Óábyrg játning!

Hrólfur Jónsson hefur stigið fram og viðurkennt að bera einn ábyrgð á heimildarlausum fjárútlátum fyrir 120 milljónir í sambandi við braggaframkvæmdir. Ekki nokkur maður trúir því.

Alltof margir vissu um framúrkeyrsluna og ómögulegt annað en borgarstjóri hafi verið upplýstur um framvinduna. Fjármálahópurinn vissi allt um málið. Eiga þeir þá ekki líka að axla ábyrgð? Hrólfur Jónsson þótti greinilega góður starfsmaður. Þessa umsögn er enn að finna á vef Reykjavíkurborgar,

"Hrólfur Jónsson skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar

Hrólfur er menntaður byggingatæknifræðingur með rekstur sem valgrein. Hann hefur einnig stundað nám í brunaverkfræði og fyrir tveimur árum lagði hann stund á nám við opna háskólann í Danmörku (DTU) þar sem hann las m.a. um gerð ársreikninga, áætlanagerð, fjárfestingar og breytingastjórnun.

Hrólfur hefur verið stjórnandi hjá  Reykjavíkurborg í nær þrjá áratugi, fyrst sem varaslökkviliðsstjóri og slökkviliðsstjóri en frá árinu 2004 hefur hann gegnt starfi sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs. Hann hefur gegnum tíðina leitt fjölbreytt stefnumótunar- og breytingaverkefni, þ.á.m. víðtækar breytingar á framkvæmdasviði. Hann hefur því yfirgripsmikla þekkingu á  breytingaferlum, opinberri stjórnsýslu, fjármálum og áætlanagerð.

Hrólfur þykir kraftmikill, kappsamur og úrræðagóður. Hann leitar stöðugt nýrra tækifæra og sýnir frumkvæði. Hann þykir líklegur til að verða öflugur og framsýnn leiðtogi nýrrar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar."

Til hvers er þessi maður að stíga fram áður en innri endurskoðun hefur lokið úttekt?  Hvaða baktjaldaplott er í gangi?


mbl.is „Mistök sem ég tek á mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það skal upplýst sem ekki kemurfram í frétt mbl.is að Hrólfur starfar nú hjávísindagörðum HÍ.  Hann starfar semsagt ekki hjá HR og hefur greinilega ekki tekið þátt í fjársvikadrullumaki Ara rektors og Margrétar arkitekts.  Afhverju er ekki upplýst hvað veitingareksturinn í bragganum greiðir HR fyrir aðstöðuna?  

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2018 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband