16.3.2012 | 10:42
Bloggið mitt vörn í máli Geirs?
Andri reifaði sjónarmið um sönnunarfærslu og þá sönnunarbyrði sem hvílir á ákæruvaldinu. Öflun sönnunargagna hefur ekki verið í neinu samræmi við viðurkenndar aðferðir. Ekkert þeirra gagna sem lögð voru fram í málinu voru borin undir ákærða á rannsóknarstigi og mörg þeirra hefur hann aldrei séð, sagði Andri.
![]() |
Þetta var hálfsannleiksrannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2012 | 07:41
Bönnum þá líka stjórnmálaflokkana
![]() |
Mistök að setja ekki bann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2012 | 13:27
Gjaldeyrisskil
Í síðasta pistli fjallaði ég aðeins um myntina frá sjónarhóli leikmanns. Mér til ánægju þá hefur nú virtur hagfræðingur staðfest það sem ég hélt fram um sakleysi krónunnar. Þess vegna langar mig að taka þetta aðeins lengra og fjalla um hvað brýnast sé að gera til þess að laga stöðu krónunnar og aflétta höftunum. Eitthvað sem tekur nokkur ár miðað við þær skuldir sem Jóhanna og Steingrímur eru búin að steypa okkur í. Númer eitt er að auka gjaldeyrisöflun eins og mögulegt er á meðan genginu er haldið lágu. Þetta er mikilvægt að gera með meiri framleiðslu en líka betra eftirliti með gjaldeyrisskilum. Við eigum hiklaust að auka veiðar verulega og taka upp hráefnisskatt sem hlutfall af söluverði á allan seldan afla uppúr skipi. Til dæmis 20% (Ekkert helvítis auðlindarentu kjaftæði) Síðan og það sem er ekki síður mikilvægt er að tryggja 100% gjaldeyrisskil. Í dag er víða pottur brotinn og menn stinga því í eigin vasa sem geta. Ég efast ekki um að flóðgáttir uppljóstrara myndu gefa sig fram ef yfirvöld borguðu mönnum fyrir að upplýsa um svona svik. Þar þarf helst að kanna þá sem starfa í greinum, sem höndla með gjaldeyri beint. En það eru helst ferðaþjónustan/veitingabransinn og sjávarútvegsfyrirtækin. Skýrslur sýna að þrátt fyrir mikla aukningu túrista þá aukast tekjurnar ekkert. Menn eru að fabúlera í því sambandi að líkleg skýring sé að hver túristi eyði minna en ég ætla að fullyrða að skýringin er sú að atvinnurekendurnir eru bara ekkert að skila þessum gjaldeyri til Seðlabankans. En eins og allir vita þá eru 2 gjaldskrár víðast í gangi, ein fyrir Íslendinga og önnur fyrir útlendinga. Velkomin til Kúbu norðursins! En svo eru það öllu stórtækari gjaldeyrissvik sem fiskseljendur stunda. Þau eru stunduð með ýmsu móti. Gámafiski er skotið undan. Útgerðir eiga sölufyrirtækin erlendis og gefa ekki upp rétt verð og svo eru það þessir stóru sem eiga móðurfélög erlendis eða dótturfélög og sem engin leið er að fylgjast með. Samherji, Sjólaskip , Grandi og hvað þau heita öll, sem eru með starfsemi erlendis og hér heima. Fyrst Seðlabankinn gat ekki afstýrt gjaldeyrisbraski strákgutta úr boltanum þá er varla hægt að ætlast til að hann sjái við alþjóðlegum auðhringum með her skattasniðgöngulögfræðinga og endurskoðenda á sinni launaskrá. Hlutur sjávarútvegs er miklu meiri í útflutningstekjunum heldur en hagtölur gefa til kynna, hann bara skilar sér ekki hingað heim. Að yfirvöld skuli ekki fylgjast betur með er vítavert. Gengi krónunnar er nefnilega að lækka vegna þess að gjaldeyri er ekki skilað. Og við náum aldrei að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð ef þessu verður ekki kippt í liðinn.
Eftirlitssveitir sem hafa heimildir til að fara inní fyrirtæki og grandskoða bókhald og útflutningsskýrslur er það eina sem dugar. Helst skipaðar útlendum sérfræðingum. Því Íslendingunum virðist svo auðvelt að múta. Eða að frændsemin eða kunningjaskapur eða atvinnuhagsmunir vina eða ættingja koma í veg fyrir virkt eftirlit. Af íslensku eftirliti höfum við slæma reynslu og engin ástæða til að treysta því á mikilvægum póstum eins og gjaldeyriseftirlitinu. Seðlabankanum er alla vegana ekki treystandi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2012 | 07:13
Ónýtur Seðlabanki og peningamálastefna
Einhvern veginn treysti ég ekki þessari sérfræðinga umræðu sem nú er í gangi um stöðu krónunnar. Mér finnst hún litast af eintómum hagsmunum en ekki raunhæfu mati á þeim kostum sem eru í boði. Ef Seðlabankinn var ónýtur undir stjórn Davíðs Oddssonar þá er hann ekki síður ónýtur undir stjórn Más Guðmundssonar. Báðir eru þeir pólitískt ráðnir til að fylgja peningamálastefnu viðkomandi ríkisstjórnar. Munurinn er nákvæmlega enginn. Hér ríkir engin stefna! AGS smellti hér á gjalfeyrishöftum og það var síðan hlutverk Más og hans teymis að losa þau höft í fyllingu tímans en það er greinilegt að hann kann engin ráð til þess. Og það er vegna þess að hann er pólitískt handvalinn af Jóhönnu Sigurðardóttur til að framfylgja stefnu Samfylkingarinnar um inngöngu í ESB og upptöku evru. Þetta er staðreynd málsins og við skulum fara að tala um hlutina eins og þeir eru en ekki eins og okkur er sagt að þeir séu.
Ég er bara leikmaður og skil kannski ekki hina djúpu speki sem fræðingar vilja klæða umræðuna í en nóg skil ég samt til að sjá að það er ekki krónan per se sem er vandamálið heldur gengi hennar miðað við helstu viðskiptagjaldmiðla. Fyrir hrun var gengið líka vandamál en bara í hina áttina, þökk sé heimskulegri hávaxtastefnu þáverandi Seðlabankastjórnar. En þarf þetta að vera svona? Þarf gengi pínulítils hagkerfis að vera undir í spákaupmennsku markaðsaflanna? Af hverju má gengið ekki vera fast? Og ef gengi má vera fast, hvað mælir þá á móti að kaupgengi sé annað heldur en sölugengi? Ef menn vilja kaupa sér útlendan gjaldeyri þá á bara að verðleggja hann nógu hátt. Það á ekkert að banna mönnum að kaupa svo framarlega sem til er gjaldeyrir til að versla með.
Hvernig við háttum gjaldeyrisviðskiptum með krónuna kemur engum við. Þeir sem eiga við okkur viðskipti gera það í sínum eigin myntum hvort sem er. Og öll lán sem við tökum erlendis greiðum við í gjaldeyri. Hvert er þá vandamálið? Jú vandamálið eru fjármagnseigendur og heimskir Íslendingar sem vilja frekar eyða sínum krónum í innflutt frekar en heimalagað, sólarferðir frekar en sumarfrí á Hornströndum og svo framvegis. Því auðvitað er gjaldeyrir takmarkaður. Þökk sé ónýtum Seðlabanka þá komast útflytjendur upp með að skipta ekki gjaldeyrinum, sem þeir fá í íslenskar krónur. Þetta hefur tíðkast lengi og er á allra vitorði en samt er þetta látið viðgangast.
Margir tala spekingslega um erlenda fjárfestingu og bölva þá gjarnan krónunni og höftunum. En ég sé ekki hvað krónan kemur því máli við. Sorrý bara. Ef menn eru tilbúnir að fjárfesta þá hlýtur það að vera okkar hagsmunamál að arðurinn verði eftir hér á landi og gagnist okkar hagkerfi en sé ekki fluttur út jafnóðum eins og nú á sér stað með vexti og verðbætur sem útlenskir fjármagnseigendur eru að fá. Af hverju er þeim ekki boðið að fjárfesta í staðinn fyrir Nupo?
Ef menn hætta að einblína á upptöku annars gjaldmiðils og einhenda sér í að móta aðferðir til að nota hér krónu áfram þá veit ég að það er hægt. Hættum að hlusta á hagsmunaöflin sem vilja krónuna feiga. Hvort sem það eru esb sinnar eða fjárfestar með lífeyrissjóðsfurstana í fararbroddi. Ef við getum ekki haldið úti frjálsum gjaldmiðli þá getum við ekki haldið uppi fullveldi. Þetta tvennt er samtvinnað. Og fullvalda þjóð setur sínar eigin gjaldmiðlareglur. En auðvitað gætum við tekið þátt í myntsamstarfi ef sá kostur byðist. Það þyrfti ekki að þýða upptöku annars gjaldmiðils. Þvi hvað eru gjaldeyrisskiptasamningar annað en myntsamstarf. Af hverju er ekki hægt að þróa slíkt samstarf betur?
Mín skoðun er sú að við eigum að fjármagna okkur innanlands. Allt tal um lánshæfismat skiptir bara engu meðan við þurfum ekki að taka erlend lán. Við eigum fulla skápa af peningum sem liggja bara og eru ekki í vinnu. Komum böndum á banka og lífeyrissjóði og þá verður krónan ekkert vandamál. Óvinir krónunnar eru þeir sem vilja hagnast á gengismuninum. Þannig er það með örmyntir sem sveiflast á markaði. Við hljótum að geta tryggt okkur fyrir slíkri spákaupmennsku með alvöru myntsamstarfi
![]() |
Óttast veikingu krónunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2012 | 00:33
Kjúklingaslátrarinn
Ég má til að stela þessum myndum af bloggsíðu Vilhjáms Arnar. Þetta er of fyndið til að hverfa í gleymskuna strax. Vilhjálmur spaugar með tvífara:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2012 | 21:21
Netöryggi
Ég er áhugamaður um netöryggi og þessvegna neita ég að skrá mig á facebook. En það er margt fleira að varast á netinu. Það mikilvægasta er náttúrulega að þekkja mögulegar hættur til að geta varast þær. Þjófnaður á persónu upplýsingum er það sem allir þurfa samt að varast mest. Þar á ég sérstaklega við þjófnað á viðkvæmum lykilorðum. En eitt er að vita og annað að gera. Það sem allir nota á netinu eru vafrar. Og þeir eru misöruggir. Firefox hefur löngum verið talinn öruggastur en Internet Explorer hefur að undanförnu einnig tekið miklum breytingum til batnaðar varðandi örugga netnotkun eða private browsing. Google Chrome ætti svo enginn að nota í dag né nokkur önnur forrit frá Google. Leitarvélina, póstinn né samfélagsvefinn. Google er mesta ógn við persónufrelsi einstaklinga ef frá eru skildar hinar ýmsu leyniþjónustur sem allar hafa það hlutverk að skrá persónuupplýsingar og nethegðun þeirra sem nota Internetið. En það eru fleiri en Facebook, Google og netveiturnar sem eru að njósna. Fyrirtæki sem hanna og setja upp vefi fyrir einstaklinga og fyrirtæki setja undantekningarlaust inn í kerfin allskonar kóda til að fylgjast með hegðun þeirra sem heimsækja þessar síður. Og jafnvel oft án heimildar. Þetta gera þeir í krafti þess að oftast eru þessir aðilar þeir sem þjónusta líka viðkomandi vefi og hafa því aðgang að öllum þessum upplýsingum án vitneskju eigandans og geta gert það sem þau vilja með þær. Ég er til dæmis ekkert endilega viss um að Eiríkur Jónsson hafi beðið um að settur væri upp búnaður frá Statcounter.com á nýja vefinn, sem hann var að hleypa í loftið í dag. Það var reyndar fyrir algjöra tilviljun sem ég tók eftir að þessi njósnakódi væri á vefnum hans.
Takið eftir merkinu í vinstra horni efst. Þar birtust óvart skilaboð um að forritarinn hafi gert villu við innsetningu á þessum tracking code. En eins og lesa má í umsögnum á heimasíðu statcounter.com þá er hægt að kortleggja hvaðan heimsækjandi kemur, hvað hann gerir og hvert hann fer. Og síðast en ekki síst er hægt að sjá IP tölu notandans og þar með nánast hver viðkomandi er. Þetta er brot á friðhelgi einkalífsins í mínum huga. Ef verið er að skrá um mann upplýsingar þá er lágmark að láta fólk vita og afla til þess samþykkis. Það er hvergi gert í dag. Öll þessi ólöglega söfnun persónuupplýsinga fer fram undir leynd og í skjóli fáfræði netnotenda flestra.
- Í fyrsta lagi eiga menn að nota það sem kallast Private Browsing . Það er hægt að gera í Firefox undir Tools, eða með flýtilyklinum control+shift+p.
- Í öðru lagi eiga menn aldrei að nota kortin sín eða sinna heimabankanum nema í gegnum "Live stýrikerfi" en með því á ég við stýrikerfi sem styðst ekki við notkun á hörðum diski og skilur þar með engar upplýsingar eftir sig um notkunina. Live stýrikerfi er keyrt upp af cd eða dvd-diski eða minnislykli og er til í mörgum útgáfum í linux stýrikerfinu. Ég nota Knoppix og hef gert lengi. Knoppix er hægt að ná í af vef háskólans.
- Í þriðja lagi þarf að varast síður sem settar eru upp til að safna lykilorðum. Þessar síður eru alveg eins og hinar nema að þær eru bara frontar. Besta ráðið er því að nota https, alltaf þegar þess er kostur
- Og í fjórða lagi þá eiga menn ekki að leyfa scripts á vefsíðum aðgang að harða diskinum. Þótt menn noti ekki live stýrikerfi. Þessu er hægt að stjórna með viðbót fyrir Firefox sem kallast noscript. Eins má brýna fyrir fólki að fylgja ekki hlekkjum í hugsunarleysi. það er oftast meira öryggi fólgið í því að hægri smella á slíka live links og velja "opna í nýjum glugga" heldur en klikka beint. Með hugsunarleysi erum við að teikna upp á korti hvað við gerum á netinu. Það er svipað og auglýsa á facebók að maður verði ekki heima næstu helgi og því sé allt í lagi að brjótast inn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2012 | 19:13
Var og verður bastarður
![]() |
Störfum stjórnlagaráðs lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnarskrármálið | Breytt 9.2.2013 kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2012 | 11:35
Skríparéttahöld Landsdóms
Ég hef ekki tjáð mig mikið um Landsdómsmálið eftir að réttarhöldin byrjuðu. Ástæðan er einfaldlega sú að ég veit ekki hvað er þarna á seiði. Ég hélt í einfeldni minni, að um Landsdóm giltu sömu reglur og sakadóm. Að þar myndu menn vinna á svipaðan hátt og hjá sérstökum saksóknara. Því það var sú mynd sem dregin var upp fyrir okkur í umræðum í þinginu og víðar. Á því byggði ég afstöðu mína og væntingar. En það er bara alls ekki það, sem er í gangi uppí Þjóðmenningarhúsi. Hvort lögin voru svona óskýr eða hvort Alþingi klúðraði þessum réttarhöldum viljandi, þá er ljóst að það eru engin réttarhöld í gangi. Það er miklu frekar eins og skýrslutaka fyrir rannsóknarnefnd. Ekki einu sinni skýrslutaka fyrir dómi því enginn er eiðsvarinn! Enda hefur ekkert nýtt komið fram. Og vitni úr embættismannakerfinu eru greinilega löngu búin að samhæfa vitnisburðinn. Það er, ef þau muna eitthvað lengur. Ekkert nýtt þar frá því sem þegar var vitað. Og að leiða bankamennina sem margir hverjir hafa réttarstöðu sakborninga Sérstaks Saksóknara, sem vitni er náttúrulega ekki traustvekjandi. Halda menn að Sigurður Einarsson, Björgólfur Guðmundsson eða Lárus Welding muni virkilega segja sannleikann um lögbrotin í bönkunum og það kerfisbundna svindl sem bankarnir eru sekir um í sambandi við kaup á eigin bréfum? Auðvitað ekki. Því þá væri saksóknin gegn Geir fallin um sjálfa sig.
Til þess að Landsdómur stæði undir nafni hefði þurft að fara fram rannsókn. Engin slík rannsókn fór fram af hálfu saksóknaraembættisins. Saksóknari talaði ekki einu sinni við Geir. Engin yfirheyrsla, engin gagnasöfnun. Ekkert! Engin ný vitni. Ákæran gegn Geir byggir eingöngu á gögnum, sem safnað var af Rannsóknarnefnd Alþingis, sem samt mátti ekki nota til sakfellingar. Hvernig getur þá saksóknari búist við sakfellingu? Hvað eru Sigríður og Helgi að hugsa?
Þetta gengur einfaldlega ekki upp. Það er verið að setja upp leiksýningu og hafa okkur að fíflum. Þetta eru skríparéttarhöld og Geir mun labba út með hvítþvegna samvisku hvítflibbamanns sem kerfið verndaði. Geir bað Guð að blessa Ísland. Geir bað ekki Guð að hjálpa sér. Hann treysti greinilega Flokknum til þess. Og Flokkurinn mun ekki bregðast honum með Markús sem forseta Landsdóms og Kjartan á gægjum að fylgjast með að enginn kjafti frá.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2012 | 13:18
Lögmál skortsins
Lögmál skortsins ræður afkomu Íslendinga. Jafnvel þar sem enginn skortur er, hefur framboð verið takmarkað til að búa til skort. Þetta er kjarninn í fiskveiðistjórnunni og kvótakerfinu en líka á fasteignamarkaðnum. Hér er fullt af íbúðum frekar látnar standa ókláraðar og auðar heldur en að markaðurinn lækki. Lækkun er bannorð í hugum stjórnmálamanna og hagfræðinga, sem trúa á lögmál skortsins. Lögmáli skortsins má nefnilega stjórna. Það datt ekki þeim hagfræðingum í hug sem uppgötvuðu þetta lögmál og trúðu á frjálst markaðshagkerfi. Þeim datt ekki í hug að ófyrirleitnir hagfræðingar myndu sjá sér leik á borði til að afskræma þessa grundvallarkenningu hagfræðinnar. Á Íslandi er markaðsmisnotkun og markaðsstýring grundvöllur efnahagslífsins. Stjórnmálamenn bera þar stærsta ábyrgð. Þegar setulið Bandaríkjahers yfirgaf base kampinn á Miðnesheiði gafst raunverulegt tækifæri til að búa til búsetuúrræði fyrir efnalítið fólk. Þar losnaði á einu bretti nokkur þúsund íbúðir. Þetta máttu verktakar og braskarar ekki heyra minnst á og beyttu áhrifum sínum á pólitíkusana með þeim afleiðingum að mikill fjöldi þessara íbúða varð fyrir skemmdum en öðrum var ráðstafað til einkavina. Þetta var inngrip á markaði.
Í kjölfar fasteignabólunnar 2008 var búið að byggja hér nokkur þúsund íbúðir umfram eftirspurn. Pólitíkusar kusu frekar að setja 30 milljarða í að klára Perluna heldur en þessar íbúðir. Þetta var líka dæmi um inngrip á markaði.
Í kjölfar efnahagskollsteypunnar þurftu fjármálastofnanir að leysa til sín mikinn fjölda af eignum. Þessar eignir eru ekki settar í sölu vegna þess að þá myndi fasteignaverð almennt lækka. þetta er ljótt dæmi um inngrip á markaði.
Núna vill Betri Flokkurinn í Reykjavík byggja íbúðir fyrir efnalitla. Sjálfstæðismenn sjá því allt til foráttu. Sjálfstæðismenn hafa lengi gengið erinda verktaka sem vilja stjórna framboði á húsnæði. Það er líka dæmi um inngrip á markaði.
Hvers vegna erum við með Samkeppniseftirlit sem sektar bara Símann og Bónus en skiptir sér ekkert af því hvernig bankarnir haga sér eða hvernig fasteignaverði hefur verið kerfisbundið haldið uppi í tugi ára?
Hvers vegna er ekki hægt á skynsamlegan hátt að losa krumlur einkahagsmunanna af tilverugrundvelli alls almennings? Hvers vegna líða svo margir skort í þessu allsnægtaþjóðfélagi? Hvers vegna að búa til skort þar sem enginn skortur þarf að vera?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2012 | 12:15
Um feminisma og kynjakvóta
Ég er jafnréttissinni en ekki feministi. Jafnréttissinnar vilja, að bæði kynin hafi jafnan rétt. Rétt sem byggi á hæfileikum fólks og gáfum, fremur en þjóðfélagsstöðu, fjármunum eða kyni. Feministar, sem spruttu upp í kjölfar kvennabyltingarinnar hafa hins vegar varpað jafnréttinu fyrir róða og berjast nú hatrammlega fyrir forréttindum, sem eingöngu byggir á því að kvenfólk þurfi að njóta sérstakra forréttinda vegna þess að þær eru svo óheppnar að fæðast í kvenmannslíkama. Lesbíur eru fyrirferðamiklar í þessum hópi.
Áhrif feminista má sjá víða. Í uppeldis og skólamálum og í stjórnmálum fara áhrif þeirra vaxandi. Þetta hefur ekki skilað okkur betra þjóðfélagi. Þvert á móti hefur þetta auðveldað hæfileikalitlu kvenfólki að komast til áhrifa, sem eru ekki endilega til góðs fyrir þjóðfélagið. Kynjakvótar og fléttulistar eru dæmi um verkfæri sem feministar hafa smíðað og notað í þessum tilgangi. Slæm áhrif fléttulista sjáum við greinilega á Alþingi. Þar hefur konum fjölgað mjög á sama tíma og orðræðan og gæði lagasetningar hefur versnað að mun. Skyldi vera einhver tengsl þar á milli? Í stjórnsýslunni hefur líka markvisst verið unnið að því að fjölga kvenkynsstjórnendum án þess að gæði þjónustunnar hafi batnað nema síður sé. Konur ráða Jafnréttisstofu, Umferðastofu, Fjármálaeftirliti og kona er Umboðsmaður Skuldara. Svona mætti lengi telja.
En lögin um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja toppa þó vitleysuna ef það var hægt. Ég er þeirrar skoðunar að kynjaójafnvægið sem við sjáum eigi sér þá eðlilegu skýringu að kvenfólk tekur ekki að sér stjórnarsetu í fyrirtækjum nema að hafa til þess þekkingu og færni. Öfugt við karlana sem finnst ekkert athugavert við að taka sæti í stjórnum fyrirtækja sem fást við verkefni sem þeir hafa ekki hundsvit á. Átakanlegasta dæmið um þetta eru stjórnir bankanna. En halda menn virkilega að þótt sett verði lög um jafnan kynjakvóta, að þá aukist fjöldi þeirra kvenna sem geta og vilja? Auðvitað gerist það ekki. Það sem hins vegar gerist er að fjöldi kvenna sem getur ekki mun fylla þennan kvóta. Þær sem eru hæfar munu áfram standa í skugganum vegna þess að þær telja sig ekki nógu færar. Það er þetta sem þarf að laga. Það þarf að byggja upp sjálfstraust kvenna svo þær þurfi ekki að gerast feministar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)