Fasistabeljurnar í Framsóknarfjósinu

Frægt var þegar Þráinn Bertelsson kallaði Þorgerði Katrínu, fasistabelju enda var það ótaktískt og fékk hann bágt fyrir. En má ekki með réttu kalla þær Vigdísi Hauks og Siv Friðleifs, fasistabeljur með hliðsjón af nýlegum þingmálum þeirra?  Siv er aðalflutningsmaður að tillögu um að veita lögreglu auknar heimildir til að njósna um samborgarana og Vigdís vill framselja til innanríkisráðherra vald sem Alþing hefur haft til þessa um veitingu ríkisborgararéttar. Nú er löngu mál að linni þessu ríksforsjárdekri alþingiskvenna. Þær verða að átta sig á því að þær eru ekki lengur í móður eða húsmóðurhlutverkinu. "Gerðu eins og ég segi" á ekki að vera grundvöllur lagasetninga. Það er mikill misskilningur. Það er kvennapólitíkinni fyrst og fremst að kenna að við færumst sífellt nær fasísku þjóðskipulagi með hverju "Gerðu eins og ég segi" frumvarpinu á fætur öðru sem takmarkar eða kemur í veg fyrir athafnafrelsi einstaklingsins. Orwell varaði við þessu og hans kenningar eru í fullu gildi. Við þurfum að draga hér stórlega úr allri miðstýringu og forsjárhyggju og efla ábyrgð einstaklingsins á eigin athöfnum og ákvörðunum. Alræði Ríkisins og geðþótti stjórnmálamanna, þar sem hrossakaup og baktjaldamakk er regla en ekki undantekning leiðir til sjúks þjóðfélags og versnandi almennra lífsgæða þótt pólitíska yfirstéttin sjái um sig og sína þá er það óhjákvæmilega á kostnað alls þorra almennings. Fólks sem stritar í sveita síns andlits til að halda þessu bákni gangandi. Bænda , sjómanna, fiskverkafólks og iðn og iðnverkafólks. Er það svoleiðis þjóðfélag sem þessar kellingar vilja?  Ég bara spyr...Crying

Lífsins skák

Á skákborði lífsins er leikið á víxl
en leikfléttu oft reynt að stjórna.
Og guðlasti leikmönnum borið á brigsl
ef biskupum kjósa að fórna.

Meðan íslenskir prestar í hlutverki peðs
í pattstöðu  skáka nú bara.
þeir halda sitt hlutverk að gera til geðs
geistlegum yfirboð-ara

 


Endurskilgreinum þyrlurekstur Gæslunnar

Ég er það gamall að ég man þegar Gæslan átti bara eina litla þyrlu, TF Rán, sem seinna fórst í Jökulfjörðum vestur í Djúpi. Þá voru útköll frekar fátíð. Þetta átti eftir að breytast með komu TF-Líf 1995 þegar Gæslan eignast sína fyrstu alvöru björgunarþyrlu sem er svo stór að hún hentar til að bjarga heilu skipshöfnunum úr sjávarháska. Við brottför varnarliðsins voru síðan fengnar 2 þyrlur til viðbótar að láni frá Norðmönnujm og Svíum.  Í dag á Landhelgisgæslan og rekur 2 þyrlur. Þetta finnst mörgum of lítið. Ég er ekki sammála því.

Eins og kunnugt er hafa Þyrlur mjög takmarka endingu, þær þarfnast dýrs og tímafreks viðhalds á tiltölulega fárra flugstunda millibili. En þrátt fyrir það þá hefur tíðkast í gegnum árin að misnota þessi stóru og dýru tæki, ráðamönnum og almenningi til skemmtunar liggur mér við að segja. Því hvaða glóra er í því að geta alltaf kallað til þyrlu Gæslunnar þótt kerling fái sting í hlíðum Esjunnar eða þótt ferðamaður eða rjúpnaskytta týnist á fjöllum eða þótt fitubolla misstígi sig í sunnudagsgöngu upp á Mosfellssheiði!  Þetta er náttúrulega bilun og sem gömlum sjóhundi þá mislíkar mér stórum þessi notkun á mikilvægustu björgunartækjum sjómanna.  Gæslan á fyrst og fremst að sinna björgun á sjó en ekki landi.  Það er tiltekið í lögum.  Það eru til einkaaðilar sem eiga og leigja út þyrlur til flugs yfir landi. Til þeirra á að leita ef nauðsynlegt er að sækja þessa vitleysingja sem ekki kunna fótum sínum forráð í eiginlegri merkingu orðsins enda komi full greiðsla fyrir. Þá geta menn metið það hvort forsvaranlegt er að nota dýra þyrluþjónustu eða bíða eftir björgun á landi eða bara taka afleiðingum af óþarfa þvælingi og drepast á staðnum. Óbyggðaferðalög eru jú áhættusöm í íslensku veðurfari og menn hljóta að þurfa að meta þá áhættu áður en lagt er upp!. Sá sem klífur Mont Everest hlýtur að gera ráð fyrir því að drepast við klifrið. Annað væri fullkomlega óraunhæft.

Ef hætt verður að misnota þyrlur Gæslunnar þá duga þessar 2 okkur enn um sinn.  Þetta með aðkomu lífeyrissjóðanna að öllu sem okkur vantar en höfum ekki efni á, fer að verða dálítið þreytt. Minnir á allt sem kaupa átti fyrir símapeningana fyrir hrun Cool


mbl.is Vill aðkomu lífeyrissjóða að þyrlukaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþing eða alkaþing

thrainn_berelsson.jpgÉg rak augun í pistil eftir Karl Th Birgisson, Eyjuritstjóra, þar sem hann segir frá falli og upprisu Þráins Bertelssonar. Ég verð að játa að þessi skandall hafði alveg farið fram hjá mér enda les ég hvorki amx né eyjuna að staðaldri. Skandall segi ég, því auðvitað er það skandall ef þingmaður á Alþingi Íslendinga drekkur frá sér ráð og rænu og verður bæði sér og þjóð sinni til skammar á erlendri grund eins og hér virðist hafa orðið raunin á. Og þótt Þráinn reyni að breiða yfir hneykslið með því að skrifa um það bókarkorn, þá er það bara hans réttlæting en réttlætir ekki gjörðina sjálfa.  Eins og alka er siður þá skellir Þráinn skuldinni á "sjúkdóminn" alkóhólisma sem hafi búið um sig í sjúku hugskoti hans og beðið færis að bregða fyrir hann fæti. þetta er kjarninn í kenningum Þórarins Tyrfingssonar og áhangenda hans í SÁÁ. Þeir hafa sjúkdómsvætt hugtakið og tekið ábyrgðina frá fyllibyttunni og varpað henni á allt þjóðfélagið.  Samt er ekki um eiginlegan sjúkdóm að ræða miklu frekar ofnæmi.  Og ef þarna er um ofnæmi að ræða þá ber einstaklingurinn sjálfur ábyrgð á því að neyta ekki efnisins sem ofnæminu veldur.  Alkóhólismi er sem sagt ekki geðsjúkdómur sem lætur menn gera eitthvað gegn vilja sínum. Hins vegar geta ofnæmisköstin orðið svo alvarleg að þau leiða til geðsturlunar og dauða. Þessi ofnæmisköst eru betur þekkt sem delerium tremens.  En ekki fá allir alkóhólistar delerium tremens sem betur fer. Margir hætta einfaldlega að drekka þegar þeim verður það ljóst eða er bent á það að drykkja sé ekki góð fyrir þá. En aðeins þeir fara í meðferð sem hafa reynt öll trixin til að halda áfram að eitra fyrir sér án árangurs, náð botninum eins og sagt er. Þessir menn og konur hafa misst tökin á lífi sínu og neyðast til að leita sér hjálpar. Þetta fólk hefur misst dómgreindina og drepið svo stóran hluta heilans að það á erfitt með að funkera í samfélaginu. Þetta er alþekkt.  En samt sjáum við það á fullu út um allt í viðskiptum, félagsstarfi og stjórnmálum,  takandi ákvarðanir sem oft á tíðum skaða allt samfélagið.

Á Alþingi sitja núna 2 alkóhólistar sem hafa misst tökin á lífi sínu og farið í meðferð. Bjögvin G. Sigurðsson og Þráinn Bertelsson.  Fleiri hafa verið þar á undan svo sem eins og Árni Magnússon framsóknarráðherra og Karl J. Matthíasson prestur og krati.  Sögur eru af ýmsum öðrum en þá nafngreini ég ekki hér þar sem ég hata slúður..  En Þetta er til vansa fyrir þingið og skaðar ímynd þjóðarinnar. Og fyrst að alkarnir sjá það ekki sjálfir þá þarf að setja það inn í siðareglur þingsins og flokkanna, að þeir sem hafi farið í opinbera meðferð á kostnað skattborgaranna, megi ekki gegna þingmennsku. Ekki frekar en þeir mega gefa blóð. Og þetta ákvæði væri ekki skerðing á þeirra mannréttindum, heldur til að verja hagsmuni allra hinna frá lélegri dómgreind þessara manna. Það hlýtur að vera aðalatriðið.  Það er komið nóg af meðvirkninni. Þráinn og Björgvin eru sjálfsagt gæðablóð þegar þeir eru edrú en þeir eiga ekki að gefa sig út fyrir að geta haft vit fyrir okkur hinum.  Þeir eiga að segja af sér þingmennsku.  Alveg eins og Árni Magnússon hafði vit á að segja af sér ráðherradómi og þingmennsku.

Ó mín hrunkvalda þjóð

Hneykslast nú hrunkvalið liðið
og heimtar að brotið sé blaðið
þótt sjálfu í rassinn sé riðið
og réttindin troðin í svaðið

Samkennd með svívirtum konum
sýnum í huggunarorðum
Kirkjuna vítum og vonum
að vandi sig betur en forðum

Biskupnum ber því að víkja
berandi ábyrgð hér mesta 
svo friður í framtíð fá ríkja
finna þarf syndlausa presta

 


Öll spjót standa nú á Ögmundi

 

  • Stokkar hann upp löggæsluna í landinu og rekur í kjölfarið Rikislögreglustjóra?
  • Neitar hann Kínverjanum um undanþágu til að kaupa Grímsstaði á Fjöllum?
  • Breytir hann ákvörðun sinni um vegabætur á þjóðvegi 60?
  • Dregur hann Kristján Möller til ábyrgðar vegna Landeyjarhafnar?
  • Biður hann biskupinn að segja af sér? 
  • Mun hann grípa inn í uppgjör á skuldum Álftaness og misnotkun jöfnunarsjóðsins? 
  • Ætlar hann að láta skattgreiðendur greiða lúxusuppihald fanga?
Getum við haft ákvarðanafælinn stjórnmálamann eins og Ögmund í því viðamikla embætti sem Innanríkisráðuneytið er?  Ég bara spyr......Errm

 


Óskiljanlegur Ögmundur

Lítið fréttaskot á dv.is vakti athygli mína fyrir þá sök að vekja fleiri spurningar en svör. Orðrétt sagði;

„Þannig að þessi gamla skipting á milli Reykjaness, Seltjarnarness, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar sé ekki rökrétt þegar til langs tíma er litið,“ segir Ögmundur við DV.is.

Þar sagði hann sameiningu Álftaness við annað sveitarfélag geta verið vísi að nýju landakorti fyrir höfuðborgarsvæðið.

Þegar hann er spurður hvort að von sé á stærri Reykjavík þar sem öll sveitarfélögin verði sameinuð svarar hann: „Nei, hugsanlega smærri Reykjavík. Hugsanlega smærri Reykjavík en með öðruvísi skipulagsformum. Ég held að framtíðin sé sú að við komum til með að hugsa meira í landshlutum en verið hefur. Það er margt sem stefnir í þá átt. Skipulag almenningssamgangna, skipulag margvíslegrar þjónustu, sem fer þá yfir landamæri einstakra sveitarfélaga. Þetta er hugsun sem er að skjóta rótum ekki síður hér á þéttbýlissvæðinu heldur en annarsstaðar. “ 

Og ég spyr, Af hverju var ráðherrann ekki spurður nánar útí þessa skoðun hans?  Hvað á hann við með, "að hugsa í landshlutum"? Og hvað hefur hann fyrir sér í að Reykjavík komi til með minnka? Er til of mikils ætlast að fréttamenn vandi sig betur þannig að fréttirnar varpi ljósi á viðfangsefnið?  Þessi frétt gerði það ekki 

Stjórnarskrárdrög Stjórnlagaráðs

Nú eru 2 mánuðir síðan að Stjórnlagaráð lauk störfum og skilaði þingforseta afurð sinni sem þau kalla fullum fetum "Stjórnarskrá" og vilja að fari óbreytt í dóm þjóðarinnar. Því miður hefur ekki orðið mikil umræða um þessi drög eins og ég kýs að kalla afurð stjórnlagaráðs. Það er skiljanlegt að þeir sem voru andvígir þessari tilraun reyni að þegja málið í hel en hitt er erfiðara að skilja að þeir sem voru hvað áhugasamastir í fyrra sýni nú jafn mikið fálæti og raunin er. Það er engin launung að mér fannst og finnst enn framkvæmd þessa starfs klúður frá upphafi til enda og illa ígrundað hjá flutningsmönnum og þeim meirihluta Alþingis sem ber ábyrgð á málinu. Fyrir það fyrsta var sá tími sem gafst til starfsins alltof skammur en ekki síst var óráð að afgreiða þetta mál í ágreiningi við helming þingmanna. 

Að semja stjórnarskrá er flókið og erfitt verkefni. Um það er enginn ágreiningur.  þess vegna er það óskiljanlegt að Stjórnlagaráð hafi ekki tekið sér lengri tíma til verksins. Engum trúi ég blandist hugur um að afurð ráðsins þarfnast endurskoðunar og umritunar. Allt of mikið er um merkingarlausar viljayfirlýsingar og allt of margir fyrirvarar eða frávik eru frá meginreglu. Stjórnarskrá á ekki að vera háð túlkun lögræðinga.  Ef almenningur skilur ekki stjórnarskrá lands síns þá er hún ekki nægilega vel orðuð. Núna strax er kominn upp alvarlegur ágreiningur milli forsetans og þingsins um mikilvægi forsetaembættisins í hinni nýju stjórnarskrá. Það eitt nægir til að menn ættu að sjá að hér þarf að gera betur. 

Skapandi vinna felst oft í því að hvíla hugann frá viðfanginu og skoða það svo aftur eftir hæfilega gerjun. Því heilinn hættir ekkert að vinna þótt menn snúi sér að öðrum verkefnum. Ég legg til að stjórnlagaráð komi saman aftur fyrir áramót og lagi það sem betur má fara í texta þeirra draga sem urðu til í sumar. Það þarf ekki dýra aðstöðu eða milljónakostnað. 30 manna salur í Hóteli útá landi er nóg.  Menn eiga sínar fartölvur og þær eru eina vinnutækið sem þarf. KOMA SVO! 


Í smiðju til Davíðs Oddssonar

Egill Helgason vísaði í færslu í gær til lögfræðings út í bæ.  Þetta er gott hjá Agli, hárbeitt og veldur Brynjari örugglega meira hugarangri en ef Egill hefði nafngreint hann.  Svona var ræðustíll Davíðs Oddssonar. Hann hafði það framyfir marga að geta afgreitt andstæðinga sína með nöpru háði, án þess að verða persónulegur.  Undan þessu sveið og margir minnipokamenn hafa aldrei fyrirgefið Davíð þessa útreið. Stjórnmálamenn í dag skortir þennan hæfileika. Í dag takast menn á af heift og hatri og debatið miklu oftar persónulegt en málefnalegt. Þeir sem vilja koma höggi á Egil Helgason ættu kannski fyrst að ganga í smiðju til Davíðs Oddssonar Shocking

Dverg kastað úr fjárhúsi

Jón Ásgeir er siðvillingur eins og viðtalið í DV ber glöggt vitni um. Jón Ásgeir auðgaðist ekki á heiðarlegan hátt ef hægt er að halda því fram að það sé yfirleittt hægt. Jón Ásgeir gerði Íslandsbanka að sínu einka fjárhúsi þaðan sem hann mokaði milljörðum á milljarða ofan í sig og glæpafélaga sína. Fléttan var einföld og hún gékk upp. Fyrst þurfti að kaupa sér áhrif í stjórnmálum, síðan voru þau áhrif notuð til að liðka fyrir viðskiptum.  Eftirleikurinn var síðan auðveldur, þar sem aldrei var ætlunin að greiða þær skuldir, þá þúsund milljarða sem stolið var með hjálp dvergsins, Lárusar Weldings og annarra vikapilta. Íslendingar munu aldrei fyrirgefa Baugsfeðgum eða glæpafélögum þeirra fyrir að hafa sett fjárhagslegt sjálfstæði landsins í hættu. Ekki frekar en við munum nokkru sinni fyrirgefa Björgólfunum eða Wernersbræðrum eða Kaupþingsklíkunni með Sigurði og Heiðari Má í fararbroddi.  Ef þetta lið treystir á gullfiskamynnið þá skjátlast þeim. Eina vonin um sátt, er ef þetta lið gefur sig fram og játar glæpi sína og tekur út réttláta refsingu. Því íslendingar eru aumingjagóðir í eðli sínu og góðir við glæpamenn eins og Árni Johnsen getur vitnað um. En bara ef þeir taka út sína refsingu getum við hugsanlega umborið þá. Þurfa ekkert endilega að iðrast. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband