Verkalýðurinn að vakna

Í kjölfar vel heppnaðra hallarbyltinga í VR og Eflingu hafa málefni verkalýðs og sjómanna loks komist á dagskrá. Ég hélt satt að segja að sjómönnum væri ekki viðbjargandi og kenndi þar um hinni undirliggjandi atvinnukúgun, sem útgerðarauðvaldið beitir sjómenn sína.  En upp er risinn spámaður sem boðar breytingu á áratuga kúgun sjómannastéttarinnar. Því fagna ég og ekki skemmir það fyrir henni að þurfa í leiðinni að velta spilltri stjórn Sjómannafélags Íslands úr sessi. Mafían í kringum Jónas Garðarsson hefur allt of lengi farið með það félag eins og sitt eigið prívat einkahlutafélag. Menn hljóta að muna hvernig Birgir Björgvinsson tók tímabundið við formennsku á meðan glæpamaðurinn Jónas Garðarsson sat af sér dóminn vegna manndrápanna á skemmtibátnum. Man ekki til þess að félagsmenn hafi fengið neitt um það að segja.

Þess vegna fagna ég framboði ungu konunnar og treysti því að fjárreiður félagsins verði rannsakaðar til hlítar því þessi kennitölubreyting sem fyrirhuguð var með sameiningu við 4 önnur félög lyktar eins og eitthvað hafi þurft að fela í rekstri félagsins. Þetta hringl með fundargerðir og lög félagsins varða við hegningarlög því þetta er ekkert annað en skjalafals. Og ef stjórnin hefur eitthvað að fela þá mun það komast upp.

Áfram sjómenn!


mbl.is „Algjörlega óboðleg vinnubrögð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Tek undir hvert orð síðuhafa. Kominn tími til að moka flórinn hjá Sjómannafélagi Íslands og þó fyrr hefði verið.

 Göðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.10.2018 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband