Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.11.2014 | 17:15
Lífeyrissjóðirnir láni fyrir byggingakostnaði nýs Landspítala.
Stjórnmálamenn eiga ekki að koma meir að byggingarmálum LSH. Nú þegar er búið að setja í þá hít milljarða og ekkert í raun verið gert. Þess vegna er það rétt hjá Þorkeli Sigurlaugssyni að einkaframkvæmd tryggir betri skilvirkni. En væri þá ekki best að stofna rekstrarfélag um framkvæmdina svipað og Fasteign, nema að fjármögnun yrði tryggð í gegnum Lífeyrissjóði en bankar og hrægammasjóðum ekki heimiluð aðkoma. Ávöxtunarkrafa slíks fjármagns ætti að miða við stýrivexti Seðlabanka og ekki punkti hærra. það myndi halda í við þensluáhrif slíkrar framkvæmdar.
Þessum deilum um staðsetninguna verður að linna. Fyrr gerist ekkert. Og ef menn sleppa bílakjallara áformum á landspítalareitnum þá er örugglega hægt að komast af með minni kostnað og minni óþægindi vegna sprenginga á byggingartíma. Starfsfólk verður að aðlaga sig að þeim veruleika strax frá upphafi að það gangi ekki upp að hver starfsmaður mæti í sínum bíl í vinnuna og þá verða bílastæðavandamál úr sögunni.
En í stað þess að rekstri í Fossvogi verði hætt þá má vel skoða að Reykjavíkurborg í samstarfi við önnur sveitarfélög á svæðinu taki aftur við rekstrinum og þar verði veitt þjónusta á sviði öldrunar og alls kyns lífstíls sjúkdóma sem mun fara vaxandi en þarf kannski ekki hátækni læknisþjónustu.
Sjúklingaverksmiðjuáformin með LSH eru dálítið kuldaleg finnst mér. Þar er byggt á flæðilínum frystihúsa. Innlögn - aðgerð - útskrift og hvíld á sjúkrahóteli. Er það svona sem við eigum að byggja þjóðfélagið upp? Á bestunar formúlum sem taka ekki tillit til mannlegra þátta?
Ég er ekki sannfærður um að hagkvæmasta leiðin sé alltaf sú besta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2014 | 16:16
Falskt öryggi
Einkabankavæðingin á íslandi er siðlaus. Þar var á mjög skömmum tíma breytt eðli bankaþjónustunnar til hins verra. Núna er öllum reikningsviðskiptum beint í þessa heimabanka og reikningar jafnvel ekki lengur sendur í pósti. Þannig hafa margir verið neyddir til að nota heimabanka þótt þeir hefðu kosið annað.
Ég er ein af þessum risaeðlum, sem neita að nota heimabanka. það hefur valdið mér óþægindum þegar reikningar eru annars vegar en til hvers að eiga viðskipti við bankastofnun þegar maður þarf sjálfur að vera sinn eiginn gjaldkeri og þar að auki að vera öryggisvörður og dyravörður!
Ég segi nei takk við heimabanka því ég hef kynnt mér tölvuöryggi og veit hversu erfitt er að tryggja algert öryggi á netinu. Þar gildir lögmálið um öfuga hlutfallið. Eftir því sem varnirnar eru öflugri þeim minni virkni á netinu og öfugt. Hámarksöryggi næst við að aftengja routerinn. Þótt ég geti minnkað áhættuna við að nota netbanka og greiðslukort í tölvunni með því að vista ekki cookie skrár og slökkva á java, þá tók ég bara þá ákvörðun að stunda ekki netviðskipti. Hvorki í banka eða með því að versla. Og þetta er alveg hægt. Alveg eins og það er hægt að hætta að reykja og hætta að drekka þótt margir trúi öðru.
En þegar sífellt fleiri tæki eru orðin nettengd þá hefur hættan aukist. Það er því mjög mikilvægt að bankar og greiðslukortafyrirtæki komi sér upp öruggu viðmóti. það er ekki til staðar í dag. Á netinu ríkir falskt öryggi. Á morgun gæti þvottavélin verið farin að njósna um þig! Því netsamband yfir rafmagn er staðreynd.
![]() |
Stela öllu með einum smelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2014 | 15:28
Er einhver munur á vændi og staðgöngumæðrun
Svar óskast með rökstuðningi. Ég ætla ekki að gera kellingunum á Alþingi þann greiða að ræða þetta frumvarp efnislega fyrr en þær hafa svarað þessari siðferðilegu spurningu.
27.11.2014 | 15:25
Að einkavæða skúringar
Hér áður tíðkaðist að ráða fólk sem verktaka í skúringar og borga þeim samt bara samkvæmt taxta. Margir hafa bætt á sig svona störfum sem annarri eða þriðju vinnu.
Þetta er liðin tíð. Athafnamenn Heimdalls hafa yfirtekið þessa starfsemi í skjóli undirboða sem byggir á nútíma þrælahaldi. Fréttir af svona fyrirkomulagi á Landspítalanum hefur komið fólki í uppnám. Og ekki bætir úr að framkvæmdastjórinn segir blákalt, að ákveðið hafi verið að draga úr hreinlæti til að spara? Var þetta dagskipun Björns Zoega? spyr ég bara. Og vissi landlæknisdruslan af þessu?
Ég hélt í einfeldni að hreinlæti væri hvergi mikilvægara en á spítölum nema kannski á veitingastöðum. Og svo á bara að halda fund og blessa klúðrið. Varla batnar hreinlætið við það. Auðvitað á að segja upp þessum samningi hið snarasta og færa þessi mál til fyrri vega.
Smálánafyrirtækjamenningin á ekki heima í heilbrigðiskerfinu.
Og hvernig er með þennan Kærnested í rekstrarfélagi stjórnarráðsins. Þann sem rak skúringarkonurnar. Er hann eitthvað skyldur leigusalanum með sama nafn, sem lifir á okurleigustarfsemi sem er fjármögnuð með lánum sem hann neitar að greiða.
Kannski að DV upplýsi það næst.
27.11.2014 | 15:00
Svipta þarf Jón Gunnarsson þingmannssætinu
Þingmenn eiga að starfa að almannahagsmunum en ekki haga sér eins og fylgdarkonur. Jón Gunnarsson hefur selt sig og staðið vörð um hagsmuni kvótaeigenda og annarra fjármagnseigenda. Þannig menn eiga ekki að sitja á þingi.
Og þar að auki er maðurinn svo illa gefinn að furðu gegni að hann skuli vera í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Eða hvaða sæmilega skynsamur maður vogar sér að fara fram með svona þvælu:
Það er ríkjandi misskilningur varðandi rammaáætlun. Það að setja virkjanir í nýtingarflokk hefur ekkert með þá ákvörðun að gera að þar verði virkjað. Þegar virkjanakostur fer í nýtingarflokk á eftir að fara í allt umhverfismat þeirra framkvæmda sem tilheyra hverri virkjun. Þannig að það er mikil vinna framundan. Umhverfismat getur tekið langan tíma, jafnvel nokkur ár,
Er umræðan a Alþingi virkilega enn á svona lágu plani? Ljúga menn eða er heilabúið bara ekki virkara?
Það hefur aldrei verið nauðsynlegra en núna, að setja alþingismönnum siðareglur og banna hagsmunagæslu og lobbýisma á þingi. Það er víst nóg af lobbyistum sem herja á þingmenn utan þingsala.
![]() |
Umræðan á villigötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2014 | 14:13
Ruglið í sambandi við byssumálið
Landhelgisgæslan og lögreglan þurfa vopn. Norðmenn eiga vopn. Þegar norski herinn endurnýjar vopnin sín þarf hann að farga gömlu byssunum og það kostar pening. Þess vegna fannst mönnum tilvalið að láta íslendinga hafa nokkrar byssur og til að uppfylla formsatriði norskra laga þurfti að búa til reikning. Eða eins og norskur foringi sagði, "við urðum að skrifa reikning" Ekki að senda hann í innheimtu. En fjölmiðlafárið hér á íslandi varð til þess að eyðileggja þessa áætlun. Norðmenn, eins formfastir og þeir eru, þurftu nú að standa við "söluna". Og allir tapa.
Fyrirhuguð vopnakaup sem örugglega verða heimiluð munu kosta mun meira en 11 milljónir og það mun kosta Norðmenn 11 milljónir að farga þeim byssum sem nú á að skila. Er nema von að maður efist um dómgreind íslenzkra embættismanna þegar svona er staðið að málum.
Vita menn ekki lengur hvenær rétt er rétt og hvenær rangt er rangt? Þarf eitthvað að spyrja Ögmund um leyfi fyrir vopnakaupum? Eða gerðist þetta vegna þess að búið var að lama innanríkisráðuneytið?
27.11.2014 | 13:57
Jón Bjartmars í skítverkin
Merkilegt að alltaf þegar lögreglan þarf að svara fyrir eitthvað þá er Jón Bjartmars látinn sjá um það. Sama hvort um ræðir Lögregluna í Reykjavík eða Ríkislögreglustjóra. Hvorki Haraldur né Sigríður þora að veita viðtöl. Er svona háttalag líklegt til að auka traust? Minni á að Stefán Eiríksson var allt öðru vísi stjórnandi. Synd að Hanna Birna skuli hafa flæmt hann úr starfi.
25.11.2014 | 19:24
Hættulegar hugmyndir
Nýi dómsmálaráðherrann gengur ansi langt í nýrri löggjöf um almannavarnir. Sjá hér
Hann hefur ekkert lært af lekamálinu. Hann vill auka völd ráðherra og setja inn hlýðnireglu í stjórnsýslunni. Allt í nafni neyðarréttar.
Er ekki kominn tími á nýja stjórnarskrá?
25.11.2014 | 19:16
Að henda mat er óafsakanleg heimska
En að ætla sér að hafa vit fyrir öllum varðandi allt er verra.
![]() |
30% matvæla fer í ruslið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2014 | 16:54
2 atriði sem ekki ganga upp
Ef útgönguskatturinn verður 35% þá þýðir það að Seðlabankinn verður samt að útvega 960 milljarða í gjaldeyri til að losa um allar eignir kröfuhafa. Í dag á Seðlabankinn 40 milljarða í óskuldsettum gjaldeyrisvarasjóði. Þarna sé ég ekki betur en skapist gagnfæri fyrir kröfuhafa. Þeir gætu einfaldlega valdið greiðslufalli ríkissjóðs ef þeir ákvæðu allir að fara með sitt fé þrátt fyrir þennan skatt. Þarna þarf að fara mjög varlega og varast flas.
Hitt atriðið varðar ályktun Evrópudómstólsins um verðtryggingarsamningana. Ætla menn virkilega að nota tæknilegan galla í samningum sem ástæðu til að hlaupast undan greiðsluskyldu? Ég vona svo sannarlega að stjórnvöld geri strax ráðstafanir til að koma í veg fyrir skrípaleik dómstóla eins og þann sem varð vegna gjaldeyrislánanna svokölluðu. Auðvitað kemur það ekki til greina að lánasamningarnir verði dæmdir ólöglegir vegna tæknigalla. Fólk tók verðtryggð lán vegna lágrar afborgunar. Fólk var ekkert að spá í að þurfa að greiða þau til baka tuttuguföld. Það var bara seinni tíma höfuðverkur.
Nú verður bara að setja lög sem taka á þessu og sekta viðkomandi lánastofnanir um væna fúlgu. Sú sektargreiðsla gæti svo nýzt til niðurgreiðslu á vaxtaokrinu.
Þetta held ég að sé skásta lausnin því menn eru ekki að fara að afnema hér verðtryggingu á næstunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)