Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ég er fjölmiðlafíkill.

Ég er svona dæmigerður fjölmiðlafíkill. Fyrsta sem ég geri á morgnana, er að renna yfir allar fyrirsagnir allra miðla á Fréttagáttinni og skoða síðan hvað bloggarar hafa um málin að segja. Þetta þarf ég svo að endurtaka oft á dag og stundum líka á nóttunni þegar ég vakna upp.

Ég hef reynt allt. Ég hef farið í fjölmiðlabindindi, ég hef hætt að lesa DV og þau sorablöð öll. Ég hef sett mér reglur um, að lesa aldrei fésbókarfréttir af síðum Eiríks Jónssonar og Miðjunnar en ég hef alltaf fallið.

Og eins og allir fíklar vita þá er þetta þjáning. Sérstaklega þegar fjölmiðlar eru jafn ómerkilegir og á Íslandi. Hér eru 40 skráðir fjölmiðlar sem heyra undir eftirlit Fjölmiðlanefndar en enginn þeirra uppfyllir kröfu um hlutlæga fréttamennsku. Sumir fréttamenn komast þó nálægt því en þeir eru svo fáir og dreifðir að þeirra störf verða dæmd af vanhæfi kollega þeirra.  Þannig að fyrir okkur fjölmiðlafíklana á Íslandi er það eins og að vera fyllibytta og hafa ekkert til að drekka nema spritt og landa.

Þetta eru brot á mannréttindum. Skylduáskrift að RÚV eru brot á mannréttindum. Skipan Alþingis er brot á mannréttindum.

Hér er allt í rugli af því Alþingi tók stjórnarskrána í gíslingu. En það tala fáir um það og ekki ástæða til að búa til smellidólgafrétt á slúðurmiðlunum um slíka statusa.  Meira að segja Píratar eru hættir að minnast á stjórnarskrána. Enda hreyfingin svipur hjá sjón eftir að drottningin yfirgaf þá "samfylkingu"


Mannréttindadómstóllinn klofinn

RUV lá svo mikið á, að koma höggi á Sigríði Andersen vegna niðurstöðu MDE í máli íslenskrar fyllibyttu og eiturlyfjasjúklings, að þeim láðist að geta þess, að dómurinn klofnaði í afstöðu sinni. Minnihlutinn varar beinlínis við skaðlegum fordæmisgefandi áhrifum dómsins.

Vegna þess að niðurstaðan var ekki einróma þá mun dómurinn engar afleiðingar hafa fyrir Sigríði Andersen eða Ríkisstjórnina. En ein fyllibytta er 2 milljónum ríkari, sem hún getur notað til að kaupa meiri fíkniefni og vera svo stöðvaður aftur og dæmdur aftur til refsinga í Landsrétti, af Arnfríði Einarsdóttur, sem meirihluti dómara við Mannréttindadómstólinn hefur ályktað ólöglega skipaða í það embætti. Lögin snúast nefnilega um tæknileg atriði, en ekki réttlæti og alls ekki mannréttindi. Svo þarf náttúrulega líka athyglissjúkan lögmann, Vilhjálm H.Vilhjálmsson, til að fullkomna skrípaleikinn.


mbl.is Ríkið brotlegt í Landsréttarmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Icelandair að yfirtaka WOW?

Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að Icelandair sé búið að taka 10 milljarða króna lán hjá innlendri fjármálastofnun og hafi veðsett 10 flugvélar til tryggingar þessu láni.  Engar frekari upplýsingar er að finna í sambandi við þessa lántöku. Í ljósi þess að Icelandair keypti í félagi við einkafjárfestinn Björgólf Jóhannesson allt hlutafé Ríkisflugfélags Grænhöfðaeyja fyrir 1 milljarð, þá hlýtur þessi lántaka að þarfnast útskýringa af hálfu stjórnar félagsins.  Ef ég ætti hlutabréf í Icelandair þá væri ég virkilega áhyggjufullur yfir svona fréttum. Ef Icelandair þarf 10 milljarða til að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins þá er Icelandair mjög illa statt og þá myndi jafnvel ekki Gamma á Íslandi leggja þeim til fé gegn veði í 10 nýju Boeing flugvélum.  En ef á að nota þessa peninga í yfirtöku á skuldum WOW air þá gegnir öðru máli.  En þetta hlýtur að skýrast. Góðu fréttirnar eru náttúrulega þær að íslenzkir flugstjórar eru svo frábærir að jafnvel gallaðar flugvélar verða öruggar í þeirra höndum að sögn forstjórans.


mbl.is Hefur ekki áhyggjur af þotunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi frekja í hælisleitendum

Fréttir af mótmælum á Austurvelli í dag vöktu athygli mína. Einkum fréttir af meintu ofbeldi lögreglunnar. En þegar betur var að gáð var fréttaflutningi stýrt til þess einmitt að vekja upp neikvæð viðbrögð gegn lögreglu og vekja upp samúð vegna aumingja ofsóttu hælisleitendanna.  Svona vinnur RÚV.

En það sem gerðist á Austurvelli var allt annað. Þarna var samankominn lítill hópur hælisleitenda, sem sýndu lögreglu frekju og yfirgang undir því yfirskyni að íslenzk yfirvöld væru að brjóta á réttindum þeirra, nánar tiltekið mannréttindum.  Nú finnst mér gömlum sveitamanninum skörin vera farin að færast upp í bekkinn.  Eru þetta ekki hælisleitendur? Eiga þeir einhverjar kröfur á íslenzk yfirvöld?  Ef þessum einstaklingum var fúlasta alvara með veru sinni þarna þá vona ég svo sannarlega að yfirvöld taki umsóknir þeirra fyrir strax í kvöld og vísi þeim úr landi á morgun.  Þetta fólk ætti að sína smá auðmýkt ef það vill búa hér á landi og vinna og öðlast réttindi sem löglegir þegnar þessa lands. Að safnast saman með skrílslæti á Austurvelli er ekki rétta leiðin.


Er hægt að treysta Hafró?

Áhættumat Hafrannsóknarstofnunar hefur þann tilgang að réttlæta áform laxeldismanna um stórfellda stækkun á laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Áhættumatið byggir ekki á rannsóknum eða þekkingu á hvað gerist ef eldislax hrygnir í íslenzkum ám.  Enda hafa engar rannsóknir verið gerðar á því. Áhættumatið er alfarið byggt á gögnum frá norskum fiskifræðingum sem hafa rannsakað áhrif slysasleppinga frá norsku sjókvíaeldi. Þar hefur eldislax blandast náttúrulegum villtum stofni í allt að 20% veiðiáa.  Þessar niðurstöður ætlar svo Hafró að nota en fullyrðir að líkanið þeirra geri aðeins ráð fyrir 5% erfðablöndun sem er náttúrulega ekki ásættanlegt. Og svo tala þeir um fyrirbyggjandi aðgerðir eins og stórfellt inngrip í kynbætur á villta stofninum með því að tryggja að næg hrygning fari alltaf fram!  Einnig er talað um að eldismenn þurfi að nota stærri seiði og stunda kynleiðréttingu á seiðunum til að seinka kynþroska. Við vitum að svona tillögur eru bara orð í skýrslu til að réttlæta hina keyptu niðurstöðu að hér sé óhætt að sexfalda framleiðslu á eldislaxi úr sjókvíum. Það eru engin áform uppi um að setja eldisfyrirtækjum neinar kvaðir umfram þá ákvörðun að eldi megi ekki fara fram innan ákveðins radíuss frá helstu laxveiðiám okkar. Þannig má ekki stunda laxeldi í Breiðafirði eða á Faxaflóa og ekki í innfjörðum Húnaflóa, Skjálfanda eða úti-fyrir Norðausturlandi.  Hins vegar má stunda laxeldi á Austfjörðum og jafnvel er talið ásættanlegt að fórna Breiðdalsá í þágu hagsmuna Samherja á Austfjörðum.Enda eru Samherjamenn engir sérstakir áhugamenn um laxveiðar ólíkt hinum óligörkunum í Sjálfstæðisflokknum að Einari Guðfinnssyni undanskildum sem aðeins fékk að veiða í Hrútafirðinum en aldrei með Bjarna og Jónasi og Einari Erni í boði Glitnis og seinna Landsbankans.  Þetta var smá útúrdúr en skiptir samt máli þegar fjallað er um svokallaða vísindaráðgjöf Hafró.  Enda er ekki hægt að tala um keyptar skýrslur sem vísindalega niðurstöðu rannsókna. Áhættumat Hafró sem nú á að lögleiða er keypt niðurstaða til að réttlæta inngrip í vistkerfi innfjarða á Vestfjörðum í formi gríðarlegs álags, sem menn hafa enga hugmynd um hverjar afleiðingar verða fyrir þær tegundir sem fyrir eru.

Það væri mannsbragur að því að segja bara sannleikann, að stjórnmálamenn eru búnir að taka þessa ákvörðun að hér skuli stundað sjókvíaeldi á norskum kynbættum eldislaxi og stjórnmálamenn vilja að framleiðslan verði komin í 100 þúsund tonn innan örfárra ára.  Mönnum er skítsama um hliðarverkanir eins og slysasleppingar eða óæskilegan úrgang sem enginn veit hver áhrif hefur á vistkerfin. Að klæða pólitískar ákvarðanir í búning vísindalegrar ráðgjafar er bara hlægileg blekking.  Kristján Þór notaði þessa aðferð þegar hann keypti skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans og notaði til að réttlæta ákvörðun sem löngu var búið að taka um áframhald hvalveiða í 5 ár. Og nú á að endurtaka leikinn og allir spila með og taka þátt í þessu málþingi sem er bara fyrirsláttur, leiksýning sem engu skiptir og ekkert upplýsir. Stjórnmál og vísindi eiga enga samleið.


mbl.is Boðar til málþings um áhættumatið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mygla er eðlileg

Móðursýkisleg viðbrögð vegna myglu og tilheyrandi rakaskemmda ráða nú ákvörðunum forráðamanna mannvirkja þar sem þessi vandamál koma upp. Hvergi í heiminum trúi ég að gripið sé til jafn drastískra aðgerða eins og niðurrif heilu bygginganna eru, eins og hér á landi. Og það virðist helst ein verkfræðistofa ábyrg fyrir þessum harkalegu viðbrögðum. En það er verksfræðistofan Verkís, sem hefur yfir að ráða mestu þekkingunni á úttekt vegna myglusvepps en það er ekki þar með sagt að þeir hafi neina klíníska þekkingu á heilsufars áhrifum myglusveppsins.  Samt þykjast þeir þess umkomnir að ráðleggja um rýmingar, niðurrif eða mjög kostnaðarsamar úrbætur á sýktum húsum/byggingum.  Þar sem þeir eru að skapa sér atvinnu við verkfræðilega hönnun og eftirlit.  Allt þetta er mjög ámælisvert. Því myglusveppur er bara eins og hver annar ofnæmisvaldur bara hættulegur þeim sem hafa ofnæmi fyrir honum.  Aðrir verða ekki fyrir neinum skaða eða óþægindum.

Ég held að forráðamenn opinberra bygginga þurfi að staldra við og endurskoða þessa kolröngu nálgun þegar upp koma ofnæmisviðbrögð vegna myglusvepps. Ég er að vísu ekki með prófgráðu í rakaskemmdum eða myglu en ég hef kynnt mér eins og kostur er hvað veldur. Í grófum dráttum má flokka rakaskemmdir í tvo flokka. Utanaðkomandi raka vegna galla eða ófullnægjandi viðhalds og raka sem á upptök inni í húsum vegna ónógrar loftræstingar. Sá flokkur er miklu viðráðanlegri heldur en þegar rakinn er tilkominn vegna byggingargalla.

Að ætla sér að loka heilum skóla vegna myglu og raka er ekkert nema móðursýki.  Það er vel hægt að klára skólaárið og hefja viðgerðir að því loknu.  En auðvitað þarf að finna aðrar lausnir fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir myglusveppnum. Fyrstu viðbrögð væru svo að stoppa utanaðkomandi leka hið fyrsta og opna lokuð rými og hreinsa sýkt svæði og þurrka.  Þetta er hægt að gera þótt skólastarf sé í gangi.

En kellingarnar sem ráða öllu munu auðvitað ekki hlusta á mína rödd. En ég hef látið þessa skoðun í ljós og þess vegna mun ég geta sagt í fyllingu tímans, I told you so!  En þá munu aðgerðir gegn myglu hafa kostað milljarða sem engin þörf var á að sóa vegna ómerkilegra rakaskemmda. Lifi íslenzka heimskan!


mbl.is Fossvogsskóla lokað á miðvikudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arðsemi versus launakröfur

Guðrún Hafsteinsdóttir hélt ein uppi vörnum fyrir láglaunastefnu SA í Silfrinu í dag. Ástæðan er einfaldlega sú að meirihluti þjóðarinnar vill að kjör láglaunahópa verði leiðrétt og krafan um að vinna eigi að skapa  velsæld fyrir verkafólk en ekki forstjóra og fjármagnseigendur á vaxandi skilningi að mæta í þjóðfélaginu. Þó er enn langt í land að fjölmiðlar axli sína ábyrgð á að fréttaflutningur sé hlutlægur. Tildæmis er auðhyggjan innan fréttastofu RÚV enn gegnumgangandi í allri fréttaumfjöllun þeirrar hlutdrægu fréttastofu.  Öllu er þar snúið uppí krónur og aura eins og það sé sá eini mælikvarði sem skiptir máli. 

Nú er til dæmis ekki til sú frétt af kjarabaráttu verkalýðsins, að ekki sé klykkt út með að þjóðarbúið þoli ekki launahækkanir og verkföll muni skaða þjóðarbúið!  Og á þessu klifa fréttamenn þangað til fólk fer að trúa því að verkföll séu tilræði gegn þjóðinni. Sem hver hugsandi maður veit að er bull og þvæla.  SA er ekki þjóðin.Og eigendur Bláa lónsins eru ekki þjóðin. Svo hættið að rugla fólk með tilreiddum fréttaflutningi úr smiðju stóratvinnurekenda!

Undan farið gullaldartímabil í ferðaþjónustunni hefur vissulega skapað miklar tekjur fyrir þjóðarbúið en við skulum ekki rugla því saman við þann gríðarlega ábata sem þeir sem fjárfest hafa í ferðaþjónustu, hafa rakað saman. Og þegar þeir senda út skilaboð til fjölmiðla að verkföll skaði þjóðarbúið þá eru þeir að segja að gróði þeirra sjálfra muni minnka.  Og um það snýst kjarabaráttan, að eigendur atvinnutækjanna skipti gróðanum réttlátlega á milli sín og verkalýðsins sem skapar hann. Þetta ætti ekki að vefjast fyrir neinum að skilja. Á meðan eigendur hótela og gistihúsa, veitingastaða og ferðaleiðsögufyrirtækja eru að greiða sjálfum sér þúsundir milljarða í arð út úr þessum fyrirtækjum þá eru verkföll fyllilega réttmæt og þjóðhagslega nauðsynleg. Að hér sé við lýði hugtak eins og arðsemiskrafa sem stjórnar allri umræðu er til marks um auðhyggjuna sem hefur grafið um sig. En arðsemi og hagvöxtur eru sammantvinnuð hugtök í biblíu þeirra sem trúa á óendanlegan hagvöxt. En verkafólk borðar ekki hagvöxt.  Verkafólk þarf laun til að lifa.Og ef hagstjórnin klikkar og húsnæðiskostnaður eykst þá þurfa launin að dekka það. Svo stjórnvöld sem álíta að kjaradeilur komi þeim ekkert við ættu að hugsa það upp á nýtt.

Stjórnvöld gætu stemmt stigu við óhóflegum arðgreiðslum.  Stjórnvöld geta stemmt stigu við óhóflegum leigugreiðslum og stjórnvöld eiga að nota skattkerfið til tekju og eignajöfnunar.

Eigendur Íslandshótela og Bláa Lónsins gætu greitt mannsæmandi laun með því að lækka arðgreiðslur. Ef þeir gera það ekki þá geta stjórnvöld hækkað skatta á fyrirtækin og sett arðgreiðslur í 35% skattþrep.   Hvað réttlæti er í því að ferðaþjónusta sé ennþá í 11% virðisaukaþrepi?  Halda menn að ferðamaður sem er rukkaður um 70 þúsund fyrir rúm á hóteli sé eitthvað að velta því fyrir sér hvort hótelið greiði 11 eða 23% í virðisauka af þeirri okurupphæð?  Nei mismunurinn er hreinn gróði sem ferðaþjónustan notar sem gulrót fyrir fjárfesta eins og lífeyrissjóði. Og nú hef ég nefnt fílinn í stofunni.  Lífeyrissjóðirnir eru að eyðileggja hagkerfið.  Þeir eru alltof stórir og fjárfestingar þeirra hafa skapað þann eignaójöfnuð sem hefur verið að aukast síðustu 10 ár.

Þegar allt þetta er skoðað þá er ekki spurning hvort gengið verði að launakröfum verkalýðshreyfingarinnar heldur hversu fljótt það verður gert.  En alæmenningur skal hafa það algerlega á hreinu að verkföll eru fyrst og fremst til þess að kalla fram réttláta skiptingu hagnaðar og minni arðsemi eigenda. Það er helvítis auðhyggjan sem skaðar þjóðfélagið mest.


Sjómannafélag Íslands ehf.

Stjórn Sjómannafélags Íslands er ólöglega kjörin en situr samt í skjóli eigin túlkana á lögum sem dæmd voru ólögleg. Félag sem stýrt er af fámennri klíku félagsmanna og sem neitar að leyfa almennum félagsmönnum að taka ákvarðanir um hverjum þeir vilja fela umboð til forystu, er ekkert annað en ofbeldisseggir og ribbaldar sem fjarlægja verður með atbeina Félagsdóms.

Bergur Þorkelsson hefur ekkert umboð til að bjóða Heiðveigu Maríu einhverjar dúsur. Hann ætti að kynna sér lög félagsins og sérstaklega greinina sem þeir notuðu til að reka Heiðveigu úr félaginu
-----------------------------------------------------------------------------------------
    10. gr.

a) Ef félagsmaður er sakaður um brot á lögum félagsins skal málið tekið fyrir á stjórnarfundi sem ákveður með einföldum meirihluta atkvæða hvort veita skuli áminningu eða víkja félagsmanni úr félaginu. Skjóta má þeim úrskurði til trúnaðarmannaráðsfundar.
b) Hver sá maður er brottrækur úr félaginu, í lengri eða skemmri tíma, sem að áliti trúnaðarmannaráðsfundar hefur unnið gegn hagsmunum félagsins, valdið því tjóni eða gert því eitthvað til vansa. Þetta á einnig við um þá sem ekki hlíta lögum þess eftir gefna áminningu.
c) Hafi félagsmanni verið vikið úr félaginu á hann ekki afturkvæmt í félagið nema inntökubeiðni hans sé samþykkt á lögmætum trúnaðarmannaráðsfundi.
---------------------------------------------------------------------------------------


Eftir dóm Félagsdóms verður ekki betur séð en gera verði breytingar á lögum félagsins og bera þær undir samþykki allra félaga. Þessa endurskoðun verður að framkvæma án aðkomu núverandi stjórnar og trúnaðarráðs. Þessir tindátar sem nú stjórna hafa búið þannig um hnútana að þeir eru nær einráðir um allar ákvarðanir og eina aðkoma hins venjulega félagsmanns er að greiða félagsgjald.

þessir klíkuvinir hafa meira að segja bætt inní lög félagsins heimild fyrir aðra en sjómenn til þess að vera í félaginu og ráðskast með fjármuni þess!
-----------------------------------------------------------------------------------
     4. gr.

Sá sem greiðir félagsgjald telst félagsmaður og hefur óskað eftir að vera félagi.
Félagsmenn geta einnig orðið þeir sem sinna málefnum félagsins og aðrir sem stjórnin metur hæfa hverju sinni.


mbl.is „Verður að teljast afar sérstakt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsnari gerist skinhelgur

Bjarni Benediktsson og aðrir úr sjálftökuliði ríkisstjórnar og þingmanna, skýla sér gjarnan bakvið kjararáð þegar þeir svara réttmætri gagnrýni á ofurlaunahækkanir ríkisstafsmanna undanfarin ár. En hverjir bera ábyrgð á því að kjararáð var látið hafa þennan eitraða bikar? Var það ekki þessi sami Bjarni Benediktsson sem nú þykist enga ábyrgð bera. Og hver skyldi hafa mannað stól formanns kjararáðs annar en þessi sami Bjarni!  Og til að kóróna skömmina þá skipaði hann persónulegan vin sinn og félaga til margra ára, til að ákveða eigin laun.  Jónas Guðmundsson er húskarl Bjarna og dekkar armslengdina , nú sem formaður stjórnar Landsvirkjunar.

Bjarni Benediktsson er narcissisti sem ekki ætti að vera á Alþingi hvað þá í sæti fjármálaráðherra.  Narcissistar hugsa ekki um haga annarra. Þeir hugsa bara um eigin hag og eru svo fullir aðdáunar á eigin verkum að þeir bregðast reiðir við allri gagnrýni. Orðaskak Bjarna og Jóns Þórs staðfestir þessa greiningu.

Og að endingu get ég ekki annað en mótmælt þeirri túlkun sjálftökuelítunnar að launabilið sem kjararáð bjó til, hafi sjálfkrafa verið leiðrétt með frystingu þeirra hækkana út 2018.  Prósentuhækkanir ofurlauna er aldrei hægt að jafna saman við prósentuhækkanir lág og meðal-launa.  Þingmenn fengu 400 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum.  Það er sú hækkun sem við eigum að miða við.  Ekki 40%.   

Þegar allir hafa fengið 400 þúsund króna leiðréttingu eins og sjálftökuliðið þá er komið jafnvægi. Fyrr ekki Bjarni Benediktsson!


mbl.is Sakaði fjármálaráðherra um hræsni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þess vegna er verkfall

Úr skýrslu Vinnueftirlitsins:

Of mikið lík­am­legt álag

Niður­stöður könn­un­ar meðal starfs­fólks sýndu að lang­flest­ir sem vinna við hót­elþrif hér á landi eru kon­ur af er­lend­um upp­runa. Meiri­hlut­inn er Pól­verj­ar. Íslenska er aðeins tungu­mál tæp­lega 9% starfs­manna. Starfs­ald­ur er skamm­ur, eða rúm­lega tvö ár á vinnustað.

Veru­lega skorti á að skipu­legt vinnu­vernd­ar­starf í for­varn­ar­skyni færi fram á hót­el­un­um því í tæp­lega 70% til­vika var eng­in eða aðeins ófull­nægj­andi áætl­un um ör­yggi og heil­brigði fyr­ir vinnustaðinn. 

Tæp 68% hót­elþerna sögðu sam­skipti við næsta yf­ir­mann valda þeim streitu og pólsk­ir starfs­menn töldu sam­skipti á vinnustaðnum verri en ís­lensku­mæl­andi sam­starfs­fólk.

Kyn­ferðis­leg áreitni í vinnu

Rúm­lega 2% hót­elþerna telja að heilsu þeirra eða ör­yggi stafi hætta af of­beldi eða hót­un­um í vinn­unni. Rann­sókn­ir sýna að er­lent verka­fólk er lík­legra til að upp­lifa hót­an­ir og of­beldi á vinnustað auk þess sem það er lík­legra til að verða fyr­ir brot­um á rétt­ind­um. Rúm 3% segj­ast hafa orðið fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni á vinnustaðnum

Hvað er þetta annað en lýsing á nútíma þrælahaldi? Mesta furða að starfsaldur skuli þó ná 2 árum. Á sama tíma eru forráðamenn hótelþrælabúða með stórar yfirlýsingar um þann skaða sem verkföll þrælanna valda þeim.  Þeir hafa aldrei leitt hugann að þeim skaða sem starfsfólk hefur orðið fyrir.

Áfram Sólveig Anna! 


mbl.is Slæmar aðstæður hótelþerna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband