslum út úr þvi fyrirtæki á næstu árum samkvæmt upplýsingum forstjórans um daginn.  Landsvirkjun kaupa síðan kvótagreifarnir fyrir arðinn af fiskveiðiauðlindinni. Ísland skal verða spilltasta land í heimi.  Jón og Páll styðja það.


Af hverju Spegillinn?

Af hverju heitir Spegillinn á Rás 1 ekki bara kvöldfréttatími Rásar 1 eins og áður?

Er eitthvað hæft í ásökun Páls Viljálmssonar, um að RÚV flytji ekki bara fréttir heldur líka skoðanir fréttamanna. Ég held það sé bara nokkuð til í því hjá Páli. 

Spegillinn speglar skoðanir umsjónarmanna fyrst og fremst. Ólík efnistök ólíkra umsjónarmanna sannar þetta svo ekki verður um villzt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband