Alþingismenn geta ekki hætt að sukka

Lengi hefur verið talað um lausung í ríkisrekstri.  Ríkisstjórnir taka ákvarðanir um greiðslur án heimilda og svo er bara reikningurinn sléttaður af ári seinna með fjáraukalögum.  Stjórnlagaráð vildi setja skorður við þessu háttalagi með skýrum hætti í stjórnarskránni.

 

69. gr.

Greiðsluheimildir.

Enga greiðslu má inna af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum. Að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis getur fjármálaráðherra þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar, til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum.

Þarna er meginreglan skýr en þó veitt svigrúm vegna ófyrirséðra atvika.  Þessu ákvæði breytti meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndarinnar og setti inn aftur heimildina til að sukka

 

70. gr.
Greiðsluheimildir.

Enga greiðslu má inna af hendi nema heimild sé il þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis getur ráðherra sem ber ábyrgð á fjárlögum ríkisins þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum.

Eflaust má deila um hve afgerandi þessi mismunur er en ég held að þarna muni ríkisstjórnir túlka orðalagið sem heimild til að sukka áfram.

Mörg fleiri svona dæmi er að finna í breytingartillögum meirihlutans.  Og ég hvet fólk til að kynna sér frumvarpið sjálft.  Seinna í dag mun ég gera samanburðarskjalið sem ég er að vinna, aðgengilegt.  Þar er hægt að skoða samhliða tillögur Stjórnlagaráðs og breytingartillögur meirihluta Valgerðar og Álfheiðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband