21.3.2019 | 23:14
Hinn blæðandi endaþarmur
Kristján Þór skipaði Hafró að finna loðnu fyrir húsbændur sína hjá Samherja og Vinnslustöðinni, að veiða. Hafró fór í 5 leiðangra og fann ekkert! Nú segir Kristján að ekki sé vitað nóg um vistkerfið! Hvers lags kjaftæði er það. Er hann ekki yfirmaður Hafrannsókna? Getur hann ekki krafið Þorsteinn Sigurðsson yfirmann uppsjávarsviðs hjá Hafró, um svör og hvers vegna varúðarregla hins nýja aflamarks í loðnu hafi brugðist svo hrapallega. Hvað gerðist? Misfórst hrygningin 2015? Var það ekki sama ár og nýjar reglur voru samdar um hvernig staðið skyldi að því að setja aflamark?
Fyrir gullfiskana í fréttamannastétt sem kannski lesa þetta blogg og aðra sem hafa áhuga á fiskveiðistjórnunarmistökum Hafró, þá skulum við fara yfir nokkrar staðreyndir til að skilja hvers vegna veiðistofn loðnu er aðeins 230 þúsund tonn, ef hann nær því!
Loðnan sem kemur til hrygningar hvert ár er að uppistöðu 2 ára fiskur. Svo loðnan sem átti að mynda veiðistofninn núna var úr stofninum sem hrygndi 2017. En rifjum upp hver staðan var 2015. Árið 2015 var sem sagt hin nýja aflaregla í loðnu tekin upp. Þá var ástand stofnsins afar bágborið og upphafkvóti aðeins 44 þúsund tonn. Síðan líður fram yfir áramót 2015/2016 og útgerðarmenn taka að ókyrrast. Eftir 3 leitarleiðangra var svo ákveðið að auka við kvótann og leyft að veiða 100 þúsund tonn. Þetta var brot á aflareglu en það sem alvarlegra var, að þessi 100 þúsund tonn voru öll tekin til hrognakreistingar í lok vertíðar. Þannig gátu útgerðir hámarkað aflaverðmæti á kostnað hrygningarstofnsins sem mátti ekki við þessum veiðum. Þetta er ástæðan fyrir loðnubrestinum í vetur. Það var gengið svo á hrygningarstofninn 2016 að hann skilaði engri nýliðun 2017! Þess vegna er loðnubrestur og byggðunum blæðir. En fiskifræðingar munu aldrei viðurkenna það og ráðherrann vill ekkert vita. Hann bullar bara um vistfræðilegar hamfarir þegar hann sem gamall sjómaður veit full vel að útgerðarmenn slátruðu sinni eigin mjólkurkýr og þjóðinni blæðir í gegnum endaþarminn, sem er hann sjálfur, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Tímabundið ástand í uppsjávarveiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.3.2019 | 15:49
Innherjasvikin í Icelandair
Stutt er síðan 3 millistjórnendur hjá Icelandair hlutu dóma vegna innherjasvika varðandi milliuppgjör félagsins. Hagnaðurinn nam hundruðum milljóna allt í allt.
Nú berast af því fréttir, að gengi félagsins hafi hækkað um 26% síðustu viku þvert ofan í það sem önnur flugfélög hafa mátt þola, sem eiga og nota hinar þekktu drápsvélar, Boeing 737 Max 8. Þegar þetta er skoðað í sambandi við bága stöðu WOW Air, nýlegt lán sem Icelandair tók að sömu upphæð og þarf til að taka yfir WOW og þá staðreynd, að fresturinn til að ganga inn í samninga um yfirtöku á skuldum WOW Air rennur út nú um mánaðarmótin, þá er greinilegt og næstum 100% öruggt að hækkanir á hlutabréfum í Icelandair tengjast vitneskju sérstaks hóps fjárfesta, um að Icelandair sé að fara að yfirtaka WOW.
Nú er bara að bíða og sjá og setja svo af stað rannsókn á þessum innherjasvikum í fyllingu tímans ef þessi grunur er á rökum reistur. Það er bara ekki fræðilegur möguleiki að flugfélag hækki á markaði eftir 2 mannskæð flugslys, sem eru tengd göllum á þeirri flugvélategund sem Icelandair veðjaði á og gerði samning um kaup á 16 slíkum flugvélum. Það skiptir engu þótt þessum flugvélum verði leyft að fljúga aftur. Farþegar munu ekki treysta þessum flugvélum í bráð og snúa viðskiptum til flugfélaga sem ekki eru með Boeing 737 Max 8 í rekstri. Á Íslandi er það WOW Air. Þess vegna er það næsta víst að margir munu verða ríkir á innherjaupplýsingum um að Icelandair mun tilkynna í lok mánaðar að það hafi yfirtekið WOW Air fyrir 9.8 Milljarða og muni nota lánið, sem tekið var fyrr í mánuðinum til að greiða áfallandi skuldir WOW Air.
Þegar þetta verður ljóst þá munu innherjar kætast mjög. Bæði þeir sem keyptu hlutabréfin á 7 krónur en ekki síst þeir sem hafa verið að gera framvirka samninga og veðja á hækkun! Því hlutabréfaverð mun hækka umtalsvert þegar kaupin á WOW verða staðfest.
Enn hækkar gengi Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.3.2019 | 23:43
149. löggjafarþing 20182019. Þingskjal 976, 579. mál.
Miðjan vekur athygli á mörgum málum, sem annars myndu fara framhjá fólki eins og mér. Það nýjasta er frumvarp Unnar Brár og þriggja samflokksmanna hennar, um aukið frelsi í sölu á ólyfseðilsskyldum verkjalyfjum í almennum verslunum. Í greinagerð með frumvarpinu er sérstaklega talað um að hægt verði að kaupa paracetamol verkjalyfið utan apóteka!
Hvað er að Sjálfstæðisflokknum? Hvers vegna þessi ofuráhersla á fullt og ótakmarkað aðgengi að brennivíni og nú lyfjum? Hvers vegna að breyta því sem er í lagi og virkar vel?
Eitt af því sem fíklar misnota er einmitt verkjalyfið Panodíl. Eru viðkomandi alþingismenn að misnota stöðu sína til að gera slíku fólki auðveldara með að nálgast þessi lyf eða eru þetta síðustu andvörp frjálshyggjunnar í flokknum áður en Viðreisnararmurinn gerir uppreisn á næsta landsfundi?
Alla vegana lýsir þessi málatilbúnaður einhverri þráhyggju sem ég skil ekki. En þó ég hafi zero tolerance fyrir svona rugli þá er ég með snjalla lausn. Við leysum bæði þetta mál og brennivínsmálið, með því einfaldlega, að leyfa sölu á ólyfseðilsskyldum lyfjum í útibúum áfengisverzlunar Ríkisins, sem heitir víst núna bara Vínbúðin, en gæti allt eins heitið Brennivín og dóp ehf.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.3.2019 kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2019 | 22:35
Orkulöggjöf ESB og Ísland
Sá hluti orkulöggjafar ESB, sem við nú þegar höfum innleitt hefur ekki verið til góðs. Þetta rugl með að hver sem er geti virkjað og framleitt raforku, sem Landsnet er skuldbundið til að taka við inn á dreifikerfi landsnetsins, virkjunaraðilum að kostnaðarlausu, hefur leitt af sér mikla óafturkræfa umhverfiseyðileggingu og í dag eru margar smáar virkjanir í byggingu eða á teikniborðinu beinlínis vegna innleiðingar okkar á orkupökkum 1 og 2. Einkavæðing HS Orku er afleiðing þessarar orkustefnu og hin misheppnaða einkavæðing á Orkuveitunni sömuleiðis.
Ríkisstjórnin kynnti drög að orkustefnu á síðasta hausti. Ekki veit ég hverjir skiluðu inn álitum, en þeir voru ekki margir. En í dag er engin orkustefna í gildi og þess vegna er staðfesting á orkupakka 3 frá ESB, sem endanlega gefur frá okkur yfirráð yfir eigin orkumálum, alls ekki tímabær og í raun ómöguleg. Og Sjálfstæðisflokkurinn ætti að skilja og virða þann pólitíska ómöguleika en ekki að tala út og suður eins og ráðherrarnir hafa gert. Hér þarf að taka af skarið og sýna pólitískt hugrekki. Þrátt fyrir hýenurnar á þingi sem vilja þessa innleiðingu án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. En hver tekur mark á Samfylkingu eða Viðreisn! Ekki þeir sem styðja fullveldi landsins. Svo mikið er víst.
Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að vinda ofan af innleiðingu orkulöggjafar ESB í íslenzkri löggjöf. EES samningurinn átti upprunalega aðeins að snúast um F-in fjögur. Orkan og landbúnaður og sjávarútvegur voru undanskilin í EES samningnum. Nú eru síðustu forvöð að stíga á bremsuna gagnvart þessari hljóðlegu innlimun í ESB sem við erum að verða vitni að.
Ef ríkisstjórn og Alþingi ráða ekki við þetta mál, þá skulu þeir leyfa þjóðinni að segja sitt álit í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef orkupakki 3 verður staðfestur að hluta eða öllu leyti eru það slík svik við sjálfstæði landsins að jaðrar við landráðum. Vill Alþingi taka áhættuna af þeirri reiði, sem innleiðing orkustefnunnar, til viðbótar við innleiðingar, sem stefna landbúnaði í hættu, gætu haft í för með sér?
Klárið vinnu við Orkustefnu og endurskoðið lög um rammaáætlun og virkjunarstefnu. Það er sú vinna sem ætlast er til af ykkur Alþingismönnum, að vera að ræða og komast að samkomulagi um. Ekki að hleypa íslenzkum landráðamönnum í orkuauðlindina til að leggja sæstreng til Evrópu. Ef áhugi er fyrir því, að byggja upp léttan umhverfisvænan iðnað, sem notar endurnýjanlega orku, þá skal það gert hér á landi. Ekki í Bretlandi eða meginlandi Evrópu.
Von á orkupakkanum innan 10 daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2019 | 12:49
Kjarasamningar eru mjög einfaldir á Excel-öld
Aðalsamningamaður SA kemur ekki svo í viðtöl hjá fjölmiðlum, að hann ýkji ekki umfang starfsins sem skýringu á eigin vangetu eða umboðsleysi öllu heldur. Kjarasamningar eru í dag einfaldar exceltöflur. Þegar breytingar eru gerðar þarf bara að setja inn eina tölu og Voilá! allt skjalið uppfærist samkvæmt formúlunni á sekúndubroti.
Þessir samningar snúast ekki um að búa til nýtt excel skjal. Þessi vinna ef vinnu skyldi kalla, snýst um kaffidrykkju og störukeppni. Það er baklandið í SA, sem vill ekki láta Eflingu kúga sig.
19.3.2019 | 11:30
Því hefur þú þá svikið mig?
Úr Mósebók
En Laban átti tvær dætur. Hét hin eldri Lea, en Rakel hin yngri.
Og Lea var daufeygð, en Rakel var bæði vel vaxin og fríð sýnum.
Og Jakob elskaði Rakel og sagði: "Ég vil þjóna þér í sjö ár fyrir Rakel, yngri dóttur þína."
Laban svaraði: "Betra er að ég gefi þér hana en að ég gefi hana öðrum manni. Ver þú kyrr hjá mér."
Síðan vann Jakob fyrir Rakel í sjö ár, og þótti honum sem fáir dagar væru, sakir ástar þeirrar, er hann bar til hennar.
Og Jakob sagði við Laban: "Fá mér nú konu mína, því að minn ákveðni tími er liðinn, að ég megi ganga inn til hennar."
Þá bauð Laban til sín öllum mönnum í þeim stað og hélt veislu.
En um kveldið tók hann Leu dóttur sína og leiddi hana inn til hans, og hann gekk í sæng með henni.
Og Laban fékk henni Silpu ambátt sína, að hún væri þerna Leu dóttur hans.
En um morguninn, sjá, þá var það Lea. Og hann sagði við Laban: "Hví hefir þú gjört mér þetta? Hefi ég ekki unnið hjá þér fyrir Rakel? Hví hefir þú þá svikið mig?"
19.3.2019 | 11:10
Skrifborðsstarf en ekki kjarabarátta
Frammistaða SGS er til skammar fyrir verkalýðsfélögin, sem að því standa. Sá væntanlegi árangur sem mun verða þvingaður fram í kjaradeilu ASÍ og SA, verður vegna baráttu Eflingar og VR. SGS munu svo ganga inní þá samninga en áður verða félögin að punga út með milljónagreiðslur til starfsmanna og samninganefnda, sem hafa ekkert gert og engum árangri náð, meðan Efling hefur látið til sín taka og VR fylgt fast á eftir. Eru félagsmenn SGS virkilega að sætta sig við svona frammistöðu? Hvar er stéttarfélagsandinn?
Aðgerðahópurinn fundar í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2019 | 10:35
Ný kennitala - sama okrið
Almenna Leigufélagið komst í fréttir fyrir skömmu vegna áforma um svívirðilegar hækkanir á leigutekjum. Nú er komið nýtt nafn og ný kennitala en sama græðgin.
Hvernig má það vera að það sé flokkað sem óhagnaðardrifið leigufélag, þegar félag á ekkert eigið fé, kaupir íbúðir á 100% lánum og lætur leigjendur greiða fjármagnskostnaðinn í botn á meðan eignamyndunin rennur 100% í vasa eigendanna? Svona er viðskiptamódel Leiguvalla og Alma.
Hjá Alma er hægt að leigja 3 herb. íbúð á Hverfisgötu fyrir 270 þúsund á mánuði. Svona íbúð fæst keypt á 60 milljón krónur. Fjármagnskostnaður vegna 60 milljóna verðtryggðs láns er kr.237 þúsund á mánuði. Fyrir leigufélögin er greiðslubyrðin umsemjanleg og því örugglega lægri. Þannig að ekki aðeins eru leigjendur látnir kaupa þær íbúðir sem þeir leigja heldur tekur leigusalinn allt tryggingaféð og bætir í sína eigin veltu. Síðan í fyllingu tímans er þessum félögum slitið. Leigjendum hent út á klakann en félagið á allar sínar eignir skuldlausar, þökk sé okurleigukjörum og geta selt þær með svimandi hagnaði sem er ekki einu sinni skattlagður sem mismunur á kaupverði og söluverði.
Fyrst leigufélög komast upp með svona viðskiptamódel, afhverju er þá ekki hægt að hjálpa leigjendum til að kaupa í stað þess að leigja? Meirihluti leigjenda mundi vel ráða við að kaupa ef þeir fengju 100% lán. Nú þegar framboð á húsnæði er að vaxa má stýra svoleiðis 100% lánum þannig að markaðurinn fari ekki kollhnís.
Aðalatriðið er að útrýma þessum svokölluðu óhagnaðardrifnu leigufélögum af markaði. Mér er alveg sama hverjir eiga þau. Þau byggja öll á sama viðskiptamódelinu. 0 eigið fé og leigutekjur látnar borga allan kostnað og ábatinn felst í eignamyndun en ekki útborguðum arði.
Fast leiguverð í sjö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2019 | 23:37
Fjölmiðlafrumvarpið strax farið að hafa áhrif
Lilja Alfreðsdóttir er með slungnari stjórnmálamönnum á Íslandi í dag. Eldklár og fljót að átta sig á stöðum og hvernig eins dauði verður hennar brauð. Og áróðurstæknin er slík snilld að Alþingi spilar allt upp í hendurnar á henni.
Tökum sem dæmi fjölmiðlafrumvarpið sem hún kom í umræðu áður en hún bar það upp í ríkisstjórn og þegar fjárlögin er skoðuð þá er hún líka búin að tryggja fjármagn til að standa straum af frumvarpi sem ekki er orðið að lögum, sem ekki hefur hlotið samþykki í ríkisstjórn og ekki hefur verið rætt á þingi.
Og það virðast allir fjölmiðlar keppast við að uppfylla skilyrði Lilju til að fá endurgreiðslu frá ríkinu. Meira að segja Kjarninn, sem hefur örugglega álitið eigin fréttaritstjórn af öðru kaliberi en slúðurblaðanna, er farinn að búa til fréttir með því að kópíera fésbókarfærslur þeirra, sem þeir flokka sem áhrifavalda. þannig er nú hægt að lesa á Kjarninn.is hvað Þorsteini Víglundssyni fannst um mótmæli hælisleytenda á Austurvelli og það án þess að ómaka Þorstein með símtali. Magnús endurbirti bara statusinn hans Þorsteins og uppfyllti þannig kvótaskilyrðið um að 40% af fréttum skuli koma frá ritstjórn.
Vel gert Magnús. Það má alveg slá af prinsippunum þegar 30 milljónir eru í húfi
18.3.2019 | 14:39
Færeyingar snuðaðir
Allt frá því Færeyingar sviku okkur og stilltu sér upp við hlið Norðmanna og ESB í deilunni um kvóta fyrir Ísland í makrílstofninum, þá hefur ríkt tortryggni í garð Færeyinga varðandi sameiginlega hagsmuni í nýtingu flökkustofna á Norður-Atlantshafi.
Þetta virðast Færeyingar hafa skynjað og ganga til samninga sem gefur þeim ekkert í aðra hönd en Íslendinga skiptir samningurinn gríðarlegu máli við veiðar á kolmunna, síld og makríl á þessu ári.
Færeyingar hljóta að vita að það verður engin loðnuveiði leyfð og því eru þessi 30 þúsund tonn bara tala á blaði til að friða heimamenn, sem kannski fylgjast ekki með öðru en fyrirsögnum í blöðum. En samningurinn er góður fyrir stórútgerðina hér. Þessa 7 aðila, sem eiga allan uppsjávarkvótann og sem vill svo til, að eru líka hinir eiginlegu yfirmenn ráðherrans.
Þegar Færeyingar fatta að við komum fram við þá eins og yfirþjóðin Danir, þá verður ekki samið aftur á þessum nótum. En Kristján fékk klapp á bakið frá Þorsteini og Binna!
Samkomulagi náð við Færeyinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)