29.2.2020 | 14:06
Upplýsingaleynd stjórnvalda
Hér þarf að gera róttækar endurbætur á upplýsingagjöf stjórnvalda til almennings. Veiran er komin til landsins og almenningur á fullan rétt á að vita um alla, sem hafa greinst með vírusinn. Nöfn ,heimilisföng og vinnustaði. Það er eina leiðin til að almenningur geti forðast smit. Heimasóttkví smitbera er ekki nægilega trygg aðgerð hafandi í huga þær undanþágur sem þar eru veittar.
Það sem er brýnast núna er bara tvennt:
1. Hefja þarf skráningu á smitberum í miðlægan gagnagrunn strax og gera hann aðgengilegan á netinu sem fyrst. Persónuverndarsjónarmið eiga ekki við þegar um líf eða dauða almennings er að ræða.
2. Setja á tafarlaust ferðabann einstaklinga, fyrirtækja og stofnana til svæða þar sem smit hefur verið staðfest. Gildi jafnt um komur sem brottfarir.
Tækifæri yfirvalda til að hafa stjórn á ástandinu er liðið. Nú þarf að einbeita sér að skaðaminnkandi aðgerðum.
Forsætisráðherra hvetur til samstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2019 | 07:35
Grunnur að nýju SALEK módeli
Það sem stendur upp úr varðandi þessa kjarasamningalotu er, að í fyrsta skipti í sögu ASÍ í 40 ár, var farið fram með kröfur um lífskjarajöfnun og hún varð að grunni þessa samkomulags. Þar rís hæst, að nú var í fyrsta sinni samið um krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkanir eins og SA og ríkisstjórnin höfðu lagt upp með. Og nú var ríkisvaldið þvingað til að beita efnahagslegum stýritækjum til að verja almenning fyrir ábyrgðarleysi hins opinbera, atvinnulífsins og fjármálaveldisins, að velta öllum kostnaði vöru og þjónustu, út í verðlag.
Einnig var gerð róttæk atlaga að skattamódeli Bjarna Ben og hann þvingaður til að breyta upprunalegu tilboði sínu varðandi þriggja þrepa skattkerfið. Með þetta er hægt að vinna áfram.
Önnur atriði þessa samkomulags eru svo líka ákveðin viðurkenning stjórnvalda og forsvarsmanna SA, á því að kröfur verkalýðshreyfingarinnar voru í öllum atriðum réttmætar, hófstilltar og ábyrgar! Höfum í huga að í fyrrahaust töluðu allir gegn kröfugerð Eflingar um krónutöluhækkanir lægstu taxta. Og Seðlabankinn og peningastefnunefndin og ríkisstjórnin og kjánarnir hjá SA spáðu hruni og óðaverðbólgu ef samið yrði um meira en 2.4% kjarabætur. Verkakonan í Eflingu mátti fá 6.500 krónur meðan milljón króna maðurinn fengi 24.000 krónur. Það var þeirra tilboð. Það var þeirra réttlæti!
Nú þurfa þeir aðilar að biðjast afsökunar. Einnig leigupennar auðmanna, ritstjórar viðskiptablaða og talsmenn frjálshyggju, sem hata og óttast upprisu sósialískrar verkalýðsbaráttu, sem veit hvað hún vill og sem nýtur trausts þver öfugt við aðrar valdastofnanir samfélagsins.
Þessir samningar voru fyrst og fremst sigur verkalýðsins gegn auðvaldinu og leppum þeirra í ríkisstjórn. Og sýnir okkur að róttæk verkalýðsforysta hefur valdeflt sig í þessari lotu og kemur að borðinu sem jafnoki viðsemjenda sinna, ríkisins og SA. Þetta var það sem Salek samkomulag Gylfa Arnbjörnssonar skorti. Þar átti bara ASÍ að þiggja það sem að þeim var rétt. Hirða molana með öðrum orðum. Núna kemur verkalýðshreyfingin með sína eigin tertuhnífa og leggur til nýja skiptingu á þjóðarkökunni sem leggst vonandi vel í alla.
Ný yfirstjórn Seðlabanka mun svo marka nýja hugsun í efnahagsstjórninni þar sem fjármagnseigendur munu í fyrsta sinn þurfa að axla samfélagslega ábyrgð þegar og ef kreppir að í efnahagslífinu. Það gerist við breytingu á vísitölu verðtryggingar og lækkun þessara brjálæðislegu stýrivaxta, sem haldið hefur atvinnulífi og heimilum í skrúfstykki efnahagslegrar ógnarstjórnar Seðlabankans undanfarin 40 ár.
Til hamingju Ísland!
Ættu að biðja okkur afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2019 | 16:46
Vísnagerð Ingu Sæland
Litlir kærleikar eru núna milli Halldórs prests frá Holti og Ingu Sælands, sem telur sig vera Flokk fólksins. Annar kærir og hin svarar með níðvísu, sem er ekki vísa, bara 4 línur sem ríma, á fésbók.
En... ef þú ætlar að beita vopni níðvísunnar þá verðurðu að kunna bragfræðina! Á því flaskaði Inga Sæland. Svo vísan verður henni einni að háði og ámæli, en ekki klerkinum. Af því tilefni datt mér þessi vísa í hug:
Ef viljirðu vonskunni lýsa
í vísu sem er ekki vísa.
Það miðaldra kölluð er krísa
konu á Alþingis-bísa¹
-------------------
¹)Að vera á bísanum er þekkt slangur. Notað yfir iðjuleysingja og þjófa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2019 | 14:26
Sveinn Andri og hræið af WOW
Skúli Mogensen og Sveinn Andri eru sennilega alræmdustu spjátrungar á Íslandi í sögu celeba. Þess vegna var vel til fundið af ónefndum héraðsdómara ,að skikka Svein Andra, sem annan skiptastjóra yfir þrotabúi WOW. Ef eitthvað er þar ekki samkvæmt reglum þá mun Sveinn Andri sjá til þess að það leki í fjölmiðla og hans eigið ego fái notið athygli um einhver ókomin ár.
Kannski að einhverjar smástelpur láti glepjast og leyfi Sveini Andra að sofa hjá....ef það gerist mun einhver slúðurmiðillinn segja frá. Kannski Stundin eða DV eða Eiríkur Jónsson!! Það er enginn hörgull á óvandaðri blaðamennsku þessa dagana. Þökk sé væntanlegum milljónastuðningi við alla netmiðla, sem þurfa bara að skrá ömmur sínar og heimavinnandi ættingja í ritstjórnir og afrita síðan fésbókar færslur í gríð og erg og kalla fréttir!!
Kvörtun hafði ekki áhrif á skipunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2019 | 11:50
Mogginn í hóp slúður og rógsmiðla
Þessi frétt, sem unnin er upp úr rógsmiðlinum Stundinni og birt hér án ábyrgðarmanns, er til skammar fyrir ritstjórn mbl.is
Að einhver miðaldra kelling, sem gerð er út af mömmu sinni til að koma höggi á Jón Baldvin, leggi fram kæru er ekki frétt. Og það er algerlega óhugsandi að lögreglan taki þátt í svona móðursýkislegum tilraunum til að klekkja á manni fyrir allt aðrar sakir en kært er vegna.
Hafi þessi Carmen fengið klapp á rass frá Jóni Baldvin eða einhverjum öðrum, þá getur það ekki flokkast undir kynferðislega áreytni. Og ekki einu sinni óviðeigandi hegðun þar sem vín er haft um hönd.
Carmen til háðungar ætla ég að gera höggmynd af afturendanum á henni og koma fyrir í garðinum hjá mér. Þar mega svo allir dónakallar koma og klappa henni á rassinn, án þess að gerð sé frétt um það á mbl.is
Kærir Jón Baldvin til lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2019 | 14:02
Verkó og verðbólgan
Að komið verði böndum á verðtryggingu, verðbólguskot og vexti, eru allt atriði, sem vega þungt í kröfugerð alvöru verkalýðsfélaga eins og Eflingar, VR og félaga, sem flykkja sér undir þeirra forystu.
Þegar peningamálastefna og stjórn efnahagsmála eru eins og þau eru, þá hefur almenningur ekki á neinn að treysta nema eigin hagsmunagæslu í gegnum verkalýðsfélögin.
Djúpríkið og stjórnmálastéttin eru smám saman að átta sig á þessum nýja veruleika. Ef stjórnvöld vilja tryggja sátt í landinu þá gjöra þau bezt í því, að hlusta á kröfur verkalýðshreyfingarinnar og beita stjórnvaldinu í þágu fólksins, en ekki fjármagnsins.
Gjaldþrot WOW Air bitnar þyngst á þeim, sem missa vinnuna. Fjármagnseigendur, sem töpuðu á, að lána Skúla Mogensen hafa örugglega allir gert framvirka samninga um hækkun á gengi Icelandair og þeir munu þola höggið. Almenningur getur ekki tryggt atvinnu með framvirkum samningum en almenningur getur kosið stjórnvöld og almenningur getur líka sett af stjórnvöld sem ekki þjóna almannahagsmunum.
Núna eru almannahagsmunir þeir, að gjaldþrot WOW og samdráttur í ferðaþjónustu verði líka fjármagnað af hagnaði þeirra sem ætluðu að greiða sér milljarða í arð út úr fyrirtækjum sínum vegna rekstrarársins 2018, en ekki bara af almenningi í gegnum aukna verðbólgu.. Ef þjóðhagsleg áhrif verða talin valda hér 5% hækkun á verðbólgu þá þarf að kippa vísitölunni úr sambandi strax. Þá ætla menn að láta almenning borga tap banka og fjárfestingasjóða/lífeyrissjóða, vegna WOW og Icelandair.
Hlutur flugsamgangna í grunni neyzluvísitölunnar einn og sér vegur innan við 1%. Þeir sem tala um óðaverðbólgu upp á 5% eru að þjóna fjármagninu og bæta þeim upp útlánatöp síðustu tveggja ára.
Ég treysti á að Ragnar Þór láti ekki bugast gegn sameiginlegum þrýstingi frá því ofurefli sem við er að etja. Nú er ekki rétti tíminn til að semja um lágmarkslaun. Nú þarf að tryggja efnahagslegt jafnræði þegnanna í hinu tvöfalda efnahagskerfi sem viðgengst á Íslandi. Evruhagkerfinu og örhagkerfinu.
Fundað hjá sáttasemjara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2019 | 11:44
Löngu kominn tími á ríkisflugfélag
Okrið í ferðaþjónustunni á upptök sín hjá Icelandair. Þeir sem ráða yfir Icelandair ráða yfir Íslandi. Skúli Mogensen skoraði forráðamenn Icelandair á hólm, með stofnun WOW og þvingaði fram vísi að samkeppni í sölu á farmiðum til og frá landinu. Þetta kom bjálfunum í Icelandair í opna skjöldu og þeir kunnu ekki að bregðast við með öðru en undirboðum. Afleiðingarnar sjáum við í dag. WoW er orðið gjaldþrota og Icelandair er verulega laskað. En málið er stærra en bara gjaldþrot eins lággjaldaflugfélags. Málið snýst um að tryggja hér eðlilegar samgöngur til og frá landinu á eðlilegu verði.
Þessi 20 flugfélög sem hingað fljúga á mesta annatíma tryggja enga samkeppni. Icelandair er byrjað að okra aftur. Í gær var hægt að fljúga til Kaupmannahafnar fyrir 30 þúsund krónur, í dag kostar flugmiðinn 140 þúsund.
Ekki bara sjáum við fram á færri komufarþega. Ferðum Íslendinga mun fækka. Nú verða ferðalög aftur lúxus forréttindahópa og þeirra sem einir hafa efni á að ferðast á Saga Class kjörum með einokunarfélaginu Icelandair.
Ríkið er ábyrgt fyrir samgöngum. Ríkið mokar fé í viðhald vega, rekstur hafna og ferjusiglinga og ríkið niðurgreiðir rútuferðir. Af hverju gerum við ekki sömu kröfur til flugsamgangna? Ef okkur finnst það forsvaranlegt að henda milljörðum í ferjusiglingar milli lands og Eyja af hverju getum við ekki lagt eins og 5 milljarða í stofnun ríkisflugfélags og fengið Skúla Mogensen til að stýra því fyrstu árin? Það er enginn betur til þess fallinn en sá, sem hefur kollsiglt sig einu sinni. Hann þekkir skerin og grynningarnar og veit hvaða brotsjói þarf að varast.
Icelandair er ekki óskabarn þjóðarinnar. Icelandair er svikafélag, þar sem innherjar hafa hagnast ævintýralega, allt frá því að Pálmi Haraldsson tók fyrsta snúninginn á því félagi. Tími til kominn að kenna þeim heiðarlega viðskiptahætti og láta þá axla þjóðhagslega ábyrgð.
Allt mjög viðkvæmt núna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2019 | 00:28
Formaður SA snuprar Halldór Benjamín.
Allar fréttir í dag snérust um afboðun verkfallanna og tilraunir fjölmiðlamanna til að fá svör við stóru spurningunni sem er; Hvað breyttist? Fátt var um svör sem von er, af því þeir spurðu ekki réttu spurninganna. Samt var það í fréttum í fyrrakvöld,í kvöldfréttatíma RUV, að formaður SA, Eyjólfur Rafnsson sá ástæðu til að lýsa yfir óánægju með framgang Halldórs Benjamíns og fannst lítið hafa gengið í kjaraviðræðunum. Þetta varð til þess að samninganefnd SA lofaði að fara að vinna eins og fólk og koma með tilboð. En enginn fréttamaður hafði rænu á að bera þessi orð undir framkvæmdastjórann verklitla...
Eftir þessar ávítur frá formanni SA, er ljóst að Halldór Benjamín þarf að fara að leita sér að nýju starfi. Og ljóst að þessi vettvangur hentar ekki kjánum sem ekkert hafa nema einhver prófskírteini. Jafnvel þó hann hafi verið í hópi 10 efnilegustu ungu viðskiptaforkólfanna samkvæmt áliti einhvers viðskiptablaðamannsins. En við þessu mátti búast. Þeir sem hlaupa frá eigin skuldum eru ekki líklegir til að ná árangri í samningum yfirhöfuð. Hvað þá mikilvægustu kjarasamningum í 30 ár!
Verkfallsvopnið er mjög beitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2019 | 16:51
Tilskipanir ESB eru ekki samningsmál
Þetta kjaftæði, sem haft er eftir Guðlaugi Þór stenst örugglega enga skoðun. Fyrir ESA gildir, að annað hvort eru tilskipanir innleiddar eða þær eru það ekki. Og ef þær eru það ekki, þá er um samningsbrotamál að ræða. Hér er ekki verið að ávarpa yfirvaldið í Brússel, heldur heimska íslendinga með keyptum lagatækniskýringum, sem vitað er að halda ekki vatni.
Svona ætla menn að koma málinu í gegn og koma í veg fyrir að þjóðin geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tilstilli inngrips forseta Íslands. Það má ekki verða. Þessi tilskipun er brot á stjórnarskrá og hún gefur fámennum hópi fjársterkra einstaklinga vald til að ráðskast með orkuauðlindir þjóðarinnar til mikils kostnaðarauka fyrir almenning og fyrirtæki. Óvinurinn er ekki útlendingar. Óvinurinn er fjármagnseigendur sem fá að auðgast á kostnað þjóðarhagsmuna. Við viljum að fyrirkomulag á nýtingu fallvatna og jarðvarma verði alfarið í höndum ríkisins og það fyrirkomulag verði rammað inn í stjórnarskrá.
Fyrirvari ríkisstjórnarinnar gerir ekkert nema fresta endanlegu afsali þjóðarinnar á yfirráðum yfir eigin orkustjórnun til yfirvaldsins í Brússel. Þeir vita að svona afgreiðsla stenst ekki samningsákvæði EES. Málið verður kært og ESA dómstóllinn mun þvinga fram fulla innleiðingu sem verður of seint að stöðva þá. Núna er eina tækifærið til að láta reyna á EES samninginn og hafna þessari tilskipun alfarið.
