Hvað segir Bergþóra við gagnrýni Lilju?

Þjóðvegur 60 á að liggja um Teigsskóg . Af því bara!  Þetta er afstaða Veghaldara ríkisins með dýralækninn í forsvari.

En nú er komin út alvöruskýrsla, sem leiðir líkum að nýtt vegstæði, sem þverar Þorskafjörð utanverðan, sé betri og hagkvæmari kostur sem framtíðarvegstæði þjóðvegarins til Vestfjarða.

Kostnaðurinn er sambærilegur en hagræn áhrif á samfélagið í Reykhólahreppi eru margfalt jákvæðari með Reykhólaleið, en leiðinni um Teigsskóg. Þetta kemur fram í skýrslu Viaplan, sem unnin var fyrir sveitarstjórn Reykhólahrepps, sem fer með skipulagsvald á umræddu svæði.  Vegagerðin segir að kostnaðurinn sé of mikill.  Lilja Karls, höfundur skýrslu Viaplans, segir um  fölsun að ræða í tölum Vegagerðarinnar. Þeir séu að bera saman epli og appelsínur. Þ.e. bitabrú og stöplabrú. Einnig kemur fram í skýrslu Lilju Karls fyrir Viaplan, að mögulega sé veghaldarinn að gera óþarflega strangar kröfur um gerð vegarins með tilliti til lítillar umferðar. Þar eru notuð einhver tækniorð sem hvorki ég né Bergþóra skiljum fyllilega en Bergþóra ætti að geta fengið kynningu hjá sínum verkfræðingum öfugt við mig.  En þó er það ekki öruggt. Því verkfræðingar vegagerðarinnar kunna bara að byggja bitabrýr. Á vef vegagerðarinnar er ekki einu sinni minnst á stöplabrýr eins og norðmenn kunna að reisa.  En á þessum tveim tegundum brúa virðist mikill kostnaðarmunur.

Ég er löngu búinn að taka afstöðu. gerði það reyndar 2011, þegar ég benti á leið R sem besta kostinn.  Talaði reyndar um jarðgöng undir mynni Þorskafjarðar en ekki brú.  Ástæðan var þær þveranir sem vegagerðin hafði gert t.d í Kolgrafarfirði.  Þar er svo sannarlega víti að varast.  En eins og kunnugt er vill vegagerðin gera samskonar þveranir á leið Þ-H um Teigsskóg. Þeir ætla að gera 3 firði að fiskgildrum svipaðri og Kolgrafarfjörð. Þ.e. Gufufjörð, Djúpafjörð og innanverðan Þorskafjörð! Hvaða rugl er það?


mbl.is Reykhólaleið talin vænlegust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband