Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.2.2019 | 15:01
Ekki hefur náðst í Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, vegna málsins
Dagur borgarstjóri ber ábyrgð á starfsmannamálum Reykjavíkurborgar. En samt er ekki hægt að ná í manninn til að ræða við hann um kvartanir borgarritara.
Eru ekki aðfinnslur borgarfulltrúa fyllilega réttmætar sama hvað einstaka starfsmanni finnst. Og ef verkefnin eru svo léttvæg að jafnvel viðkomandi starfsmenn fyllast sektarkennd og vanlíðan er þá ekki rétt að fara yfir það með Degi borgarstjóra?
Að það skuli vera regla að ekki náist í manninn segir mér bara eitt og það er að maðurinn ræður ekki við starfið.
Reykjavíkurborg hefur aldrei áður verið svo umdeild vegna ákvarðana þeirra sem stjórna. Jafnvel borgarstjóri kýs að tjá sig ekki ef málefni borgarstjórnarinnar ber á góma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2019 | 10:37
Nú skulu menn rétta úr sér í leðurstólunum
Kjarabarátta hefur ekki verið stunduð á Íslandi síðan fyrir daga Gylfa Arnbjörnssonar hjá ASÍ. Nú er komin ný kynslóð venjulegs launafólks til forystu í öllum stærstu félögunum og helztu samböndum og nú munum við sjá sverfa til stáls milli launaþræla og svo hinna sem verma leðurhægindastólana án nokkurs raunverulegs framlags til verðmætasköpunar í samfélaginu.
Því menn skulu hafa það alveg á hreinu hverjir skapa þá velmegun sem yfirstéttin fleytir hér rjómann ofan af. Það eru sjómenn verkamenn og bændur sem standa undir þjóðartekjunum. Það er ekki fólkið sem strunsar um með skjalatöskurnar og sem aldrei er hægt að ná í því það er aldrei í vinnunni.
Kjarabaráttunni núna má líkja við baráttu Nelson Mandela fyrir réttindum blökkumanna. Því íslenskt verkafólk hefur látið hlekkja sig í vinnuþrælkun og ekkert annað til að lifa af í sýndarheimi fína fólksins. Hverjum datt í hug að það væri sjálfsagt mál að hér skuli hin raunverulega vinnuvika vera 70 klst? Og í allt of mörgum tilfellum er vinnuvikan miklu lengri. Þetta er ekkert nema vinnuþrælkun og hún tekur tolla af velferðarkerfinu meðan eigendur fyrirtækjanna raka saman skammtímagróða.
Kjarabaráttan núna er ekki róttæk, hún er réttlát. Það er einfaldlega farið fram á að menn sem sinna frumframleiðslu og þjónustu geti lifað af dagvinnulaunum. Og þá er ekki verið að tala um óhófslifnað. Bara helstu nauðþurftir sem yfirstéttin er löngu búin að telja svo sjálfsagða að þau leiða ekki lengur hugann að því að til sé fólk sem ekki hefur efni á mannsæmandi lífi.
Að umhverfið skuli vera svona á Íslandi er ekki launaþrælum ASÍ að kenna. Þetta er fyrst og fremst pólitískar ákvarðanir um skiptingu gæða. Pólitískar ákvarðanir sem Samtök Atvinnulífsins og fjármálaelítan hefur náð fram gegnum ítök sín, klíkuskap og peningavald.
Svo það liggur væntanlega alveg ljóst fyrir að stjórnvöld og þar með hinir pólitísku fulltrúar verða að koma að deilunni og rétta af launamisræmið, eignamisræmið og frítíma og menntunarmisræmið.
Það eru einfaldlega mannréttindi að geta lifað af launum fyrir hóflegan vinnutíma
![]() |
Verkakonur í verkfall 8. mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2019 | 13:32
Jafnvægið í hafinu
Mér eru málefni sjávar hugleikin og því eru fregnir af fjarvist loðnunnar áhyggjuefni. Ekki útfrá hagrænum mælikvarða eins og RÚV leggur á alla sína umfjöllun heldur útfrá vistfræðilegum breytingum sem ójafnvægi í lífríki hafsins hefur á alla aðra þætti. Þannig að ef engin loðna gengur til hrygningar þá hefur það áhrif á hrygningu þorsksins og væntanlegt klak þorskseiðanna í vor. Fuglar og fiskar eru mjög vanaföst dýr. Við sjómenn vitum að fiskur gengur á sömu veiðislóðir á sama tíma ár eftir ár, ekki til að láta veiða sig heldur í ætisleit fyrst og fremst. Eins er þetta með fuglana þeir velja sér varpstaði sem næst ætissvæðum.
En fiskifræðingar virðast ekki skilja þetta samspil náttúrunnar. Þeir sinna ekki vistfræðirannsóknum. Þeirra fiskifræði snýst um að telja fiska og í þeirra fræðum skiptir æti fisksins engu máli varðandi vöxt og viðgang þeirra stofna sem þeir þykjast vera að fylgjast með. Þetta hef ég aldrei skilið. En nú er kannski tækifæri á nýrri nálgun hjá þessari steinrunnu stofnun sem Hafró er.
Ef það verður alger brestur á loðnugöngu þarf að gera ráðstafanir til að veiða meiri þorsk og það strax. Við getum ekki beðið eftir að aðrir fiskstofnar skaðist vegna þess að loðnan sem er undirstöðufæða hverfur af matseðlinum.
Sjómenn hafa lýst áhyggjum vegna þess að það er minna um æti á hefðbundnum veiðisvæðum fyrir suðausturlandi. Það er bara ekki í boði að fiskifræðingar hlusti ekki á þær viðvaranir sem í því felst. Verðmætisrýrnun vegna minnkandi loðnuafla skiptir engu máli. Það er jafnægið í hafinu sem öllu skiptir og þekking á því er lykillinn að skynsamlegri auðlindanýtingu sjávar.
21.2.2019 | 11:52
Þorsteinn Sæmundsson í hóp Klausturþingmanna
Samheitið Klausturþingmaður merkir einfaldlega ruddi, karlremba, fyllibytta og dóni. Klausturþingmaður getur verið eitt af þessu eða allt. Þingmaður sem lendir í hóp Klausturþingmanna hefur brotið siðareglur þingsins og á ekki skilið að vera þar inni. Sá einn á virðingu skilið sem aldrei þarf að biðjast afsökunar. Það er nefnilega enginn sérstakur manndómur fólginn í því að biðjast afsökunar eins og margir virðast halda. Og síst af öllu opinberlega. Mannrækt felst í samtalinu sem þú átt við sjálfan þig í einrúmi. En menn þurfa þá að viðurkenna breyskleikann.
Höldum listanum yfir Klausturþingmenn til haga og höfum með okkur í kjörklefann næst. Ekkert annað en stórfelldar útstrikanir duga gegn siðferðishnignun stjórnmálanna.
Þingmenn þurfa ekki frí til að sinna kjördæmum sínum. Og sýndarmennskan í sambandi við #me-too er yfirgengileg og minnir á söguna um tollheimtumennina og Faríseana. Þingmenn þurfa að fara á námskeið í háttvísi svo við almenningur fáum frið fyrir þessu slítandi áreiti, við að fylgjast með hneykslismálum stjórnmálamanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2019 | 10:41
Mala domestica
Ég hef hingað til valið að tjá mig ekki um málefni Jóns Baldvins, þótt þau hafi dúkkað upp margendurtekið á síðasta áratug. Ástæðan er einfaldlega sú, að þar er um fjölskylduharmleik að ræða í grunninn, sem almenning varðar í sjálfu sér ekkert um að öðru leyti en því, að Jón og Bryndís eru opinberar persónur og eiga sem slíkar ekkert einkalíf. En það gefur veiku fólki engan rétt til að ráðast að persónum Jóns og Bryndísar í skjóli #me-too byltingarinnar.
Kynferðisafbrot á að kæra, það hefur ekki verið gert og því dæma þessar sögur sig sjálfar. Á rógberum, slúðurberum og öfundarfólki hef ég megna andstyggð og megi það lið hvergi þrífast.
Ef vönd að kyssa velur sá
sem veiku skemmtir geði
Sögumaður setur þá
sjálfan sig að veði
Við þekkjum Árna Þórarins
í Þórberg tókst að ljúga
Var sökin Árna eða hins
sem öllu vildi trúa
Eins og stærstu eikurnar
undan stormi svigna
er forhúð utan umskurnar
einkenni hins lygna
![]() |
Jón Baldvin kærir slúðurbera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2019 | 00:37
Katrín þarf að skrifa ræðuna sína sjálf
Í Kastljósi kvöldsins fór Katrín Jakobsdóttir með sömu gömlu möntruna um hvað ríkisstjórnin væri búin að vera rausnarleg gagnvart þeim sem minna mega sín og endurtók líka lygina um það að ríkisstjórnin hafi hækkað fjármagnstekjuskatt og brugðist við óánægju vegna úrskurða Kjararáðs á síðustu árum. Nú skil ég ég alveg þann vanda sem spyrillinn var settur í. Þegar stjórnmálamaður svarar ekki beinum spurningum þá er erfitt að fá fram skýr svör. Mér fannst Sigríður Hagalín hafa sýnt ótrúlega stillingu og jafnaðargeð við endurteknum og villandi málflutningi forsætisráðherra. Og hafi Katrín ætlað að lægja öldur þá var hún að hella olíu á eld.
Það eina sem ríkisstjórnin getur lagt til málanna í sambandi við kjaraviðræðurnar eru breytingar á skattkerfinu samkvæmt tillögum Eflingar. Hækkun barnabóta og aðgerðir gegn vinnumansali koma kjaraviðræðum ekkert við og er ósvífið af ríkisstjórninni að nota slíkt sem skiptimynt. Og aðgerðir í húsnæðismálum eru verkefni stjórnvalda. Stjórnvöld bera ábyrgð á að þjóðfélagið virki fyrir alla. Í því felst að fólk hafi vinnu húsnæði og frítíma.
Ef Katrín skilur þetta ekki eða ef hún telur sig hafa gert nóg þá á hún að segja það og biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Það er enginn hörgull á fólki sem getur gert betur en þessi ríkisstjórn.
![]() |
Fjórmenningar með umboð til að slíta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2019 | 22:22
Fyrirlitlegar árásir á embættismann.
Þorsteinn Már er fyrirlitlegur maður, sem beitir ómældum auð sínum í persónulegum hefndarleiðangri gegn Seðlabankastjóra Íslands. Hann er búinn að klaga í forsætis og reyndi að fá hana til að reka seðlabankastjórann, sem er fáheyrð ósvífni jafnvel á íslenzkan mælikvarða og nú er hann búinn að ráða her lögfræðinga til að ráðast að mannorði Seðlabankastjórans með lagatækniþvælu sem er engu lík. Því Þorsteinn eins og aðrir hvítflibba-glæpamenn, túlkar það sem sýknu þegar sakamál eru látin niður falla vegna tæknilegra atriða. Allir sem nenna að kynna sér mál Seðlabankans gegn Samherja ættu að vita að málið féll á formgalla en ekki vegna þess að nægar sakir hefðu ekki verið til að halda því til streitu og gera það að prófmáli til að lögsækja alla hina skíthælana sem fundu glufurnar í gjaldeyrishaftareglugerðinni til að hagnast prívat og persónulega meðan almenningur var látinn herða sultarólarnar og gráta út smáupphæðir í gjaldeyri vegna brýnna ástæðna.
En Þorsteinn Már er ekki einn af okkur. Þorsteinn Már er auðróni af verstu gerð. Honum hefur verið leyft að vaxa ríkisvaldinu yfir höfuð og nú þykist hann geta sagt stjórnvöldum fyrir verkum. Svona menn verður að stoppa. Því aðrir standa á hliðarlínunni. Binni í Vinnslustöðinni er alveg sami frekjuhundurinn og við eigum ekkert að gefa þessum mönnum dagskrárvaldið í okkar samfélagi. Það er víst nóg að þeir fái ókeypis kvóta. Ég er löngu búinn að fá upp í kok af fólki sem heimtar allt en gefur ekkert. Fólki sem er ekkert nema ótýndir hvítflibba-glæpamenn þegar grannt er skoðað. Og notar svo illa fenginn auð til að pönkast á þeim fáu sem voga sér að standa uppi í hárinu á þeim.
![]() |
Segir Seðlabankann undirbúa aðra sneypuför |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.2.2019 | 14:39
Hrollvekjan í ráðhúsinu
Kosningasvindlið í borginni felst ekki í því að plata útlendinga, krakka og gamlar kerlingar til að kjósa Dag B. Eggertsson í síðustu sveitastjórnakosningum. Kosningasvindlið felst í því að sá sem skipaði fyrsta sæti Samfylkingar er í raun 2 persónur. En það kom ekki í ljós fyrr en búið var að mynda meirihluta. Nú er það náttúrulega ekki heimilt að 2 persónur skipi eitt og sama sæti og því verður ráðuneytið að skera úr um það hvor eigi að víkja af listanum, Dagur borgarstjóri eða Dagur borgarfulltrúi.
Þessi persónuleikaröskun hefur verið skilgreind sem Dissociative identity disorder (DID), previously known as multiple personality disorder, is a mental disorder characterized by at least two distinct and relatively enduring personality states. There is often trouble remembering certain events, beyond what would be explained by ordinary forgetfulness.
Þeir sem til þekkja hafa bent á, að þessir 2 persónuleikar sjáist aldrei opinberlega samtímis og þykir það renna stoðum undir kenninguna um DID. Sem dæmi þegar borgarstjórinn Dagur er á fullu að klippa borða og afhenda hinsegin fólki viðurkenningar þá er Dagur borgarfulltrúi hvergi sjáanlegur en þegar Braggamálið kom upp og skolpmengunin og álíka hneykslismál í sambandi við verkstjórn í borginni þá var aldrei hægt að ná í borgarstjóra sjálfan en hinsvegar dúkkaði Dagur borgarfulltrúi iðulega upp og reyndi að gera gott úr öllu með loforðum um að læra af öllum mistökum. Þessi umskipti eru ekki átakalaus eins og sést þegar Dagur borgarstjóri birtist með stafinn. Þá er það yfirleitt þegar ástand borgarmála er orðið alvarlegt og brýn þörf á samúð almennings. Gigtin er bara fyrirsláttur. Það eru hin líkamlegu hamskipti persónuleikarofsins, sem valda þessum ofnæmisviðbrögðum.
En nú þarf semsagt að láta ráðuneytið skera úr um hvort borgarfulltrúar séu 23 eða 24.
![]() |
Meirihlutinn sakaður um valdníðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2019 | 13:28
Stóreignakonan Bjarkey vill ekki hátekjuskatt
Í þættinum Þjóðbraut sagðist Bjarkey hafa fjárfest í íbúð í Reykjavík árið 2013 og að greiðslur upp á 180 þúsund krónur á mánuði dugi ekki fyrir afborgunum af láninu.Ég fæ í kringum 180 þúsund á mánuði því ég held tvö heimili og það dugar ekki fyrir afborgunum af lánum af þeirri íbúð sem ég fjárfesti hér í 2013, sem var þó á þokkalegu góðu verði miðað við gengi dagsins í dag,
Fyrir utan íbúð í Reykjavík og einbýlishús á Ólafsfirði, þá á hún hótel og veitingahús á Ólafsfirði, þar sem fjölskyldan vinnur sér inn aukatekjur við að plokka ferðamenn. Þessi kona vílar ekki fyrir sér að innheimta milljónir í akstursgreiðslur frá Alþingi og svo er hún í VG!
Miðað við málflutning hennar ætti hún umsvifalaust að skipta um flokk og ganga til liðs við ójafnaðarmenn Íslands í Sjálfgræðisflokki Bjarna Ben.
Manneskja sem finnst vel í lagt, að skenkja lágtekjufólki 2% í launauppbót á meðan hún sjálf er að graðka til sín mánaðarlaunum starfsmanns á leikskóla, bara í akstursstyrki og kostnaðargreiðslur, ætti að hafa vit á að láta lítið fyrir sér fara í þessari umræðu.
![]() |
Tillögurnar afskaplega góðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2019 | 00:18
Örleikrit
Maður og lítið barn sitja á bekk í Víkurkirkjugarði.
Barnið: Hvaða staður er þetta pabbi?
Maðurinn: Þetta var einu sinni gamall kirkjugarður
Barnið: Er þá dáið fólk hérna ofan í jörðinni?
Maðurinn: Nei, ekki lengur. Því var öllu mokað upp þegar hótelið var byggt.
Barnið: Mokað upp? Og hvar er það núna?
Maðurinn: Sumt er víst geymt upp á Þjóðminjasafni en öðru var bara hent.
Barnið: Pabbi, við skulum fara heim. Það er ekkert gaman hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)