Starfsmaður hrægammasjóðs gefur ráð

Hvernig voga menn sér að púkka uppá menn eins og Ásgeir Jónsson sem var gerandi í markaðsmisnotkun gömlu bankanna.  þessi maður var forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings og núna er hann starfsmaður Gam Investment, sem er hrægammasjóður sem hefur sérhæft sig í uppkaupum á íbúðum í Reykjavík með það fyrir augum að spenna upp bæði söluverð fasteigna og leiguverð fasteigna.  Að þessi maður skuli fela þessa staðreynd undir starfstitli lektors við HÍ segir allt um þær blekkingar sem þessi hrægammasjóður þarf að hafa í frammi til að ná markmiðum sínum.

Ásgeir Jónsson ætti að vera undir eftirliti Sérstaks saksóknara en ekki að bulla og ljúga undir fölsku yfirskyni.

dr. Ásgeir Jónsson

hagfræðingur
netfang: asgeir(at)gamma.is
sími: 519-3306

 

Ásgeir hóf starfsferillinn sem hagfræðingur hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún árið 1994 og ritstjóri Vísbendingar árið 1995. Árið 2000 hóf hann störf á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands  og varð lektor hjá Hagfræðideild árið 2004. Ásgeir tók við starfi sem aðalhagfræðingur Kaupþings árið 2004 og forstöðumaður Greiningardeildar Kaupþings 2006 (síðar Arion Banki). Árið 2011 fór hann aftur í fulla stöðu sem lektor við samhliða því vera efnahagsráðgjafi hjá GAMMA. Ásgeir vann ýmsar viðurkenningar  á námsferli sínum og hefur skrifað greinar og bækur um ýmis mál tengd hagfræði, hagsögu og bókmenntum. Nýjasta bók Ásgeirs ,,Why Iceland" var gefin út af McGraw-Hill í Bandaríkjunum árið 2009.

 


mbl.is Leggur til „aðeins-vaxta“ lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband