Vinnulöggjöfin er stórlega gölluð

Eins og mál hafa fengið að þróast á vinnumarkaði og þá sérstaklega í sambandi við kjararviðræður og samninga, þá er augljóst að eitthvað mikið er að.  Ég held að þetta þurfi ekki að vera svona flókið.  Hægt væri að setja í lög að:

  1. Alltaf séu í gangi kjaraviðræður
  2. Þegar samningar renni út verði sjálfkrafa búið að semja um breytingar.
  3. Þegar samningar stranda geta aðilar strax gripið til aðgerða (ath. enginn skilyrði um sáttaferli)
  4. Ef enginn sátt næzt innan hálfs mánaðar frá því að samningar renna út, þá skulu deilur settar í Gerðardóm og hans úrskurður þannig jafngilda samkomulagi sem ekki yrði borið yrði undir aðila til samþykktar eða synjunar.

Með svona fyrirkomulagi gætu samningar aldrei verið lausir lengur en 30 daga.  Og verkföll gætu aldrei staðið lengur en 14 daga.


mbl.is Kúnst að reka smiðshögg á verkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsríkið er í nánd

Nú takast á, tvíklofin dómarastétt og margklofin stjórnmálastétt, útaf dómi Mannréttindadómstólsins í Strassburg.  Hinir pólitískt skipuðu dómarar Sjálfstæðisflokksins skipa sér undir merki síns flokks og túlka dóminn útfrá pólitík og einnig virðist afstaða þeirra til áfrýjunar vera pólitísk.  Þetta er óþolandi og rýrir traust á þessum dómurum.

Hinn hópur dómaranna, sem ekki eru brennimerktir af flokkspólitík vilja hins vegar ráða því hverjir eru skipaðir dómarar og fái þannig inngöngu í Frímúrarafélag Dómara.

Þess vegna er það ekki dómur MDE, sem er að valda hér réttaróvissu heldur er það óeining innan dómarastéttarinnar fyrst og fremst. Meirihluti dómara við öll 3 dómsstigin vilja nota þennan dóm, til að fá sjálfdæmi um hverjir verði dómarar.  Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkarnir 3, leggjast gegn því og vilja ekki breyta 3. kafla Dómstólalaganna, sem kveður á um skipan dómara.

Um þessi ágreiningsmál þarf nú konan með langa nafnið að úrskurða.

  1. Ef hún ákveður að áfrýja dóminum til yfirdeildar og breytir ekki dómstólalögunum þá verður til réttaróvissa því Vilhjálmur H. bíður með 9 önnur samskonar mál ,sem hann hefur hótað að senda til MDE 
  2. Ef hún ákveður að áfrýja ekki, en hunza dóminn að öðru leyti þá verður líka til réttaróvissa
  3. Ef hún áfrýjar ekki og fer að tilmælum meirihluta Dómstólasýslunnar þá  verður Davíð Oddsson súr fyrir hönd frænku

Þess vegna mun hún vonandi leggja til nauðsynlegar breytingar á lögunum um skipanir dómara með það fyrir augum að skipanir allra núverandi dómara verði ógildar og ferlið endurtekið samkvæmt lögum.  Það má alveg hugsa sér að ráðherra geti haft eitthvað um reglur hæfisnefndar um skipun dómara að segja, en krafan verði samt sú, að hæfnisnefndin verði að samþykkja einróma skipan dómara.  

Með slíkri skipan höfum við færst skrefi nær dómsríkinu en það er bara hið bezta mál. Dómsríkið kemst næzt Guðsríkinu og enginn hefur lykil að því nema kannski Davíð Þór Jónsson sem virðist hafa endurfæðst í guðhræddan vínanda.


mbl.is Hervör lagðist gegn bókuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsnet borðar virkjanafíl

Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur hefur nýlokið við að skrifa þriggja greina flokk í Kjarnann, til varnar Drangajökulsvíðernum, sem HS Orka vill gleypa í einum munnbita og spíta útúr sér í smábitum, til að þeir gangi betur í grunlausan almenning. Satt að segja færir hann svo sterk rök fyrir því, að ekki skuli ráðist í neinar þær framkvæmdir, sem raska kunna svæðinu, að ég hélt að það væri borðleggjandi fyrir umhverfisráðherra, að friðlýsa allt þetta svæði með einu pennastriki. Frumkvæði er allt sem þarf.  Rökin liggja fyrir og hægt að birta allar 3 greinar Snæbjörns, sem greinagerð með slíku frumvarpi.

Sjáið bara hve forspár hann er um þátt Landsnets í plottinu. Snæbjörn skrifar í 3. grein sinni, sem hann kallar "Iðnaðarsvæðið á Ófeigsfjarðarheiði"

Að borða virkj­anafíl

Hvert var fram­lag ráð­gjafa HS Orku til þess að almenn­ingur mætti skilja betur þessa heild­ar­mynd af fram­tíð­ar­iðn­að­ar­svæð­inu uppi á Ófeigs­fjarð­ar­heiði? Svarið er: Nákvæm­lega ekk­ert. Ráð­gjaf­inn gerir í raun enga til­raun til að meta áhrif sem yrðu á víð­ernin af Aust­ur­gils­virkjun og Skúfna­vatna­virkj­un, þótt hann þekki vel til þeirra og eigi lögum sam­kvæmt að sýna áhrif tengdra fram­kvæmda.

Kannski mun ein­hver segja að þessar virkj­anir séu í raun ótengd­ar. Það ætti þó að vera auð­sætt hverjum sem horfir á kortin hér að ofan að þær eru það ekki, þó ekki sé nema vegna þess að þær eru allar á sama land­svæð­inu, innan hinna miklu Dranga­jök­ul­svíð­erna. Þar að auki tengj­ast þær allar í gegnum hönn­un­ar­að­il­ann, því ráð­gjafi HS Orku hefur komið að hönnun eða und­ir­bún­ingi allra þriggja, auk þess sem HS Orka er aðal­eig­andi bæði Hvalár- og Skúfna­vatna­virkj­ana­hug­mynd­anna. Að lokum myndu allar þessar virkj­anir tengj­ast á sama stað við raf­orku­flutn­ings­kerfi Lands­nets, vænt­an­lega í nýjum tengi­punkti á Langa­dals­strönd innst í Ísa­fjarð­ar­djúpi. Ráð­gjaf­inn lagði vissu­lega fram teikn­ingu af hugs­an­legri raf­línu­teng­ingu Hval­ár­virkj­unar einnar og sér og (rangri) skerð­ingu víð­erna af henni.

Um leið er alveg skýrt að Aust­ur­gils­virkjun og Skúfna­vatna­virkjun eru taldar alger for­senda teng­ingar Hval­ár­virkj­un­ar­hug­mynd­ar­innar eins og hún er nú. Nú standa meira að segja vonir virkj­ana­að­ila bein­línis til þess að í næstu viku muni stjórn­völd loks­ins bæn­heyra þá end­an­lega og láta Lands­net gefa sér þennan tengi­punkt. Hvað hefur þurft að smyrja, ef það verður svo?

Virkj­ana­hug­mynd­irnar eru því nátengdar að öllu leyti og jafn­vel þótt þetta væru þrír algjör­lega óskyldir aðilar sem hver hygði á sína virkjun óháð öðrum er engin leið fram hjá því að meta þyrfti virkj­an­irnar saman til að sýna heild­ar­á­hrif­in. Á því virð­ist eng­inn taka ábyrgð. Það er allt of auð­velt að klippa þetta í sundur og stjórn­kerfið megnar ekki að halda uppi kröfu um heild­ar­mat áhrifa allra virkj­an­anna ásamt teng­ing­um.

Kort 3
Kort 3

Ef allar virkj­ana­hug­myndir á Ófeigs­fjarð­ar­heiði eru teknar saman eru þær farnar að minna óþyrmi­lega á stór­karla­leg­ustu virkj­ana­hug­myndir Lands­virkj­unar á mið­há­lend­inu, eins og til dæmis í Þjórs­ár­verum og á Skaga­fjarð­ar­há­lend­inu. Grein­ar­höf­undur tók saman helstu hönn­un­ar­gögn sem liggja fyrir tengt virkj­un­unum þremur á einu korti, sem sýnir þá svart á hvítu iðn­að­ar­svæði fram­tíð­ar­innar uppi á Ófeigs­fjarð­ar­heiði.

Hver er þá besta leiðin til að breyta ósnortnum heiða­víð­ernum í risa­stórt orku­iðn­að­ar­svæði? Jú, þú byrjar á að fá sam­þykki í heima­byggð fyrir „smá­veg­ar­spotta“ upp á heiði til að „klára örlitlar rann­sókn­ir“ fyrir „alls ekki svo stóru virkj­un­ina“ sem mun í raun hafa „ósköp lítil áhrif“. Bút­aðu niður eins og þú getur og komdu litlu bút­unum í gegn án þess að tengja hlut­ina saman eða setja í sam­hengi. Þetta lítur ekki svo illa út í byrj­un. Svo held­urðu ein­fald­lega áfram að potast þar til búið er að reisa þrjár virkj­anir með stífl­um, skurð­um, virkj­ana­veg­um, raf­línum og öllu öðru til­heyr­andi. Útkoman er full­kom­lega end­an­leg eyði­legg­ing meira en helm­ings einna merk­ustu og mik­il­væg­ustu víð­erna Íslands, jafn­vel Evr­ópu. Það virð­ist nefni­lega ekk­ert svo flókið mál að láta almenn­ing, sem hefur lítil sem engin tök á að graf­ast fyrir um end­an­lega útkomu svona verk­efna, borða fíl­inn – einn bita í einu, þar til setið er uppi með risa­stórt orku­iðn­að­ar­svæði á Ófeigs­fjarð­ar­heiði.
-----------------------------------------------------------------------------------

Ég biðst forláts að birta þennan hluta greinar Snæbjörns án leyfis, en tilefnið kom í fangið á mér þegar ég sá þessa frétt.  Og mér fannst greinarnar eiga erindi við alla!  En eins skrítið og það er, þá ríkir hér algert sinnuleysi um þetta mál. Það er eins og þeir, sem vilja vernda víðernin séu teiknaðir upp sem óvinir Vestfjarða.  Ég frábið mér slíkar ávirðingar.  Ég hef sterkar taugar til þessa landshluta eftir að hafa aflað mér þar menntunar og búið þar og starfað í 15 ár af ævi minni.  Svo ekki segja mér, að virkjun í þágu HS. Orku, sé virkjun í þágu Vestfirðinga. Og þar sem ég þekkti vel föður drengjanna sem eiga Vesturverk og bera ábyrgð á þessu öllu saman, þá fullyrði ég að hann hefði líka beitt sér gegn þessum hugmyndum og blekkingum stóriðjusinna, sem illu heilli fengu að kaupa HS Orku á sínum tíma. Það var eitt af óheillaverkum Steingríms J. sem vinstri menn bera einir ábyrgð á.


mbl.is Tenging um Ísafjarðardjúp hefði mest áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítug borg og rusl á Austurvelli

Það er ekki eitt heldur allt sem plagar íbúa höfuðborgarinnar. Til viðbótar við mygluð skólahús, svifryk og skít á öllum götum þá er ekki lengur hægt að njóta útiveru á Austurvelli fyrir rusli!  Ég ætlaði að láta mótmælastöðu No Border krakkanna afskiptalaus en þegar menn verða vitni að óvirðingu hælisleitenda gagnvart íslenzka fánanum þá verður ekki lengur þagað.  Þetta rusl verður að fjarlægja strax!  

Þetta fólk er óvelkomið og það er útilokað að veita því viðtöku eftir það sem á undan hefur gengið. No Border er ein hliðin á þjóðernisöfgunum, þjóðfylkingin er hin. Hvorugur aðilinn ætti að fá leyfi til að efna til múgæsinga á Austurvelli.  Þessi skrílslæti í boði borgarstjórnar eru enn einn naglinn í pólitíska líkkistu Dags B. borgarstjóra.


mbl.is Segir kröfur hælisleitenda fáránlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teljarar trúa ekki eigin mælingum

Fiskifræðin hjá starfsmönnum Hafrannsóknarstofnunar snýst eingöngu um talningar , tölfræði og líkanagerð. Þetta á ekkert skylt við fiskifræði Bjarna Sæmundssonar, sem helst er þakkað það sem vitað er um fisk og haffræði hér við land. Bjarni vissi að til þess að skilja fisk þarf að vita hvað hann borðar. En Bjarni vissi líka að þekkingin verður ekki til nema reynsla sjómanna njóti viðurkenninga.  Þess vegna vann hann sitt vísindastarf í góðu samstarfi við sjómenn og það gerði gæfumuninn.

Fiskateljarar á Hafró lifa í fílabeinsturni eigin ofmetnaðar. Þeir þurfa ekki lengur að tala við sjómenn. Núna er talað niður til sjómanna og skipstjóra, því fræðin snúast ekki um haf og fisk heldur reikningslíkön og aflareglur.  Og þegar fiskateljarar eru reknir á gat þá breyta þeir bara bókhaldinu og afskrifa það sem útaf stendur.

