Uppblásin umræða um flugvöllinn

Ég er kominn á þá skoðun að umræðan um flugvöllinn í Vatnsmýri hafi í raun aldrei snúist um flugvöllinn heldur um eitthvað mál sem hægt væri að nota til að binda enda á valdasetu Samfylkingar og Besta Flokksins í borginni.  Það að velja flugvöllinn svínvirkar.  það vilja allir hafa sitt að segja þótt fæstir hafi fyrir því að kynna sér tæknileg atriði svo sem hvernig flugvöllurinn er að þjóna hlutverki sínu? Hvort flugöryggi sé tryggt?  Eða hvort hann sé á undanþágu og hvort farþegum sé að fjölga eða fækka?  Nei slíkt er algert aukaatriði fyrir þrasgjarna Íslendinga. Enda umræðuhefðin ekki á háu plani. En kosningastjórar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í komandi sveitastjórnarkosningum eru þegar teknir til starfa og þeir munu án efa nota flugvallardeiluna til hins ýtrasta og gera þetta mál að kosningamáli.  Og ég geri ráð fyrir að plottið gangi upp. Menn munu kjósa þá flokka sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri og þannig munu D og B ná aftur völdum en án Gísla Marteins og Þorbjargar Helgu. Þeim verður refsað og fá ekki sæti á listanum.  þess í stað verður Halldór Halldór fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði látinn leiða lista Sjálfstæðismanna í borg Davíðs!!  Sem er í sjálfu sér ekki slæmur kostur.  Halldór er mun betri kostur til að stýra borginni en Júlíus Vífill og Kjartan Magnússon til samans. Að ég tali ekki um aulann Gnarr og staulann Dag.

Og þegar Sjálfstæðismenn hafa unnið borgina mun innanlandsflugið færast til Keflavíkur vegna þess að það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt.  Reykjavíkurflugvöllur getur ekki þjónað sem varavöllur fyrir millilandaflugið af öryggisástæðum og farþegum um Reykjavíkurvöll fer ört fækkandi. Fækkaði um 7.4% í maí, 12.2% í júní og 11.9% í júlí. Raunar fer farþegum um hina miðstöð innanlandsflugsins, Akureyrarflugvöll, líka fækkandi.  Ég benti á fyrir nokkru að það myndi styrkja innanlandsflugið að færa það til Keflavíkur.  Nú hefur verið tekið undir þá skoðun. til dæmis hér

Umferð um Keflavíkurflugvöll er vaxandi og talað er um fjölgun um 1 milljón á næstu 10 árum. Ætla menn ekkert að stjórna þessari fjölgun.  Það er hægt með því að bjóða upp á innanlandsflug milli Akureyrar og Keflavíkur.  Á Akureyri er svo hægt að efla miðstöð til annarra staða á norðvestur, norður og norðausturlandi. Líkt og Norlandair gerir í dag en bara miklu fjölbreyttari þjónustu fyrir þá sem það vilja. Miklu nær er að tala um Akureyrarflugvöll sem miðstöð en Reykjavík sem endastöð.

Ég held menn verði að átta sig á að þegar menn tala um miðstöð innanlandsflugs þá eru menn að tala um Flugfélag Íslands og svo Icelandair.  En það eru önnur flugfélög sem sinna innanlandsflugi frá Vatnsmýri, til dæmis Flugfélagið Ernir og Air Arctic. Þessi flugfélög gætu sennilega starfað áfram þótt Flugfélagið færi með sínar Fokker vélar til Keflavíkur.  Þá yrði Vatnsmýrarvöllurinn bara eins og hver annar áætlunarvöllur. Með einni flugbraut, minni mengun og meira öryggi.  Og þá munu margir vilja gleyma stóryrðunum sem hafa fallið um þessa hönnuðu illdeilu.


mbl.is 72% vilja flugvöll í Vatnsmýrinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta er skemmtileg pæling en ég er samt viss um að fækkun farþega í innanlandsflugi sé af þeirri einföldu ástæðu að flugförin eru orðin það dýr að fólk heldur í við sig, þegar kemur að ferðalögum til höfuðborgarinnar.

Skoðaðu hver hlutur hins opinbera er í innanlandsflugfargjöldum, þér á eftir að bregða lítið eitt.

Minni mengun er eitt og lengra flug með meiri brennslu á eldsneyti annað, eða hvað? Kynntu þér málið, margt sem kemur þér á óvart eftir það grúsk.

Sindri Karl Sigurðsson, 13.9.2013 kl. 21:23

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

takk Sindri fyrir þetta innlegg. Hvar getur maður séð hvað ríkið er að greiða fyrir fargjöld innanlands?  Í fyrri færslum nefndi ég nú einmitt þetta sama og Pétur, að það eru helst þeir sem ekki greiða sitt fargjald sjálfir sem nota völlinn og átti við bæði sveitastjórnarmenn og ríkisstarfsmenn og starfsmenn á vegum fyrirtækja en Isavia hefur engar upplýsingar um skiptingu farþega t.d hversu margir farþeganna eru erlendir ferðamenn.  Það eru upplýsingar sem skipta máli.  Og svo talaði ég við markaðsstjóra hjá Flugfélaginu Ernir og hann vildi ekki meina að lokun norður-suður flugbrautar myndi ganga að þeirra flugrekstri dauðum.  Enda er ekki verið að tala um að hætta flugrekstri í Vatnsmýri, bara að loka annarri brautinni.  Þeir sem nenna að lesa skýrslu Samgönguráðuneytisins frá 2005 gætu fræðst um margt í sambandi við þetta mál og ég mæli með að allir lesi þessa skýrslu. Sérstaklega þeir sem hafa skráð sig á lending.is og þeir sem ekki hafa skráð sig ættu að athuga hvort þeir eru ekki skráðir.  Það ku vera ófá dæmi um að fólk sé skráð án þess vitundar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.9.2013 kl. 21:55

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Jóhannes, "Ég er kominn á þá skoðun að umræðan um flugvöllinn í Vatnsmýri hafi í raun aldrei snúist um flugvöllinn heldur um eitthvað mál sem hægt væri að nota til að binda enda á valdasetu Samfylkingar og Besta Flokksins í borginni. " Þú gætir ekki verið fjær hinu sanna, Upphafið er í tíð vinstristjórnarinnar en þetta er ekkert annað en árás á landsbyggðina en markmiðið er að drepa niður fluvöllinn með því að fækka flugbrautum og minka notkunnargildið. Sú staða sem upp er komin heitir hinsvegar sjálfhelda því Jón Gnarr og Dagur B komu sér þangað af sjálfu sér. Það er ekki Sjáfstæðismenn eða framsóknarmenn í Rvk sem eru þarna að berjast heldur þverpólitísk breiðfylking landsbyggðiarmanna í broddi fylkingar með öfbugum liðstirk Reykvíkinga sem þetta manna.

Ef það er einhver að fella samfylkingarnar(besta og samfylkinguna) í þessu máli þá er það flækjufætur þeirra sjáfra

Brynjar Þór Guðmundsson, 14.9.2013 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband