Ræningjar í Kardemommubæ

Eins og allir vita er munur á þjóf og ræningja. Og eins og í Kardemommubæ þá ganga ræningjar líka lausir á Íslandi og lítið gert til að hafa hendur í hári þeirra.  Sérstaklega ef þeir tengjast valdamönnum innan Sjálfstæðisflokksins. En það hlýtur að vera skýringin á því að hjónakornin, Svanhildur Nanna og Guðmundur Þórðar, þau sem voru hvað stórtækust í gripdeildum úr þrotabúi Glitnisbanka skuli ekki hafa verið látin sæta ábyrgðum eða ákæru vegna augljósra svika og blekkinga við kaupin á Skeljungi.

En eins og kunnugt er þá tengist Bjarni Ben þessu svikapakki í gegnum viðskipti sín og fjölskyldunnar á árunum fyrir hrun. Nafnið sem dúkkaði oftast upp, er nafn Einars Arnar sem lék aðalhlutverkið í snúningnum sem tekinn var á Skeljungi og sem gerði þá sem komu að svikafléttunni forríkt fólk.  En það komu líka fleiri við sögu. Til dæmis Halla Sigrún Hjartardóttir sem skipuð var formaður stjórnar FME af engum öðrum en Bjarna Benediktssyni viðskiptafélaga Einars Arnar úr Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka.  Allan þennan viðbjóð er hægt að rifja upp hér.

Í dag er ránsfengurinn bundinn í tryggingafélaginu VÍS. Og Kasper vill verða stjórnarformaður.   Og Sebastian aka Bjarni Ben horfir í gegnum fingur sér en Soffía frænka aka Katrín J, ræður ekki við þetta freka fólk, frekar en í sögunni um Kardemommubæinn.  Enda sópurinn löngu genginn úr skaftinu.


mbl.is Studdi ekki óbreyttan meirihluta í stjórn VÍS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband