28.3.2012 | 15:27
Hér er líknardráp hið eina rétta
![]() |
Vilja fljúga með sel til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2012 | 11:20
Ragnheiður Elín til óþurftar
Óskaplega sorglegt er nú að verða vitni að , dag eftir dag, og viku eftir viku, niðurlægingu Alþingis. Það er eins og allt leggist á einn veg. Fundarsköpin, fundastórnin, forsetinn (Ásta Ragnheiður), þingmennirnir og þingmálin. Það er löngu orðið brýnt að leysa þetta þing upp og skipta út 57 Alþingismönnum. Þeir sem eru að standa sig eru ekki nema 6 og ég get alveg talið þá hér upp:
- Margrét Tryggvadóttir
- Eygló Harðardóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Magnús Norðdahl
- Sigurður Ingi
- Lilja Móses
Enginn hinna á erindi á Alþingi Íslendinga. Og ég verð að segja það að ég er sammála Margréti Tryggvadóttur, að við eigum að banna stjórnmálaflokkana í eitt skipti fyrir öll. Inni í stjórnmálaflokkunum og þingflokkunum eru glæpirnir gegn þjóðinni skipulagðir. Og þó þeir séu framdir útí samfélaginu samkvæmt uppskrift frá Alþingi, sbr, kvótalögin og fjármálalöggjöfina, þá er ábyrgðin hjá hvítflibbunum í æðstu valdastofnunum flokkanna.
![]() |
Glæpasamtök verði bönnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2012 | 14:23
Auðmennirnir í Samfylkingunni

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2012 | 12:23
Kastljósið í kvöld
Gögn Kastljóss á RÚV tengd umfjöllun um útflutning sjávarafurða varð til þess að Seðlabankinn með aðstoð Embættis sérstaks saksóknara og tollstjóraembættisisins gerði húsleit á skrifstofum Samherja í Reykjavík og Akureyri í morgun. Grunur leikur á að fyrirtækið hafi gerst brotlegt gegn ákvæðum laga um gjaldeyrisviðskipti.
Þetta er inntak greinar sem birtist á vef Viðskiptablaðsins í morgun. Að gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sé svona arfaslakt kemur ekkert á óvart. Að það þurfi fyrirspurn utan úr bæ til að menn ranki við sér og muni til hvers þeir voru ráðnir í vinnu er hins vegar grafalvarlegt. Ég er örugglega ekki sá eini sem hef talað um augljós svik í gjaldeyrisskilum sem bara blasa við og undrast athafnaleysi gjaldeyriseftirlitsins. Ég meira að segja skrifaði pistil um þetta 14. mars. Þar sem ég velti upp mögulegum aðgerðum. Í pistlinum sagði ég orðrétt:
Í dag er víða pottur brotinn og menn stinga því í eigin vasa sem geta. Ég efast ekki um að flóðgáttir uppljóstrara myndu gefa sig fram ef yfirvöld borguðu mönnum fyrir að upplýsa um svona svik. Þar þarf helst að kanna þá sem starfa í greinum, sem höndla með gjaldeyri beint. En það eru helst ferðaþjónustan/veitingabransinn og sjávarútvegsfyrirtækin. Skýrslur sýna að þrátt fyrir mikla aukningu túrista þá aukast tekjurnar ekkert. Menn eru að fabúlera í því sambandi að líkleg skýring sé að hver túristi eyði minna en ég ætla að fullyrða að skýringin er sú að atvinnurekendurnir eru bara ekkert að skila þessum gjaldeyri til Seðlabankans. En eins og allir vita þá eru 2 gjaldskrár víðast í gangi, ein fyrir Íslendinga og önnur fyrir útlendinga. Velkomin til Kúbu norðursins! En svo eru það öllu stórtækari gjaldeyrissvik sem fiskseljendur stunda. Þau eru stunduð með ýmsu móti. Gámafiski er skotið undan. Útgerðir eiga sölufyrirtækin erlendis og gefa ekki upp rétt verð og svo eru það þessir stóru sem eiga móðurfélög erlendis eða dótturfélög og sem engin leið er að fylgjast með. Samherji, Sjólaskip , Grandi og hvað þau heita öll, sem eru með starfsemi erlendis og hér heima. Fyrst Seðlabankinn gat ekki afstýrt gjaldeyrisbraski strákgutta úr boltanum þá er varla hægt að ætlast til að hann sjái við alþjóðlegum auðhringum með her skattasniðgöngulögfræðinga og endurskoðenda á sinni launaskrá. Hlutur sjávarútvegs er miklu meiri í útflutningstekjunum heldur en hagtölur gefa til kynna, hann bara skilar sér ekki hingað heim. Að yfirvöld skuli ekki fylgjast betur með er vítavert.
Ætli einhver hafi lesið þennan pistil og tekið til sinna ráða?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2012 | 07:42
Þjóðina vantar háseta á bát!
Þeir sem andskotast út í útgerðarmenn og vilja taka af þeim allan rétt til að gera út og veiða fiskinn okkar, þjóðarinnar hljóta að krefjast þess að þjóðin fari þá sjálf að gera út. Þegar það gerist megum við væntanlega eiga von á að heyra svona auglýsingar í útvarpinu aftur
En auðvitað sjá allir skynsamir menn heimskuna í þessum málflutningi. Útgerðarmenn og sjómenn vita að fiskveiðar eru sérhæfð atvinna sem krefst sérhæfðra skipa, mikillar tæknikunnáttu við veiðar og síðast en ekki dugnaðar og þekkingar sjómanna á vinnslu og meðferð á aflanum. Þess vegna verða útgerðarmenn að hunskast til að skipta út þeim talsmönnum sem tala niður til stjórnmálamanna og almennings. Fiskveiðar eru undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar sem við byggjum tilverurétt okkar á. Útgerð og fiskvinnsla er ekkert einkamál Binna í Vinnslustöðinni eða Þorsteins Más hjá Samherja. Þeir þurfa að átta sig á að þeir þurfa að greiða fyrir aðgang að veiðum. Hráefnið í vinnsluna fæst ekki lengur ókeypis. Og ef útgerðarmönnum finnst allt í lagi að leigja til sín makrílkvóta eða þorskkvóta frá útlöndum á 30 krónur eða meir, þá eiga menn að fagna hinu hógværa veiðigjaldi sem felst í frumvarpi Steingríms. 8 krónur er skítur á priki. Ófriðurinn sem hefur staðið um útgerðina hefur ekki síst magnast vegna frekju og yfirgangs talsmanna LÍÚ. Það væri sterkur leikur hjá þeim sem þar ráða að reka Friðrik J. Arngrímsson og ráða í staðinn hógværan og skynsaman mann sem tæki Hörð Arnarson sér til fyrirmyndar en ekki Kristján Ragnarsson. Adolf Guðmundsson veit að Friðrik J er slæmur talsmaður en hann áttar sig ekki á að hann er ekkert betri sjálfur
![]() |
Nánast tíföldun á veiðigjaldinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2012 | 06:48
Bændasamtökin álykta gegn sjálfu sér
Með því að leggjast gegn samþykkt á breytingum búvöru og tollalaga eru Bændasamtökin að stuðla beint að því að fleiri snúist á sveif með aðild að ESB en ella hefði verið. Fólk kýs alltaf með fjárhagslegum hagsmunum sínum. Og það er þrennt sem mun skipta sköpum ef þessir aðildarsamningar verða einhvern tíma bornir undir þjóðina. Og það eru gengi krónunnar, vextirnir og verðbæturnar og matarverðið. Stjórnmálamennirnir hafa tvennt í hendi sér og Bændasamtökin hið þriðja. Með því að leggjast gegn tollalækkunum og innflutningi eru Bændasamtökin á rangri leið. Og það eru engin rök í málinu hjá þeim að benda á að íslenskir bændur hafi leitast við að auka hagkvæmni framleiðslu sinnar um árabil þannig að í sumum búgreinum sé jafnvel aðeins einn framleiðandi eða einn dreifingaraðili á tilteknum vörum. Ef framleiðslurétturinn hefur færst á eina hendi þá er ekki um virka verðmyndun á markaði að ræða. Þá er hér komin einokun sem nauðsynlegt er að brjóta upp með öllum ráðum. Ég styð bændur og kaupi íslenskt en ég held að landbúnaðarstefnan sé röng. Bændur eiga sjálfir að vinna að því að gera landbúnaðinn samkeppnishæfan við búvöruverð á meginlandi Evrópu til þess að sporna gegn þeim röddum sem gefist hafa upp á íslenskum stjórnmálamönnum og íslenskum landbúnaði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2012 | 17:10
Blaðamannafundurinn
26.3.2012 | 12:58
Hagsmunaárekstrarnir
![]() |
Býr til gettó á landsbyggðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.3.2012 | 17:25
Ég varaði við
Árið 2010 skrifaði ég 5 pistla um hugmyndir mínar að nauðsynlegum breytingum á stjórnarskránni. Núna þegar ég les þá aftur vekur það athygli mína hversu sannspár ég var um þær hættur sem ógnuðu helst starfi þess stjórnlagaþings sem þá átti eftir að kjósa. En ég sagði í lok pistlaskrifanna:
Lokaorð
Nú er lokið þessum skrifum um Stjórnlagaþingið og stjórnarskrár uppkastið að sinni. Öllum frambjóðendum er frjálst að nýta sér þær hugmyndir sem ég hef reyfað, að hluta eða í heild. En ég legg á það þunga áherslu að Stjórnarskrárdrögin verði afdráttarlaus yfirlýsing um sáttmála þjóðarinnar um hvernig hún vill lifa saman í þessu landi. Þetta er algjört grundvallaratriði. það munu koma fram óskir um að fella allskonar áhugamál (umhverfis og friðarsinnar) og hjartans mál (femínistar)og þjóðþrifamál(eignarrétt á auðlindum) inní stjórnarskrána , jafnvel réttlætismál (réttindi homma og lesbía)en þá kemur til kasta þingsins að standa á bremsunni og missa ekki sjónar á takmarkinu. Stjórnarskráin má ekki vekja deilur. Stjórnarskráin er sáttmáli um grundvallarréttindi og skyldur. Ekkert annað
Núna hefur Stjórnlagaráðið löngu lokið störfum og sent tillögur sínar til Alþingis. Þessar tillögur stendur til að leggja í dóm þjóðarinna. En það er nú að koma í ljós sem ég varaði sérstaklega við, að um þessar tillögur ríkir alls engin sátt. Þeir sem gagnrýna finna því helst til foráttu að hér hafi 25 manna hópur tekið sér það vald að skrifa nýja stjórnarskrá fyrir þjóðina án þess að hafa til þess umboð. Allt tal um að vilji þjóðarinnar hafi komið fram á 1000 manna þjóðfundum er sögufölsun í versta lagi. Staðreyndin er nefnilega sú að meirihluti þjóðarinnar hefur ekkert velt þessum málum fyrir sér enda engin kynning farið fram. Og fyrir það sinnuleysi verður að refsa núverandi stjórnarflokkum. Ríkisstjórnin hafði tækifæri til að gera svo marga góða hluti en tókst að glutra flestu niður vegna innbyrðis ósamlyndis og flokkadrátta. En þó að starf stjórnlagaráðs hafi ekki skilað plaggi sem sátt verður um þá er umræðan farin af stað. Sífellt fleiri leggja nú orð í belg og þótt það taki nokkur ár þá munum við á endanum gera nauðsynlegar breytingar sem meirihlutinn er sáttur við. En sá tími er einfaldlega ekki kominn.
Fyrir þá sem vilja og hafa áhuga bendi ég á að lesa pístlana mína og samantektina hér.
pistlaskrifin er svo hægt að lesa hér . Þetta eru 5 samhliða pistlar.
Stjórnarskrármálið | Breytt 9.2.2013 kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2012 | 11:42
Gettu betur og útvarp allra starfsmanna
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)