Höfum hátt og byrjum að safna undirskriftum til að þrýsta á Guðna Jóhannesson um að skrifa ekki undir þessa landráðatilskipun landráðaaflanna á Alþingi. Það þarf að hafa snör handtök því málinu mun örugglega verða hraðað í gegnum þingið í ljósi hinnar almennu andstöðu úti í þjóðfélaginu
Leggja til orkupakka með fyrirvara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2019 | 10:48
Kvótabörnin sem landið erfa og makrílinn eiga
Í stjórnmálum er gjarnan talað um smjörklípu, þegar athygli er viljandi beint að aukaatriði, til að koma í veg fyrir umfjöllun um stærri og afdrifaríkari ákvarðanir. Þannig átti að nota dóm Mannréttindadómstólsins til að fela afgreiðslu 3. orkupakkans. En þetta á ekki við um Kristján Þór Júlíusson kvótagreifaráðherra. Fyrir honum er hver dagur hrein guðsgjöf í þjónustu hans við kvótahirðina. Og hann virðist enga grein gera sér fyrir því, að flestum finnst hagsmunagæslan löngu komin yfir öll þjófamörk. Nýjasta afrekið hans er að kvótasetja makrílinn í þágu stórútgerðar á kostnað hundraða smábáta, sem gætu hafa styrkt sjávarbyggðir kringum landið með frjálsum veiðum eins og verið hefur hingað til. En Kristján Þór varðar ekkert um þjóðarhag. Hann er í vinnu hjá stórútgerðinni og hefur aðeins skyldum að gegna við Þorstein Má og Binna í Vinnslustöðinni.
Og hann er ekkert að fela þessa hagsmunagæslu. Hún blasir við öllum sem vilja vita.
En gjöfin á makrílkvótanum slær samt öll met í einkavinavæðingu náttúrugæða. Þar er Kristján að ráðstafa upp á sitt einsdæmi þúsund milljarða verðmætum til útgerða, sem öðluðust veiðireynslu með því að moka upp makríl í eigin verksmiðjur undanfarin 11 ár. Aðrir hafa ekki fengið að byggja upp aflareynslu en þeir sem eiga verksmiðjurnar. Og hvernig er þessi tilfærsla réttlætt? Jú það er hægt að rekja lið fyrir lið.
Í fyrsta lagi fara menn í mál við ríkið sem þeir vinna á öllum dómstigum. Þannig var Makríldómurinn notaður til að réttlæta kvótasetningu á makríl því klifað var á þeirri ógn, að dómurinn hafi skapað ríkinu milljarða skaðabótaábyrgð! Sem er náttúrulega ekkert nema þvæla því eitt er að ríkið hafi ekki farið að lögum þegar veiðifyrirkomulag var ákveðið og annað er hvernig menn ætla að sanna meintan skaða.
Með makríldóminn í höndunum er eftirleikurinn auðveldur. Munum að Kristján Þór er í vinnu hjá Binna svo hann verður að setja upp leikrit svo þetta vinstri sinnaða öfundar-lið láti blekkjast!
- Skipa hóp lögfræðinga og biðja þá að fara yfir 4 valkosti vegna makríldómsins. (Með því er hægt að kæfa allar gagnrýnisraddir um að þetta sé fyrirframpantað lögfræðiálit eins og þegar hann félkk Hagfræðistofnun Háskólans til að réttlæta ákvörðunina um hvalveiðar til 5 ára!)
- Þegar lögfræðiálitið liggur fyrir þá er tekið fram lagafrumvarp, sem skrifað var af Binna í Vinnslustöðinni og það lagt fram í ríkisstjórn til samþykktar og á samráðsgátt til málamynda!
- Síðasti þáttur leikritsins er svo samþykkt Alþingis (sem líka er bara sýndarmennska því Alþingi samþykkir alltaf það sem ríkisstjórnin leggur fram. Annars væru hér stjórnarslit í hvert skipti sem alþingi hlýddi ekki fyrirskipun ráðherra.)
Núna er málið klappað og klárt. Makrílkvótinn verður aldrei boðinn upp en menn sem fá kvóta mega braska með hann að vild. Þetta mun örugglega þýða mikla fækkun í flota smábáta þar sem úthald til makrílveiða er dýrt og göngumynstrið óáreiðanlegt. Þjóðhagsleg áhrif þessarar ákvörðunar verða neikvæð en það verður gert lítið úr því og menn munu bulla um hið dýrðlega fiskveiðistjórnarkerfi sem skilar milljarða hagnaði á hverju ári þó sá hagnaður renni ekki til þjóðarinnar fyrir afnotarétt af auðlindinni heldur í vasa kvótaeigenda og barna þeirra.
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)