24.2.2012 | 18:59
Mörður þarf að kveikja á heyrnatækjunum!
Mörður er þekktur fyrir að fara alltaf í manninn en ekki boltann. Hann bregður ekki útaf vananum í nýjasta pistlinum. Mörður þarf að hætta þessum skotgrafahernaði og prófa einu sinni að hlusta á sjálfan sig. En til að geta hlustað þurfa menn að geta heyrt.
Mörður segir:
Andskotar nýrrar stjórnarskrár
Erfiðleikarnir í þessu liggja ekki í leti, heimsku eða hroka nefndarmanna í stjórnlaga- og eftirlitsnefnd alþingis, einsog mætti lesa úr pennum þeirra Pawels og Salvarar, heldur er þránd í götu nýrra stjórnlaga einkum að finna í stjórnmálaflokknum sem mesta ábyrgð ber á hruninu, Sjálfstæðisflokknum svokallaða, og að hluta til líka í nýjum og gömlum fylgiflokki hans, hinum svokallaða Framsóknarflokki. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur frá upphafi lagst gegn stjórnarskrárvinnunni og reynt við hvert einasta skref að spilla fyrir verkunum, að gera ferlið tortryggilegt, að draga í efa hæfi og umboð stjórnlagaráðsmanna, og haldið fast við að stjórnlagavinnan eigi hvergi heima nema í launhelgum alþingis í traustri umsjá lögfræðinga sem Sjálfstæðisflokkurinn velur.
Ástæðurnar eru auðvitað að þeim sárnar missir valda sem þeir töldu sjálfgefin, og svo þau íhaldsfræði að bara hin arfhelga elíta hafi rétt til að skipa grundvallarmálum í samfélaginu en hér er auðvitað hrápólitík líka svosem hörð andstaða við ákvæðið góða um þjóðareign auðlinda, sem stjórnlagaráðið samþykkti að lokum einum rómi.
Nú dettur mér ekki í hug að gera lítið úr ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar á hruninu eða verja varðstöðu þessara flokka fyrir sérhagsmunum flokkseigendanna. En það vill bara svo til, að valdahlutföllin breyttust 2009 og nú er Mörður í meirihluta og það er hans flokkur, sem ber ábyrgð á óskiljanlegu klúðri Alþingis varðandi stjórnarskrárbreytingarnar en ekki Sjálfstæðisflokkurinn.
Látum vera hvernig að skipan stjórnlagaráðs var staðið (það er óþarfi að dvelja lengur við það. Því verður ekki breytt úr þessu). En frumvarp var pantað og frumvarp var samið. Þar með lauk aðkomu frumvarps-smiðanna og við átti að taka hefðbundin meðferð á Alþingi. En meirihlutinn kaus aðra málsmeðferð. Málsmeðferð sem ekki er fordæmi fyrir. Um það snýst málið og í gegnum skín að það er engin sátt innan stjórnarflokkanna um þetta frumvarp og þess vegna er það ekki rætt. ÞAÐ ER EKKI VEGNA ANDSTÖÐU HRUNFLOKKANNA ENDA RÁÐA ÞEIR ENGU UM ÞAÐ
Mörður þarf að fara í naflaskoðun og leggja spilin á borðið. Að svara eftirfarandi spurningum heiðarlega gæti hjálpað til við það ferli.
- Af hverju var ekki farið í efnislega umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið strax á síðasta haustþingi?
- Afhverju var brugðið útaf hefðbundnu ferli?
- Af hverju þessi handarbakavinna eins og Sigurður Nordal bendir á?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2012 | 18:19
Það sem húsbændurnir hafast að..
Þetta kallast víst að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Til hamingju með það Ólafur Þór!
24.2.2012 | 17:52
Glötuð tækifæri
Við hrun þjóðfélagsins og gildanna árið 2008 gafst ómetanlegt tækifæri til að staldra við og byggja upp nýtt og betra samfélag. Þetta tækifæri er núna gengið okkur úr greipum. Í stað þess var farin sú leið að endurreisa gamla spillta kerfið á fúnum stoðum flokksræðis og samtryggingar spilltra stjórnmálamanna sem ganga erinda sérhagsmuna og auðhyggju en láta sig minna varða fjárhagslega velferð þorra þegnanna og rétt þeirra til sjálfsbjargar. En kannski eru ráðamenn ekki jafn spilltir og mörgum virðist vera. Kannski eru þeir bara svona heimskir! Og það er margfalt verra. Því það stenst heimskunni enginn snúning. Enda tekur heimskinginn engum rökum heldur veður áfram fullkomlega sannfærður um að enginn sé honum fremri. Þetta hlýtur að vera skýringin á öllum þeim endalausu axarsköftum sem meirihluti alþingis ber ábyrgð á frá hruni.
Í þessu ljósi er fullkomlega galið að vera að hræra í grundvallarsáttmálanum sem er stjórnarskráin. Enda er afurð Stjórnlagaráðs illa unninn bræðingur þar sem tilgangurinn var látinn helga meðalið. Það kann aldrei góðri lukku að stýra. Þegar stefnt er að bestu mögulegri útkomu þá nota menn ekki lægsta samnefnarann. Ég gæti svo auðveldlega skrifað 100 greinar eins og Gísli Tryggvason um tillögur Stjórnlagaráðs, en ég ætla ekki að gera það. Hins vegar vil ég hvetja alla til að kynna sér frumvarpið á gagnrýninn hátt. Til að auðvelda mönnum yfirlesturinn og vinnu með textann, þá hef ég útbúið tvenns konar útgáfur af frumvarpinu. Í fyrsta lagi þá tók ég upprunalega pdf skjalið og bætti inní það bókamerkjum í samræmi við yfirlitið. Einnig gerði ég mögulegt fyrir lesendur að bæta inn eigin athugasemdum. Í öðru lagi þá tók ég mig til og bjó til rafbók sem hægt er að lesa í til þess gerðum lestölvum sem notast við epub format. Það er í raun ámælisvert að þetta hafi ekki verið gert strax í upphafi af ráðinu sjálfu. En eins og kunnugt er, þá hefur engin kynning farið fram á frumvarpinu, hvorki af hálfu Stjórnlagaráðs né stjórnvalda og engin umræða á þingi heldur.
Öll þessi vinna og yfirlega hefur svo orðið til þess að ég tel mig þekkja frumvarpið og greinagerðina það vel núna, að ég get ekki með nokkru móti samþykkt að það fari í þjóðaratkvæðagreiðslu óbreytt. Bara það, að það er engin tilraun gerð til að útskýra hugtök sem notuð eru, leiðir af sér óskýran texta fullan af mótsögnum og endutekningum sem aftur er afleiðing þeirra hópavinnu sem einkenndi starf ráðsins. Einnig er sláandi að þau hugtök sem mest eru notuð í orðræðunni varðandi núverandi stjórnarskrá koma varla fyrir í þeirri nýju. Þar er til dæmis hvergi minnst á landráð né viðurlög við brotum gegn stjórnarskránni. Og Það er aðeins minnst á ábyrgð, á 5 stöðum og ráðherraábyrgð á 3 stöðum. Hins vegar er heil grein sem fjallar um ábyrgð forseta og nokkrar sem fjalla um hvernig hægt er að setja forsetann af.. Eins má nefna mannréttindakaflann sem dæmi um atriði sem eru meira í ætt við viljayfirlýsingar og óraunhæfar væntingar heldur en ótvíræð fyrirmæli. Enda hefur engin umræða farið fram um það hvernig stjórnarskráin á að vera. Þjóðfundurinn gaf enga línu í þá átt þótt menn séu með þær eftiráskýringar núna. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum nýja stjórnarskrá sem yrði um leið grunnur að nýju lýðveldi þar sem grunnstefið væri beint lýðræði og valddreifing. Þessi bræðingur sem nú liggur fyrir getur aldrei orðið grunnur til sátta. Því miður
![]() |
Handarbakavinna og algjört klúður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnarskrármálið | Breytt 9.2.2013 kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2012 | 17:38
Í draumi sérhvers manns.....
Einu sinni bauð Össur Skarphéðinsson mér að verða kosningastjóri sinn. Þetta var áður en Geir Haarde bannaði honum að blogga á nóttunni. Í þá tíð átti Össur enn hlutabréfin(stofnbréfin) í SPRON og vissi ekkert af yfirvofandi hruni enda hálfsofandi á ríkisstjórnarfundunum. þetta var líka á meðan Össur var einn af okkur. Síðan þá hafa mörg vötn fallið til Dýrafjarðar og fæðingarstaður Jón Sigurðssonar forseta skolaðist óvart með þeim vötnum skamma stund. Því tókst að bjarga en Össuri verður ekki lengur bjargað
Nú dreymir hann um að verða fyrsti evrópuþingmaður Samfylkingarinnar í Brússel. Hann er ekki lengur einn af okkur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2012 | 15:01
Við erum ekki nógu þakklát
Yfirleitt er bloggumræðan gegnsýrð af óánægju, nöldri og leiðindum þannig að jafnvel innhringjendur útvarps Sögu hljóma eins og sunnudagapredikarar í samanburði við týpískan moggabloggara. Þessu þarf að breyta. Við þurfum að vera jákvæðari og blogga líka um það sem er þakkarvert. Til dæmis er ekki hægt að þakka það nógsamlega að Árni Johnsen skuli ekki hafa verið gerður að þingforseta. Því ég hef tekið eftir því að óþolinmæði forseta á bjöllunni stendur í beinu hlutfalli við skilning viðkomandi á málefninu sem verið er að ræða hverju sinni. Ragnheiður Ásta er til dæmis alltaf á bjöllunni svo og Kristján Möller en aðrir eru betur með á nótunum og leyfa ræðumönnum að ljúka máli sínu oftast nær. það er líka þakkarvert að Árni og nokkrir aðrir eru ekki mikið að blanda sér í umræður um flókin þingmál. Þeir hafa þó vit á því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2012 | 14:18
Svona vinnur kerfið
Eitt af því sem ég hef sterkar skoðanir á eru neytendamál og sérstaklega neytendaréttur. Þar er pottur brotinn eins og öllum ætti að vera ljóst í kjölfar uppljóstrana um kadmíum, iðnaðarsalt og skaðlegar sílikonfyllingar í brjóstum útlitsdýrkenda. Að ég tali ekki um ólögleg neytendalán og ólöglega gjaldtöku ríkis og sveitarfélaga og svívirðilega verðskrá lögmannafélagsins. Allt eru þetta málefni sem varða okkur sem neytendur vöru og þjónustu. En samt sýna fáir þessum málum áhuga ef frá er talið hefðbundna viðtalið við Runólf Ólafsson, hjá F.'I.B, sem alltaf er spilað í hvert sinn sem bensín og olía hækkar í verði.
En til þess að vera virkur neytandi þá þarf að láta verkin tala og upplýsa viðkomandi aðila um það sem manni finnst betur mega fara. Stundum er brugðist vel við slíkum kvörtunum og gerðar úrbætur en stundum lendir maður á eintómum þvergirðingum eins og þetta dæmi um samskipti mín við Neytendastofu sannar.
Málavextir voru þeir að í kjölfar umræðu á siðasta ári um hið norræna hollustumerki, Skráargatið, þá tók ég eftir auglýsingu frá Mjólkursamsölunni í byrjun janúar þar sem þeir auglýsa vörulínuna Skyr.is undir þessu hollustumerki. þar sem ég vissi að ísland var ekki aðili að þessu norræna samstarfi þá ákvað ég að tala við neytendastofu og fá þeirra álit. Svörin komu á óvart því viðkomandi sérfræðingur kannaðist ekkert við þetta hollustumerki og gat því lítil svör gefið en bað mig samt að senda sér email, hvað ég gerði og hljóðaði svona:
From: laxi@internet.is
To: <sigurjon@neytendastofa.is>
Date: 25.01.2012 13:57
Subject: skyr.is
Komdu sæll Sigurjón, Ég sendi þetta erindi í kjölfar símtals um sama
efni. Erindið er að vekja athygli á vafasamri notkun Mjólkursamsölunnar
á sætuefninu aspartam í framleiðslu á skyrdrykkjum og jógúrt sem
markaðssett eru af fyrirtækinu sem heilsuvörur. Einnig vil ég vekja
athygli á nýjum umbúðum á vörum sem framleiddar eru undir merki skyr.is,
en þar flaggar Mjólkursamsalan, hinu norræna Skráargati, og er með því
að blekkja grunlausa neytendur um að varan uppfylli einhverja staðla um
hollustu. En svo er ekki eins og notkunin á aspartam í stað sykurs og
ávaxtasykurs, sannar.(Fyrirtækið hafði verið gagnrýnt fyrir óhóflega
notkun á viðbættum sykri)
http://www.ms.is/Frettir/778/default.aspx
Ég óska eftir að Neytendastofa skoði málið og láti þá alla sem málið
varðar vita af þessari kvörtun.
Virðingarfyllst
Jóhannes Laxdal
kt 150752-2219
Laufásvegi 22
101 Reykjavík
Eftir að þetta skeyti mitt hafði svo farið á milli manna í þessari stofnun fæ ég eftirfarandi svar:
Sæll Jóhannes.
Reglurnar um norræna Skráargatið hafa ekki verið settar hér á landi. Hinsvegar hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga um þær sem er nú til umfjöllunar hjá atvinnuveganefnd þingsins. Sjá hér:
Tillagan: http://www.althingi.is/altext/139/s/0831.html
Ferillinn: http://www.althingi.is/dba-bin/Aferill.pl?ltg=140&mnr=22
Neytendastofa þekkir ekki hvort sú vara sem þú bendir á uppfylli næringarviðmið Norrænu skráargatsreglnanna. Hins vegar má gera ráð fyrir að Mjólkursamsalan hafi ekki markaðssett vöruna að óathuguðu máli. Ef þig grunar að varan uppfylli ekki skilyrðin bið ég þig um nánari skýringar (þ.e. hver skilyrðin eru og hvaða skilyrði séu brotin) svo hægt sé að meta hvort ástæða sé til aðgerða af hálfu stofnunarinnar vegna villandi viðskiptahátta.
Að öðru leyti bendi ég þér á að beina öllum almennum fyrirspurnum varðandi Skráargatið til viðeigandi stjórnvalds, þ.e. Matvælastofnunar eða Matís. Sjá hér:
http://mast.is/
http://www.matis.is/
Bestu kveðjur,
Daði Ólafsson
Lögfræðingur á neytendaréttarsviði
Neytendastofa
www.neytendastofa.is
Sími: 510-1100
Sími: 510-1100
Bréfsími: 510-1101
----- Forwarded by Daði Ólafsson/Neytendastofa on 26.01.2012 10:20 -----
From: Sigurjón Heiðarsson/Neytendastofa
To: Þórunn Anna Árnadóttir/Neytendastofa@Neytendastofa, Daði Ólafsson/Neytendastofa@Neytendastofa, kari@neytendastofa.is
Date: 25.01.2012 14:30
Subject: Fw: skyr.is
Ég varð að vonum klumsa við þetta svar og þá sérstaklega þessa setningu
"Hins vegar má gera ráð fyrir að Mjólkursamsalan hafi ekki markaðssett vöruna að óathuguðu máli. Ef þig grunar að varan uppfylli ekki skilyrðin bið ég þig um nánari skýringar (þ.e. hver skilyrðin eru og hvaða skilyrði séu brotin) svo hægt sé að meta hvort ástæða sé til aðgerða af hálfu stofnunarinnar vegna villandi viðskiptahátta. "
Þrátt fyrir það sem á undan er gengið, þá skilja menn ekki hlutverk eftirlitssins, en treysta bara á að eftirlitsskyldir aðilar séu að gera rétt! Var þetta ekki einmitt það sem FME flaskaði á í aðdraganda hrunsins og var þetta ekki það sem brást í saltmálinu og kadmíum málinu og PIP málinu og díoxín málinu? Og hversvegna á það að vera mitt að sanna að um brot á reglum sé að ræða? Er það ekki í starfslýsingu þessara stofnana að vita hvað má og hvað má ekki svo réttur neytenda sé tryggður? En það er greinilega ekki skoðun lögfræðideildar Neytendastofu að svo sé. Þeir líta greinilega á að hlutverk þeirra sé að vernda stórfyrirtækin gegn neytendum. I rest my case
E.S Ég tel mig ekki hafa brotið neinn trúnað þar sem ekki var áskilið af sendanda að um trúnaðarmál væri að ræða. Slíkt var hins vegar áskilið varðandi tölvusamskipti við Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss, sem þó brást drengilega við kvörtun sem ég sendi en get ekki greint frá vegna trúnaðar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2012 | 13:09
Er þá löglegt að braska með bótasjóði?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2012 | 12:09
Opinberar persónur
Ég hef hingað til ekki blandað mér í umræður um persónuleg málefni manna sem dregin hafa verið inn í umræðuna af soramiðlum og sorafréttamönnum. Skiptir þá einu hvort viðkomandi einstaklingar hafi sjálfir veitt viðtöl eða eitthvað sem grafið hefur verið upp í gegnum slúðurkerlingar. Ég hef lýst vanþóknun á tilfinningaklámi vissra fjölmiðlamanna þar sem ítrekað hefur verið brotið gegn persónulegri friðhelgi fólks sem er í sálarháska. Nú er í uppsiglingu eitt slíkt mál sem að mínu mati á ekkert erindi við almenning.
Opinberar persónur eiga allar sitt einkalíf og okkur varðar ekkert um þá harmleiki sem gerast innan veggja heimilanna. Það eru til aðrar leiðir til að afgreiða slík mál og opinber umfjöllun og tilheyrandi illmælgi og sleggjudómar gera aðeins illt verra fyrir þá sem bera slík mál á torg.
Þóra Tómasdóttir og allar þessar Stóru Systur skulda okkur skýringar. Vilja þær stuðla að því að hér verði til steingelt þjóðfélag þar sem allt kynferðislegt sé umsvifalaust stimplað sem klám og hugtakið velsæmi endurskilgreint samkvæmt þeirra brotnu ímynd?
Ég held við ættum að vanda okkur betur áður en við fremjum mannorðsmorðin samanber mál Gunnars Björnssonar og Gunnars í Krossinum. Enda er það ekki skrílsins að dæma heldur þar til gerðra dómstóla sem við höfum sammælst um að virða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2012 | 09:31
Hroki aðkomumannsins
Pawel hinn pólskættaði hefur verið óþreytandi álitsgjafi á síðum Fréttablaðsins og í þjóðmálaumræðunni undanfarin ár. Drengurinn er talsmaður sérhyggjunnar og sem slíkur þá er hann í litlum metum hjá mér. Framganga hans í þágu sérhagsmuna í vinnu Stjórnlagaráðs varð svo ekki til að bæta tillögurnar. En greinilegt er af hrokafullu svari hans við umleitan Stjórnskipunarnefndar Alþingis, að hann telur sig hafa haft erindi sem erfiði og er ekki til viðtals um að breyta umdeildum atriðum í tillögum C-hóps Stjórnlagaráðs. Auðvitað getur enginn þvingað hann til að mæta á fundi nefnda Alþingis. En með því að mæta ekki þá er hann að bregðast þegnskyldu sinni, sem er nota bene ekki að veita ráðgjöf heldur að rökstyðja augliti til auglitis þær niðurstöður sem hann bar ábyrgð á sem formaður C-hóps Stjórnlagaráðs.
Hroki þessa aðkomumanns sýnir að hann var ekki traustsins verður, að hafa verið valinn til að taka þátt í vinnu Stjórnlagaráðs og fjarvera hans í fyrirhugaðri endurskoðun tillaganna er bara af því góða.
Vertu bara áfram í Póllandi Pavel.
![]() |
Þingið brást stjórnlagaráði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2012 | 19:14
Snorri í Betel og Erfðasyndirnar sjö
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)