Nú þurfa þeir að afskrifa 400 þúsund tonn af loðnu sem þeir týndu!  Og hvernig fara þeir að því?  Jú þeir búa bara til nýja aflareglu.  Og það yrði aflaregla númer 3 í loðnu.  

"Árið 2015 var ný aflaregla aftur á borðinu hjá ICES og reyndist hún uppfylla varúðarsjónarmið. Samkvæmt henni ákvarðast aflinn þannig að veiða má það sem leiðir til þess að það séu minna en 5% líkur á því að hrygningarstofninn verði lægri en 150 þúsund tonn. Aflareglan byggir á bergmálsmælingum í janúar, tekið er tillit til óvissu í mælingunum og einnig er tekið tillit til afráns þorsks, ýsu og ufsa frá miðjum janúar og fram í miðjan mars, er loðnan hrygnir og drepst.

Veiðitímabil loðnu er frá lok júní og fram í apríl. Aflamark er sett í 3 skrefum.

  1. Upphafsaflamark er sett samkvæmt einföldu líkani þar sem mjög litlar líkur eru á því að byrjunaraflamark verði hærra en endanlegt aflamark. Spákvistur líkansins er samanlögð vísitala ókynþroska eina árs og ókynþroska tveggja ára loðnu úr bergmálsmælingum haustsins áður en veiðitímabilið hefst. Ekkert upphafsaflamark er sett ef vísitalan er lægri en 50, aflamarkið vex síðan línulega þar til vísitalan er 127, en þá er sett þak á upphafsaflamarkið, 400 þúsund tonn.

  2. Eftir bergmálsleiðangur um haustið (í miðju veiðitímabilinu) er hægt að endurskoða upphafsaflamarkið sem var sett. Þá er búið að mæla sömu árganga, en nú kynþroska. Þeirri mælingu er varpað fram í janúar og síðan er aflareglunni beitt. Við vörpunina frá haustleiðangri til vetrarleiðangurs þá er tekið tillit til vaxtar, náttúrulegs dauða milli leiðangranna svo og mismunandi veiðanleika í haust- og vetrarleiðangri. 

    Sambandið milli haust og vetrar mælinga byggir á „eldri“ mælingum. Frá því að stofninn flutti sig vestar og mælingar að hausti hófust mánuði fyrr en áður, eru einungis til 3 pör af haust/vetrar-leiðöngrum sem hægt er að nota til samanburðar, þ.e. 2010/11, 2012/13 og svo 2014/15. Haustið 2011 var verkfall og í janúar 2014 náðist ekki yfir útbreiðslusvæði stofnsins. Um 14% og 9% aukning var á niðurstöðunum frá hausti til veturs 2010/11 og 2012/13. Hins vegar var mælingin í janúar 2015 um 47% hærri en sú um haustið 2014, þrátt fyrir að talið hafi verið að mælingin haustið 2014 hafi náð yfir stofninn. Með fleiri mælingum skýrist vonandi sambandið milli haust og vetrarmælinga og er þá hægt að endurskoða það samband sem er notað núna.

  3. Eftir bermálsleiðangur í janúar er aflamark reiknað samkvæmt aflareglu. 
    Endanlegt aflamark mun taka mið af bæði niðurstöðum haustleiðangurs og vetrarleiðangurs, en að öllu jöfnu mun aflamark frá hausti vega minna en frá vetri."

Svona er mælt fyrir um verklag.  En þar sem niðurstaðan var ekki í samræmi við væntingar þá voru gefin fyrirmæli að dönskum sið. Og það var mælt aftur og aftur og aftur.  En niðurstaðan er alltaf sú sama. Enda veit alþjóð hvað það er kallað þegar menn mæla sama hlutinn aftur og aftur í von um ólíkar niðurstöður.En fiskateljurum á Hafró er alveg sama. Þessi 400 þúsund tonn sem áttu að synda upp á landgrunnið fyrir austan Hornafjörð í byrjun febrúar og synda svo vestur með ströndinni og fyrir Reykjanesið í endaðan febrúar hafa látið bíða eftir sér en áfram tala brjálæðingar á Hafró um að enn ein mæling gæti breytt niðurstöðunni.

Í janúar varð upphlaup innan stofnunarinnar um skerðingar á fjárlögum. Þær skerðingar áttu þó aðeins að nema um 100 milljónum. Kostnaður Hafró vegna loðnuleitar það sem af er ári hlýtur að kosta allt rekstrarframlag vegna ársins 2019.  Þessi vitleysisgangur mun stefna öllu öðru rannsóknarstarfi í hættu og það gæti hæglega orsakað keðjuverkandi misræmi milli raunverulegs ástand fiskstofna og ímyndaðrar stofnstærðar.  Og í stað þess að minnka hugsanlegt afrán með því að auka myndarlega leyfðar veiðar á Þorsk, ýsu og ufsa, þá sjá fiskateljarar enga þörf á að bregðast við loðnubrestinum vegna þess að þeir sjá fiskstofna aðeins sem formúlu í Excelskjali.  Í þeirra forsendum eru afrán og brottkast svo lítil frávik að þau skipta ekki máli.

Hér er löngu þörf á annars konar nálgun á það starf sem unnið er á Hafró. Stofnstærðum er aldrei hægt að stýra með sveltiveiðum.


mbl.is „Gríðarlega mikið áfall“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum er Kristján Þór nú að hygla?

Hættulegasti maður Íslands gengur laus. Og ekki nóg með að kvikindið gangi laust heldur er hann ráðherra í boði kvótagreifanna. Allt sem hann gerir er gert fyrir hagsmunaaðila, sem stjórna öllu hans lífi. Skiptir ekki máli hvern þú spyrð, allir segja að spilltari maður hafi aldrei verið kosinn á þing fyrir Sjallamafíuna. Og er þá verið að vísa til flagrant sérhagsmunagæslu.

Og nú þarf að hygla 2 innmúruðum sem vantar verkefni fyrir 2 kvótalausa báta. Sæbjúgnafrumkvöðlar eru uggandi um sinn hag.  Enda eru tugir starfa í hættu hér í Þorlákshöfn fari allt á versta veg. 

Hvað segir Elliði Vignisson nú?  Þarf hann ekki að hringja eins og eitt símtal í formann flokksins og stöðva þessi áform.  Þessi inngrip ráðuneytisins eru vond stjórnsýsla.  Ef menn vilja fjölga veiðiskipum þá verður að fylgja því stærri sameiginlegur kvóti en ekki minni.


mbl.is „Lifibrauð 50 til 60 manna í húfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert útboð og Sigfús fær vinnu!

Sigfús smiður rekur fyrirtæki um sjálfan sig, sem heitir Smiðurinn Þinn slf. Þetta fyrirtæki kom við sögu í Braggamálinu illræmda.

Nú ætlar borgin að endurtaka leikinn.  Ekki tími til að afla tilboða heldur skal handvelja vini og klíkufélaga til að vinna verkið.  Nú verður aukakostnaður ekki talinn í tugum milljóna, heldur hundruðum!

Glæsilegt hjá spillingarstjórn Dags B.


mbl.is „Ekki ódýrara að rífa skólann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrota glæpafélag kallar eftir þöggun

Fyrirsögnin á þessum pistli segir í raun allt. Glitnir Holdco getur ekki skýlt sér bakvið lög um bankavernd. Í hruninu og nokkur næstu ár á undan áttu sér stað fragrant (svívirðileg) auðgunarbrot stjórnenda bankans jafnt sem almennra starfsmanna í þágu valinna hluthafa og þau brot bitnuðu á almennum hluthöfum og viðskiptamönnum, sem ekki nutu sömu fyrirgreiðslu eins og lýst er í skjölunum sem lekið var. Lögmaður glæpafélagsins er nú að biðla til hæstaréttar að staðfesta lögbann á birtinguna sem sett var af sýslumanni FLokkksins fyrir bráðum 2 árum.  Glæpafélagið Glitnir var sett í þrot af leppi Jóns Ásgeirs og viðskiptafélaga hans , þar með töldum Milestone bræðrunum og Engeyjarbræðrunum Einari og Benedikt, föður Bjarna Benediktssonar.  Og það er þrotabú þessa banka, Glitnir Holdco, sem styrinn stendur um. Ef tekst að staðfesta lögbannið á birtingu frétta, sem byggja á þessum gögnum þá er endanlega búið að fela alla misgerninga frá því fyrir hrun.  Hrunmálum verður þá lokið og skammtímaminni Íslendinga sér um, að sakir fyrnist hraðar en ella, ef eðlileg fréttamennska væri ekki trufluð af spilltu valdi. 

Spurningin er ekki hvort fjölmiðlar verði ósnertanlegir heldur hvort auðmenn verði snertanlegir!


mbl.is „Fjölmiðlar verði ósnertanlegir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög á lög ofan!

Einn úr Djúpríkinu hefur talað! Málið er einfalt.  Bara setja ný lög í óðagoti til að laga klúður sem aldrei þurfti að koma til ef vandað hefði verið til lagasetningar Dómstólalaganna á sínum tíma.

Sigríður Andersen þóttist ætla að laga 3.kafla dómstólalaganna, sem fjallar um skipun dómara, en hún gerði það ekki.  Það sem Sigríður hins vegar gerði, var að breyta lögum um uppreisn æru svo nú geta barnaníðingar vel orðið dómarar, sérstaklega þegar þess er gætt að heimildir ráðherra til að skipa dómara í andstöðu við mat lögskipaðrar hæfnisnefndar, hafa ekki verið teknar út úr lögunum.

Það sem þarf að gera er að fella þessa málsgrein 12. greinar, út.

"....................Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda sem fullnægir að mati dómnefndar öllum skilyrðum til að hljóta skipun í embættið. Ráðherra skal þá leggja slíka tillögu fyrir Alþingi innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar er afhent honum eða innan þess tíma frá því að Alþingi kemur næst saman eftir að umsögn er fengin og verður tillaga að vera samþykkt innan mánaðar frá því að hún er lögð fram, ella er ráðherra bundinn af umsögn dómnefndar." 

Það er þessi málsgrein, sem konan með langa nafnið og löngu titlana, þarf að fella út og fá til þess flýtiafgreiðslu hjá forseta Alþingis (LoL! djók. Auðvitað stýrir ríkisstjórnin dagskrá þingsins en ekki Steingrímur Vaðlaheiðarstingur)  Alþingi hefur reynsluna af flýtiafgreiðslu samanber breytingu Kristjáns Þórs, á lögum vegna niðurfellingar á starfsleyfum til fiskeldis í Arnarfirði.

Ég hef fulla trú á konunni með langa nafnið. Hún er engin puntudúkka eða handbendi fyrir Icehot1. Hún er þvert á móti manneskja sem tekur yfirvegaðar ákvarðanir í samræmi við eigin sannfæringu. Þannig eiga stjórnmálamenn að vera.  Við þurfum ekkert að vera sammála þeim í öllu en við eigum að geta borið virðingu fyrir þeim og treyst að þeir séu að vinna í allra þágu.


mbl.is Sérlög til lausnar Landsréttarmálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fljótabáturinn Herjólfur kemst ekki heim

Fljótabáturinn, sem nú er búið að smíða samkvæmt fyrirmælum einvaldsins í Landeyjarhöfn, kemst ekki yfir hafið og heim, því nú er hávetur. Yfirleitt keppast allar útgerðir við að koma svona nýsmíðum í gagnið hið fyrsta, en ekki Vegagerðin. Vegagerðin fer sér hægt og er með alls konar undanbrögð, til að kaupa tíma. Því skipið er ekki ætlað til siglinga á úthafinu.  Kannski eftir hálfan mánuð að þeir fái undanþágu, annars verða þeir að senda það heim í fragt.  Skipið sem fór með sementsskipið frá Hafnarfirði gæti hentað og verið á lausu!

Einnig passar Vegagerðin sig á að sanddæling ú Landeyjarhöfn er skammt á veg komin svo þeir geta líka notað þá afsökun. En eftir stendur hvernig á að tryggja öryggi ferju og farþega í vondum veðrum?  Við sáum nýlega myndband af Herjólfi að sigla fyrir Klettsnefið á leið til hafnar í Eyjum. Þar þurfti að fara með gát svo skipinu slægi ekki flötu. Halda menn að litli fljótabáturinn sé virkilega nothæfur til að halda uppi öruggum áætlunum til Eyja? Eða verður þetta enn eitt klúðrið og óskhyggjan úr Sigurði Grétarssyni, sem nú hefur loksins verið settur af hjá siglingasviði Vegagerðarinnar. 

Vörum okkur á verkfræðingunum. Þeir eru ekki óskeikulir frekar en stjórnmálamenn en þeir virðast samt njóta sömu friðhelgi og forsetinn, það er að verða ekki dregnir til ábyrgðar vegna starfa sinna.  Það er dálítið merkilegt.

Með réttu hefði Landeyjarhöfn aldrei átt að komast lengra en vera líkan í tilraunaskyni. En Kristján Möller tók þessa ákvörðun illu heilli og í einhverju samkrulli við heimamenn. Fyrir það erum við búin að borga 40 milljarða varlega áætlað og verkefnið langt frá því að hafa heppnast.


mbl.is Herjólfur tilbúinn og bíður afhendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband