Færsluflokkur: Stjórnarskrármálið

Um staðgöngu ráðherra

Staðganga er nýyrði sem tengist meðgöngu.  þar er átt við að kona gangi með barn í stað annarrar konu.  Allir skilja hvað átt er við þó mönnum greini á siðferði gjörningsins.

Stjórnskipunar- og  Eftirlitsnefnd  vill núna taka upp staðgöngu ráðherra! 

 

VI. KAFLI

Ráðherrar og ríkisstjórn.

88. gr.

Ráðherrar.

Ráðherrar eru æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Þeir bera hver fyrir sig ábyrgð á málefnum ráðuneyta og stjórnsýslu sem undir þá heyrir. Geti ráðherra ekki fjallað um mál eða sinnt starfi sínu að öðru leyti vegna vanhæfis eða annarra ástæðna felur forsætisráðherra öðrum ráðherra staðgöngu. Forsætisráðherra ákveður með reglum fyrirkomulag staðgöngu þurfi hann sjálfur að víkja sæti eða geti ekki gegnt störfum tímabundið. Enginn getur gegnt sama ráðherraembætti lengur en átta ár.

Þessari grein verður að breyta. Það er ágreiningur um staðgöngu í merkingunni meðgönga. Þessvegna er ótækt að verið sé að yfirfæra merkingu orðsins og veita því meiri vigt með því að nota það í þessari ólíku merkingu í þessu sambandi.  Þegar maður tekur að sér hlutverk annars er hann ekki að sinna staðgöngu. Hann kemur í staðinn og tekur fulla ábyrgð á því sem hann gerir og þarf ekki að leita samþykkis fyrir embættisverkum. Hins vegar ef manni er veitt umboð til að framkvæma ákveðin verk þá er sá hinn sami staðgengill þess sem veitir umboðið. sbr. að einkaritarar eða fulltrúar eru oft staðgenglar yfirmanns síns.

Af hverju þurfti að breyta þessari grein?  Hún var fullnægjandi úr hendi stjórnlagaráðs og það var ekki á verksviði nefndarinnar að koma sínum geðþóttabreytingum að í frumvarpinu.  Þeirra umboð náði aðeins að því að laga tæknilega ágalla samkvæmt áliti til þess bærra manna.  Var einhver sem benti á að þessar orðalagsbreytingar yrði að gera?  Það hef ég ekki fundið í yfirlestri mínum allavega

 

86. gr.

Ráðherrar.

Ráðherrar eru æðstu handhafar framkvæmdar-valds hver á sínu sviði. Þeir bera hver fyrir sig ábyrgð á málefnum ráðuneyta og stjórnsýslu sem undir þá heyrir. Geti ráðherra ekki fjallað um mál vegna vanhæfis, fjarveru eða annarra ástæðna felur forsætisráðherra það öðrum ráðherra. Enginn getur gegnt sama ráðherraembætti lengur en átta ár.

 

 


ESB Þjóðaratkvæðagreiðsla ekki bindandi

Þetta er nú meira landráðapakkið í þessari Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Stjórnlagaráð vildi bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framsal ríkisvalds.

 

111. gr.

Framsal ríkisvalds.

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. Samþykki Alþingi fullgild-ingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæða-greiðslu er bindandi.

En þessari grein er búið að breyta í óskiljanlega þvælu og fella niður fyrirvarann um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

113. gr.

Framsal ríkisvalds.

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga í þágu friðar, efnahagssamvinnu eða réttarvörslu sem fela í sér framsal tiltekinna þátta ríkisvalds sem íslensk stjórnvöld fara með samkvæmt stjórnarskrá þessari til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að eða ef um er að ræða alþjóðasamvinnu sem Ísland tekur átt í. Þó er óheimilt að framselja ríkisvald til að breyta stjórnarskránni eða mörkum íslensks yfirráðasvæðis eða til takmörkunar á mannréttindum umfram heimildir í stjórnarskrá. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Dómstólar geta ávallt endurmetið efni, umfang og lögmæti framsals í ljósi meðferðar alþjóðastofnunar á framseldum valdheimildum á hverjum tíma.Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. Lög sem heimila framsal ríkisvalds þurfa samþykki 3'5 hluta atkvæða á Alþingi. Náist ekki sá meiri hluti atkvæða en þó einfaldur meiri hluti skulu lögin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.Við gerð þjóðréttarsamninga um aðild Íslands aðalþjóðastofnunum sem fara með yfirþjóðlegt vald og falla undir 1.–3. mgr. skulu heimildarlög borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.

Eru menn ennþá á því að Alþingi eigi að samþykkja þessa gjörbreyttu útgáfu af Stjórnarskrárfrumvarpinu?  Var ekki spurt hvort við vildum að frumvarp Stjórnlagaráðs yrði notað til grundvallar?  Það er ekki gert í þessu hörmungar skjali meirihluta Valgerðar Bjarnadóttur og Álfheiðar Ingadóttur.  Kannski var aldrei meiningin að koma á lýðræðisumbótum.  

Ég lýsi vantrausti á þennan meirihluta sem sendir þetta svona frá sér.  SKAMMIST YKKAR!

Hér er samanburðarskjalið fyrir áhugasama.  Ég áskil mér engan rétt.  Það mega allir nota þetta skjal eins og þeir vilja.

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Alþingismenn geta ekki hætt að sukka

Lengi hefur verið talað um lausung í ríkisrekstri.  Ríkisstjórnir taka ákvarðanir um greiðslur án heimilda og svo er bara reikningurinn sléttaður af ári seinna með fjáraukalögum.  Stjórnlagaráð vildi setja skorður við þessu háttalagi með skýrum hætti í stjórnarskránni.

 

69. gr.

Greiðsluheimildir.

Enga greiðslu má inna af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum. Að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis getur fjármálaráðherra þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar, til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum.

Þarna er meginreglan skýr en þó veitt svigrúm vegna ófyrirséðra atvika.  Þessu ákvæði breytti meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndarinnar og setti inn aftur heimildina til að sukka

 

70. gr.
Greiðsluheimildir.

Enga greiðslu má inna af hendi nema heimild sé il þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis getur ráðherra sem ber ábyrgð á fjárlögum ríkisins þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum.

Eflaust má deila um hve afgerandi þessi mismunur er en ég held að þarna muni ríkisstjórnir túlka orðalagið sem heimild til að sukka áfram.

Mörg fleiri svona dæmi er að finna í breytingartillögum meirihlutans.  Og ég hvet fólk til að kynna sér frumvarpið sjálft.  Seinna í dag mun ég gera samanburðarskjalið sem ég er að vinna, aðgengilegt.  Þar er hægt að skoða samhliða tillögur Stjórnlagaráðs og breytingartillögur meirihluta Valgerðar og Álfheiðar.


Þingið er vanhæft til að fjalla um stjórnarskrána

Birgitta sagði Alþingi vanhæft.  Því er ég algerlega sammála. Ekki bara í stjórnarskrármálinu heldur í öllum málum.  En sérstaklega í öllu sem snýr að umbótum á stjórnarskránni.  Og ástæðan er einfaldlega vanhæfi samkvæmt skilgreiningu á vanhæfisreglunni.  Þar sem Stjórnarskráin fjallar um stjórnskipunina og framkvæmd hennar þá er það mjög óeðlilegt að ein af þrem stoðum ríkisvaldsins skuli ein ráða öllu sem viðkemur þessum grundvallarlögum lýðveldisins.  Og þar sem framkvæmdavaldið hefur löggjafarvaldið í vasanum þá hljóta menn að sjá að taka verður þennan kaleik frá Alþingi að fjalla um breytingar á stjórnaraskránni.

Í ljósi alls vandræðagangsins sem verið hefur á þessu máli þá finnst mér aðeins ein leið vera til sátta og hún er að breyta 79. grein stjórnarskrárinnar og 80. grein einnig 

79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi
og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki …1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju.
Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.
Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði
allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg

 Ný grein hljóði svona:

79.gr
Þjóðin er stjórnarskrágjafinn.  þess vegna skal samhliða öllum Alþingiskosningum fara fram kjör á fulltrúum til setu á stjórnlagaþingiStjórnlagaþing skal samkvæmt nánari ákvæðum í lögum fjalla um allar óskir sem fram koma á fyrirfram ákveðinn hátt, um breytingar eða viðbætur við stjórnarskrána.  Alþingi skal ekki fjalla um breytingar á stjórnarskránni

80.gr
Allar samþykktir um breytingar eða viðbætur sem koma frá stjórnlagaþingi skulu fara í allsherjar kynningu í 2 mánuði hið minnsta og að þeim tíma liðnum skal fara fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um allar breytingar. Ef breytingarnar hljóta samþykki meirihluta kosningabærra manna þá öðlast þærgildi.  En ef þáttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu nær ekki 50% af atkvæðisbærum mönnum þá er atkvæðagreiðslan ógild.

Þetta er eina leiðin til að frelsa stjórnarskrána úr gíslingu Alþingis


mbl.is Ákvörðunin ekki tekin í mínum flokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I told you so

Þetta skrifaði ég 17.janúar s.l http://johanneslaxdal.blog.is/admin/blog/?entry_id=1277463

Stjórnin mun ekki leggja fram stjórnarskrárfrumvarpið

Það var þjóðin sem vildi nýja stjórnarskrá. Ekki Jóhanna og alls ekki Steingrímur

Í stjórnarsáttmálanum er aðeins minnst á endurskoðun á lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur og persónukjör. Annað er þar ekki að finna um breytingar sem falla undir stjórnskipunina. Breytingarnar á ráðuneytunum falla undir stjórnsýslubreytingar og þarfnast engra stoða umfram það sem þegar er kveðið á um í stjórnarskrá lýðveldisins frá 1944. Hins vegar þurfti að gera breytingar á stjórnarskránni til að heimila fullveldisframsalið ef áform aðildarsinna hefðu ræzt. Núna hefur þeim áformum verið frestað og ekkert lengur sem knýr á um samþykkt stjórnlagafrumvarpsins.

Annað sem styður þessa kenningu eru hörð viðbrögð elítunnar og forsetans gegn nýju stjórnarskránni. Þar er afl sem Jóhanna kærir sig ekki um að fara gegn nú þegar hún er að hætta afskiptum af pólitík. Því þótt stjórnin gæti hugsanlega náð því að afgreiða frumvarpið þá myndu andstæðingar þess ekki gefast upp heldur safna undirskriftum og knýja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeirri kröfu gæti forsetinn ekki hafnað og þar sem stjórnin gæti ekki tekið sénsinn á að lögin yrðu felld þá myndu þau draga það til baka. Þetta er búið að teikna upp og þess vegna verða engar breytingar gerðar á stjórnarskránni. Það er kalt mat. Enda kannski bezt. Það eru breytingar á kvótakerfinu sem mestu máli skipta í dag. Nú þegar ESB umsóknin og stjórnarskrármálið er tapað þá neyðist stjórnin til að standa við fyrirheit um innköllun aflaheimilda og raunverulega kerfisbreytingu á fiskveiðistjórnuninni. Annað er óhugsandi. Annars verður hennar minnst sem þeirrar stjórnar sem lofaði mestu og sveik mest.


mbl.is Ekki ný stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin mun ekki leggja fram stjórnarskrárfrumvarpið

 Það var þjóðin sem vildi nýja stjórnarskrá. Ekki Jóhanna og alls ekki Steingrímur

Í stjórnarsáttmálanum er aðeins minnst á endurskoðun á lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur og persónukjör. Annað er þar ekki að finna um breytingar sem falla undir stjórnskipunina.  Breytingarnar á ráðuneytunum falla undir stjórnsýslubreytingar og þarfnast engra stoða umfram það sem þegar er kveðið á um í stjórnarskrá lýðveldisins frá 1944. Hins vegar þurfti að gera breytingar á stjórnarskránni til að heimila fullveldisframsalið ef áform aðildarsinna hefðu ræzt.  Núna hefur þeim áformum verið frestað og ekkert lengur sem knýr á um samþykkt stjórnlagafrumvarpsins.

 Annað sem styður þessa kenningu eru hörð viðbrögð elítunnar og forsetans gegn nýju stjórnarskránni. Þar er afl sem Jóhanna kærir sig ekki um að fara gegn nú þegar hún er að hætta afskiptum af pólitík. Því þótt stjórnin gæti hugsanlega náð því að afgreiða frumvarpið þá myndu andstæðingar þess ekki gefast upp heldur safna undirskriftum og knýja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeirri kröfu gæti forsetinn ekki hafnað og þar sem stjórnin gæti ekki tekið sénsinn á að lögin yrðu felld þá myndu þau draga það til baka.  Þetta er búið að teikna upp og þess vegna verða engar breytingar gerðar á stjórnarskránni.  Það er kalt mat.  Enda kannski bezt.  Það eru breytingar á kvótakerfinu sem mestu máli skipta í dag. Nú þegar ESB umsóknin og stjórnarskrármálið er tapað þá neyðist stjórnin til að standa við fyrirheit um innköllun aflaheimilda og raunverulega kerfisbreytingu á fiskveiðistjórnuninni.  Annað er óhugsandi. Annars verður hennar minnst sem þeirrar stjórnar sem lofaði mestu og sveik mest.


Svik Alþingis

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20 október s.l var spurt: Já, ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.  Mikill meirihluti svaraði þessari spurningu játandi og í kjölfarið gáfu bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Valgerður Bjarnadóttir út yfirlýsingar um að farið yrði efnislega eftir niðurstöðu þjóðarviljans.  Nú er frumvarpið komið fram og tími hefur gefist til að bera það saman við tillögur Stjórnlagaráðs.  Niðurstaðan er áfellisdómur yfir loforðum ríkisstjórnarinnar og sérstaklega formanni stjórnskipunarnefndarinnar, Valgerði Bjarnadóttur.  Í Frumvarpinu sem nú er til meðferðar í þinginu eru bara 78 greinar af 114 sem ekki hefur verið breytt. Og mikill hluti þessara 78 greina voru teknar óbreyttar eða lítið breyttar upp úr núgildandi stjórnarskrá og eru almenns eðlis og sem ekki hefur verið ágreiningur um.  Hinar 36 greinarnar innihéldu breytingar sem búið er að gjörbreyta í meðförum sérfræðinganendarinnar og stjórnlaga og eftirlitsnefndarinnar.  Þar með er ekki lengur hægt að segja að frumvarp Stjórnlagaráðs sé grundvöllur að nýrri stjórnarskrá.


Staðganga

Nokkrar þingkonur hafa það áhugamál að lögleiða staðgöngumæðrun í góðgerðaskyni.  Frumvarpið sem þær lögðu fyrir síðasta Alþingi fékk mjög neikvæða umræðu í þjóðfélaginu og dagaði uppi. En nú ber svo við að hugtakið staðganga er vakið upp að nýju og nú í breytingartillögum sérfræðinganefndarinnar sem endurskrifaði frumvarpið til stjórnskipunarlaga, sem nú liggur fyrir þinginu.  Þarna er um lævíslega innrætingu af verstu gerð að ræða.  Með því að nota þetta hugtak í stjórnarskránni er verið að gefa hugtakinu ákveðinn sess í huga þjóðarinnar og auðvelda lögleiðingu staðgöngumæðrunar.  Ég legg til að 86.grein verði ekki breytt

 

Tillaga Stjórnlagaráðs:

86. gr.
Ráðherrar.
Ráðherrar eru æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Þeir bera hver fyrir sig ábyrgð á
málefnum ráðuneyta og stjórnsýslu sem undir þá heyrir.
Geti ráðherra ekki fjallað um mál vegna vanhæfis, fjarveru eða annarra ástæðna felur for­
sætisráðherra það öðrum ráðherra.
Enginn getur gegnt sama ráðherraembætti lengur en átta ár.

 

Breytingartillaga sérfræðinefndarinnar

86. gr.
Ráðherrar.
Ráðherrar eru æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Þeir bera hver fyrir sig ábyrgð á
málefnum ráðuneyta og stjórnsýslu sem undir þá heyrir.
Geti ráðherra ekki fjallað um mál eða sinnt starfi sínu að öðru leyti vegna vanhæfis eða annarra
ástæðna felur forsætisráðherra öðrum ráðherra staðgöngu. Forsætisráðherra ákveður með reglum
fyrirkomulag staðgöngu þurfi hann sjálfur að víkja sæti eða geti ekki gegnt störfum tímabundið.
Enginn getur gegnt sama ráðherraembætti lengur en átta ár.
 


Lýðræði hinna fáu

Þeir, sem nenna á annað borð að hugsa, hafa löngu séð að kosningalögum þarf að breyta.  Ójafnvægi atkvæða og hið ólýðræðislega val á framboðslista flokkanna kallar á nýja hugsun. Stjórnlagaráð leggur til að persónukjör verði bundið í stjórnarskrána en leggur að öðru leyti ekki til neinar breytingar.  Eftir lætur Alþingi að ákvarða kjördæmaskipun og útfærslu laga um kosningar og kjörgengi. Þessu þarf að breyta.  Það á að setja flokkum og flokksstarfi skorður í stjórnarskrá, skorður sem girða fyrir lýðræði hinna fáu. Óþolandi er að einfaldur meirihluti geti ráðið afgreiðslu allra mála óháð þátttöku.  Með því að setja stjórnmálaflokkum skorður þá aukum við lýðræðisþroska almennings.  Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslum sýnir að almenningur vill og nennir að taka þátt ef atkvæðið skiptir raunverulegu máli.  Kosning í flokksvali skiptir hinn almenna kjósenda litlu máli.  Þess vegna hefur fjórflokkurinn komist upp með að kúga meirihluta þjóðarinnar í svona langan tíma og með svona áþreifanlegum afleiðingum.  Að maður eins og Össur skuli ná 1.sæti í flokksvali 2.500 kjósenda er ekki hægt að túlka öðruvísi en sem vantraust.  Ég legg til að fjórflokkurinn bjóði fram óraðaða lista í næstu kosningum. Það yrði smá virðing við kjósendur og lýðræðið.
mbl.is 68 atkvæði skildu á milli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðisumbætur til höfuðs fjórflokknum

20. október næstkomandi mun marka tímamót hjá þjóðinni.  Þá mun endanlega verða skorið úr því hjá hverjum valdið liggur, þjóðinni eða flokkseigendum og fjármagnseigendum.  Látum ekki úrtölumenn spilla þessu tækifæri til að breyta stjórnmálunum í eitt skipti fyrir öll.  Þótt frumvarp Stjórnlagaráðs sé ekki fullkomið þá er það samt margfalt betra en sú stjórnarskrá sem nú er í gildi.  Sérstaklega ákvæðin um beina lyðræðið og upplýsingaskylduna.  Látum ekki alger aukaatriði eins og þjóðkirkjuákvæðið koma í veg fyrir að við förum og kjósum og segjum Já við öllum 6 spurningunum.  Ef þátttaka verður góð og yfirgnæfandi meirihluti kjósenda segir já, þá getur þingið ekki hunsað þann vilja.  Og ef þingið ætlar að svíkja í þessu máli þá mun það bitna á fjórflokknum í næstu kosningum.  Þannig að ef þjóðin drullar sér á kjörstað 20 október þá er stríðið unnið.  Þá mun ekki skipta máli þótt allar orrusturnar hafi tapast.  Þá munum við ráða okkar málum sjálf í þjóðaratkvæðagreiðslum og njóta liðsinnis forsetans til að hindra gerræði þingsins í málum sem meirihluti kjósenda er á móti.  Þar mun vega þyngst, kvótafrumvarpið,  Landsspítalaframkvæmdirnar og aðildarviðræðurnar við ESB.   Sennilega er of seint að stöðva Vaðlaheiðarganga-vitleysuna en það er ekki of seint að stöðva ruglið á Hringbrautinni.  Þar þarf að kúvenda til fyrri fyrirkomulags.  Við erum betur sett með margar smáar einingar heldur en eina allt of stóra sem á eftir að soga til sín allt fjármagn og starfsfólk á kostnað búsetuöryggis á landsbyggðinni.  Þessi áform sem nú er unnið eftir munu flýta einkavæðingunni sem margir vilja koma hér á þótt þeir þræti fyrir það.  Þeir hinir sömu þræta líka fyrir að hafa ætlað að einkavæða orkugeirann en við vitum betur.

Aðeins með því að virkja beint lýðræði í gegnum stjórnarskrána getum við haft hemil á spilltum stjórnmálamönnum.  

Sýnishorn af kjörseðlinum má nálgast hér


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband